Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 07:40 Hér má sjá bílinn sem sprengdur var í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh. AP/Fars Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Hann var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Fjölmiðlar þar í landi segja að árásin hafi byrjað á því að gamall pallbíll hafi verið sprengdur í loft og ökumaður Fakhrizadeh þannig þvingaður til að stöðva bíl vísindamannsins. Þá hafi minnst fimm árásarmenn skotið á bílinn. Í yfirlýsingu frá Rouhani, sem vitnað var í í ríkissjónvarpi Írans, sakar Rouhani Ísrael um morðið og segir að dauði hans muni ekki hægja á ætlunum ríkisins. Aðrir ráðamenn, eins og utanríkisráðherra Írans, höfðu áður sakað Ísrael um árásina og hafa heitið hefndum. Mohsen Fakhrizadeh situr hér hægra megin á myndinni, sem gefin var út af skrifstofu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Írans. Ekki er vitað hverjir hinir tveir mennirnir eru.AP/Skrifstofa leiðtoga Írans New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að Ísrael hafi í raun staðið á bakvið árásina en að óvíst sé hvort Bandaríkjamenn hafi vitað af henni fyrirfram. Í kjölfar árásarinnar sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að flugmóðurskipið USS Nimitz hefði verið sent aftur til Persaflóa. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að skipið verði notað varðandi flutning hermanna frá Afganistan og Írak og það sé við hæfi að auka getu Bandaríkjanna á svæðinu samhliða heimflutningi hermanna. Nærri því ár er liðið frá því að herforinginn Qassem Soleimani, sem stýrði aðgerðum hers Írans utan landamæra ríkisins, var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íranir brugðust við þeirri árás með því að skjóta eldflaugum að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Ráðamenn í Íran heita því fram að kjarnorukáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi. Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Hann var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Fjölmiðlar þar í landi segja að árásin hafi byrjað á því að gamall pallbíll hafi verið sprengdur í loft og ökumaður Fakhrizadeh þannig þvingaður til að stöðva bíl vísindamannsins. Þá hafi minnst fimm árásarmenn skotið á bílinn. Í yfirlýsingu frá Rouhani, sem vitnað var í í ríkissjónvarpi Írans, sakar Rouhani Ísrael um morðið og segir að dauði hans muni ekki hægja á ætlunum ríkisins. Aðrir ráðamenn, eins og utanríkisráðherra Írans, höfðu áður sakað Ísrael um árásina og hafa heitið hefndum. Mohsen Fakhrizadeh situr hér hægra megin á myndinni, sem gefin var út af skrifstofu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Írans. Ekki er vitað hverjir hinir tveir mennirnir eru.AP/Skrifstofa leiðtoga Írans New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að Ísrael hafi í raun staðið á bakvið árásina en að óvíst sé hvort Bandaríkjamenn hafi vitað af henni fyrirfram. Í kjölfar árásarinnar sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að flugmóðurskipið USS Nimitz hefði verið sent aftur til Persaflóa. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að skipið verði notað varðandi flutning hermanna frá Afganistan og Írak og það sé við hæfi að auka getu Bandaríkjanna á svæðinu samhliða heimflutningi hermanna. Nærri því ár er liðið frá því að herforinginn Qassem Soleimani, sem stýrði aðgerðum hers Írans utan landamæra ríkisins, var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íranir brugðust við þeirri árás með því að skjóta eldflaugum að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Ráðamenn í Íran heita því fram að kjarnorukáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira