Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 12:00 Eitt frægasta augnablik fótboltasögunnar, „hönd Guðs“. getty/S&G Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. Peter Shilton, fyrrverandi markvörður enska landsliðsins, er enn sár út í Diego Maradona. Hann tók af allan vafa með það með pistli sínum í Daily Mail í kjölfar fráfalls þess argentínska. Sem frægt er skoraði Maradona eitt umdeildasta mark fótboltasögunnar þegar hann sló boltann yfir Shilton og í netið í leik Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986. Shilton sagði að Maradona hefði aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“ eins og markið er jafnan kallað. „Líf mitt hefur lengi verið tengt Diego Maradona og ekki á þann hátt sem ég hefði viljað. En ég er sorgmæddur að heyra af andláti hans. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég mætti og ég hugsa til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shilton. Þeir Maradona töluðu aldrei saman eftir leikinn í Mexíkó fyrir 34 árum og Shilton segir að Argentínumaðurinn hafi aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“. „Við stukkum saman upp. Hann vissi að hann myndi ekki ná að skalla boltann svo hann sló hann í netið. Einbeittur brotavilji. Svindl. Þegar hann hljóp í burtu til að fagna leit hann tvisvar til baka eins og til að bíða eftir flauti dómarans. Hann vissi hvað hann hafði gert og það vissu það allir fyrir utan dómaratríóið,“ skrifaði Shilton. Skömmu eftir „hönd Guðs“ skoraði Maradona annað ekki síður frægt mark eftir frábæran einleik. Shilton segir að þá hafi Englendingar enn verið að jafna sig á fyrra markinu sem þeir fengu á sig. „Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta vann leikinn fyrir Argentínu. Hann skoraði stórkostlegt mark skömmu síðar þegar við vorum enn ráðvilltir eftir það sem hafði gerst. Í fyrsta sinn í leiknum komst hann á ferðina og hann skoraði. Þetta var frábært mark en við vorum ekki í nokkrum vafa: án fyrra marksins hefði hann ekki skorað það seinna,“ skrifaði Shilton. „Það sem ég er ósáttur með er að hann baðst aldrei afsökunar. Hann sagðist aldrei hafa svindlað og vildi biðjast afsökunar. Í staðinn notaði hann línuna um „hönd Guðs“. Það var ekki rétt. Hann var stórkostlegur en skorti íþróttamennsku.“ Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Peter Shilton, fyrrverandi markvörður enska landsliðsins, er enn sár út í Diego Maradona. Hann tók af allan vafa með það með pistli sínum í Daily Mail í kjölfar fráfalls þess argentínska. Sem frægt er skoraði Maradona eitt umdeildasta mark fótboltasögunnar þegar hann sló boltann yfir Shilton og í netið í leik Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986. Shilton sagði að Maradona hefði aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“ eins og markið er jafnan kallað. „Líf mitt hefur lengi verið tengt Diego Maradona og ekki á þann hátt sem ég hefði viljað. En ég er sorgmæddur að heyra af andláti hans. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég mætti og ég hugsa til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shilton. Þeir Maradona töluðu aldrei saman eftir leikinn í Mexíkó fyrir 34 árum og Shilton segir að Argentínumaðurinn hafi aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“. „Við stukkum saman upp. Hann vissi að hann myndi ekki ná að skalla boltann svo hann sló hann í netið. Einbeittur brotavilji. Svindl. Þegar hann hljóp í burtu til að fagna leit hann tvisvar til baka eins og til að bíða eftir flauti dómarans. Hann vissi hvað hann hafði gert og það vissu það allir fyrir utan dómaratríóið,“ skrifaði Shilton. Skömmu eftir „hönd Guðs“ skoraði Maradona annað ekki síður frægt mark eftir frábæran einleik. Shilton segir að þá hafi Englendingar enn verið að jafna sig á fyrra markinu sem þeir fengu á sig. „Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta vann leikinn fyrir Argentínu. Hann skoraði stórkostlegt mark skömmu síðar þegar við vorum enn ráðvilltir eftir það sem hafði gerst. Í fyrsta sinn í leiknum komst hann á ferðina og hann skoraði. Þetta var frábært mark en við vorum ekki í nokkrum vafa: án fyrra marksins hefði hann ekki skorað það seinna,“ skrifaði Shilton. „Það sem ég er ósáttur með er að hann baðst aldrei afsökunar. Hann sagðist aldrei hafa svindlað og vildi biðjast afsökunar. Í staðinn notaði hann línuna um „hönd Guðs“. Það var ekki rétt. Hann var stórkostlegur en skorti íþróttamennsku.“
Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti