Katrín og Píratar í hár saman: „Mér er eiginlega algerlega misboðið“ Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2020 23:41 Katrín var ekki sátt við þingmenn Pírata í kvöld. Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra stóð ekki á sama þegar þingmenn Pírata ræddu ummæli hennar um mögulegar heimildir til handa ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum í umræðum um atkvæðagreiðslu á þinginu í kvöld. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði þessa hugmynd Katrínar aðför að verkfallsrétti vinnandi fólks. Þingmenn greiddu atkvæði um lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar í kvöld, en ekkert hefur gengið í viðræðum ríkisins og flugvirkja undanfarna daga. Staðan var sögð grafalvarleg, enda engin þyrla til taks á meðan verkfall stæði yfir. Lögin voru samþykkt á níunda tímanum í kvöld. Katrín viðraði þær hugmyndir í dag að veita ríkissáttasemjara heimildir til að fresta verkföllum ef aðstæður kölluðu á slíkt. Það væri sambærilegt því sem þekktist á Norðurlöndunum. Sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn meðal Pírata. „Þau taka enga ábyrgð á því að nú er svo um hnútana búið að það þurfi að setja lög á verkfall til þess að tryggja öryggi landsmanna. Það er bent á alla nema þann sem stendur í púlti þegar kemur að því að taka ábyrgðina á þeirri stöðu sem uppi er, og nú virðist eiga nýta ferðina til þess að grafa undan verkfallsrétti vinnandi fólks. Færa ákvörðunarvald um frestun verkfallsaðgerða yfir á ríkissáttasemjara. Lauma því inn svona rétt fyrir helgina,“ sagði Þórhildur Sunna. Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, tók í sama streng og sagði stöðuna vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefði ekki unnið vinnuna sína í deilunni undanfarna mánuði. „[Það var á] þeirra ábyrgð að ekki kæmi til þess að bæta svo gráu ofan á þennan svarta föstudag hér í kvöld. Og með ummælum sínum í kvöldfréttum bætti hæstvirtur forsætisráðherra mjög gráu ofan á þetta svarta kvöld sem gerir það að verkum að ég verð bálreið eins og minn þingflokkur hér í kvöld.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagðist bálreið yfir málflutningi ríkisstjórnarinnar.Vísir/VIlhelm „Leggur til að verkfallsrétturinn skuli tekinn af vinnandi fólki“ Katrín tók ekki vel í þessi ummæli Söru Elísu og sló í borðið undir lok ræðu hennar. Hún sagðist furða sig á málflutningi þingmanna Pírata þar sem heimildir til handa ríkissáttasemjara væru ekki til umræðu þetta kvöldið. Það væri óskiljanlegt að draga það inn í umræðuna, þar sem þessar hugmyndir hefðu margoft verið viðraðar. „Þetta á ekki að koma neinum á óvart, enda er þetta afstaða sem ég hef margoft lýst, meðal annars í umræðum um lagasetningar á verkföll hér í þingsal. Ég kann ekki við það herra forseti, að þegar tiltekin mál eru til afgreiðslu, að háttvirtir þingmenn þessa tiltekna flokks kjósa að fara að ræða hér allt önnur mál í umræðu um atkvæðagreiðslu,“ sagði Katrín og lagði til að þingmenn Pírata tækju málið upp í fyrirspurnatíma. Þórhildur Sunna tók næst til máls og sagði það ekki eiga að koma Katrínu á óvart að þau ræddu þessar hugmyndir. Katrín sjálf hefði varpað þeim fram í samtali við fjölmiðla í dag. „Það er nú þess vegna sem við drögum þetta inn í þessa umræðu, vegna þess að hæstvirtur forsætisráðherra setti það á dagskrá í kvöldfréttum allra landsmanna í kvöld og við Morgunblaðið og tengdi það við þessa umræðu í kvöld. Ég afþakka það að ég sé að taka einhverjar óeðlilegar tengingar hér, það er hæstvirtur ráðherra sem kemur með þessar tengingar á okkar borð,“ sagði Þórhildur Sunna. „Það er hún sem skapar þessi hugrenningatengsl. Það er hún sem leggur til að verkfallsrétturinn skuli tekinn af vinnandi fólki. Það er hún sem gerir það.“ Misboðið yfir málflutningnum Eftir seinni ræðu Þórhildar bað Katrín um orðið öðru sinni. Hún sagðist oft hafa séð málflutning í þingsal fara á lágt plan, en að saka hana um aðför að verkfallsrétti væri ósanngjarnt. „Þetta er svo fjarri öllum sannleika og svo fjarri öllu sem getur kallast sanngjarn málflutningur og hlýtur að dæma sig sjálft, eins og raunar málflutningur háttvirts þingmanns gerir hér oft. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stjórnmálamenn geti ekki tekið málefnalega umræðu um stóru línurnar á vinnumarkaði þegar rætt er um lagasetningu á verkföll því þá hljótum við, eðli máls samkvæmt, að velta stóru myndinni fyrir okkur,“ sagði Katrín. Hún sagði málið ekki vera á dagskrá og henni væri raunar misboðið yfir málflutningi Pírata. „Þessi tillaga hefur ekki verið lögð fram, er ekki á þingmálaskrá þessa þings og það er í hæsta máta lélegur málflutningur hjá háttvirtum þingmanni að taka þetta hér upp í umræðu um atkvæðagreiðslu um allt annað mál. Mér er eiginlega algerlega misboðið.“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, tekur ekki vel í hugmynd Katrínar um heimildir til handa ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Hugmyndirnar skerði möguleika vinnandi fólks Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir óánægju með þessa hugmynd Katrínar er Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Að hennar mati muni slíkar heimildir koma til með að skerða möguleika vinnandi fólks. „Hér boðar forsætisráðherra algera stefnubreytingu sem skerðir möguleika vinnandi fólks til að berjast fyrir sínum kjörum. Öðruvísi mér áður brá!“ skrifar Drífa á Facebook-síðu sína. „Verkfallsrétturinn er mikilvægasti réttur vinnandi fólks og oft og tíðum eini möguleikinn til að knýja fram betri kjör. Þetta verður ekki grundvöllur samtals um vinnulöggjöfina, það er á hreinu!“ Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09 Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þingmenn greiddu atkvæði um lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar í kvöld, en ekkert hefur gengið í viðræðum ríkisins og flugvirkja undanfarna daga. Staðan var sögð grafalvarleg, enda engin þyrla til taks á meðan verkfall stæði yfir. Lögin voru samþykkt á níunda tímanum í kvöld. Katrín viðraði þær hugmyndir í dag að veita ríkissáttasemjara heimildir til að fresta verkföllum ef aðstæður kölluðu á slíkt. Það væri sambærilegt því sem þekktist á Norðurlöndunum. Sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn meðal Pírata. „Þau taka enga ábyrgð á því að nú er svo um hnútana búið að það þurfi að setja lög á verkfall til þess að tryggja öryggi landsmanna. Það er bent á alla nema þann sem stendur í púlti þegar kemur að því að taka ábyrgðina á þeirri stöðu sem uppi er, og nú virðist eiga nýta ferðina til þess að grafa undan verkfallsrétti vinnandi fólks. Færa ákvörðunarvald um frestun verkfallsaðgerða yfir á ríkissáttasemjara. Lauma því inn svona rétt fyrir helgina,“ sagði Þórhildur Sunna. Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, tók í sama streng og sagði stöðuna vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefði ekki unnið vinnuna sína í deilunni undanfarna mánuði. „[Það var á] þeirra ábyrgð að ekki kæmi til þess að bæta svo gráu ofan á þennan svarta föstudag hér í kvöld. Og með ummælum sínum í kvöldfréttum bætti hæstvirtur forsætisráðherra mjög gráu ofan á þetta svarta kvöld sem gerir það að verkum að ég verð bálreið eins og minn þingflokkur hér í kvöld.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagðist bálreið yfir málflutningi ríkisstjórnarinnar.Vísir/VIlhelm „Leggur til að verkfallsrétturinn skuli tekinn af vinnandi fólki“ Katrín tók ekki vel í þessi ummæli Söru Elísu og sló í borðið undir lok ræðu hennar. Hún sagðist furða sig á málflutningi þingmanna Pírata þar sem heimildir til handa ríkissáttasemjara væru ekki til umræðu þetta kvöldið. Það væri óskiljanlegt að draga það inn í umræðuna, þar sem þessar hugmyndir hefðu margoft verið viðraðar. „Þetta á ekki að koma neinum á óvart, enda er þetta afstaða sem ég hef margoft lýst, meðal annars í umræðum um lagasetningar á verkföll hér í þingsal. Ég kann ekki við það herra forseti, að þegar tiltekin mál eru til afgreiðslu, að háttvirtir þingmenn þessa tiltekna flokks kjósa að fara að ræða hér allt önnur mál í umræðu um atkvæðagreiðslu,“ sagði Katrín og lagði til að þingmenn Pírata tækju málið upp í fyrirspurnatíma. Þórhildur Sunna tók næst til máls og sagði það ekki eiga að koma Katrínu á óvart að þau ræddu þessar hugmyndir. Katrín sjálf hefði varpað þeim fram í samtali við fjölmiðla í dag. „Það er nú þess vegna sem við drögum þetta inn í þessa umræðu, vegna þess að hæstvirtur forsætisráðherra setti það á dagskrá í kvöldfréttum allra landsmanna í kvöld og við Morgunblaðið og tengdi það við þessa umræðu í kvöld. Ég afþakka það að ég sé að taka einhverjar óeðlilegar tengingar hér, það er hæstvirtur ráðherra sem kemur með þessar tengingar á okkar borð,“ sagði Þórhildur Sunna. „Það er hún sem skapar þessi hugrenningatengsl. Það er hún sem leggur til að verkfallsrétturinn skuli tekinn af vinnandi fólki. Það er hún sem gerir það.“ Misboðið yfir málflutningnum Eftir seinni ræðu Þórhildar bað Katrín um orðið öðru sinni. Hún sagðist oft hafa séð málflutning í þingsal fara á lágt plan, en að saka hana um aðför að verkfallsrétti væri ósanngjarnt. „Þetta er svo fjarri öllum sannleika og svo fjarri öllu sem getur kallast sanngjarn málflutningur og hlýtur að dæma sig sjálft, eins og raunar málflutningur háttvirts þingmanns gerir hér oft. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stjórnmálamenn geti ekki tekið málefnalega umræðu um stóru línurnar á vinnumarkaði þegar rætt er um lagasetningu á verkföll því þá hljótum við, eðli máls samkvæmt, að velta stóru myndinni fyrir okkur,“ sagði Katrín. Hún sagði málið ekki vera á dagskrá og henni væri raunar misboðið yfir málflutningi Pírata. „Þessi tillaga hefur ekki verið lögð fram, er ekki á þingmálaskrá þessa þings og það er í hæsta máta lélegur málflutningur hjá háttvirtum þingmanni að taka þetta hér upp í umræðu um atkvæðagreiðslu um allt annað mál. Mér er eiginlega algerlega misboðið.“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, tekur ekki vel í hugmynd Katrínar um heimildir til handa ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Hugmyndirnar skerði möguleika vinnandi fólks Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir óánægju með þessa hugmynd Katrínar er Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Að hennar mati muni slíkar heimildir koma til með að skerða möguleika vinnandi fólks. „Hér boðar forsætisráðherra algera stefnubreytingu sem skerðir möguleika vinnandi fólks til að berjast fyrir sínum kjörum. Öðruvísi mér áður brá!“ skrifar Drífa á Facebook-síðu sína. „Verkfallsrétturinn er mikilvægasti réttur vinnandi fólks og oft og tíðum eini möguleikinn til að knýja fram betri kjör. Þetta verður ekki grundvöllur samtals um vinnulöggjöfina, það er á hreinu!“
Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09 Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. 27. nóvember 2020 19:09
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent