Eitt boð ber tölurnar uppi Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. nóvember 2020 11:45 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur að eitt boð beri tölurnar uppi að miklu leyti. Þar hafi fólk hist í fjölskylduhitting. Einnig komi aðrar hópamyndanir inn í og ekkert sé endilega um teiti eða slíkt að ræða. „Það þarf ekkert mikið meira til. Þess vegna erum við að biðla til fólks um að fara mjög varlega í hópamyndanir og láta þær helst vera, þannig að við getum náð þessu almennilega niður,“ segir Þórólfur. Sjá einnig: 21 greindist með Covid-19 innanlands í gær Hann segir ekki sé endanlega búið að ákveða næstu tillögur að sóttvarnaaðgerðum en núverandi aðgerðir gilda til 2. desember. Hann eigi í samvinnu við ráðherra og þær séu í skoðun. Hann hafi ekki gert upp hug sinn. „Ég held að það sé ljóst að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við getum fengið mjög mikinn vöxt í þetta aftur. Þannig að ég held að það þurfi að fara mjög varlega í allar tilslakanir og kannski enn varlegra en maður áætlaði á meðan þetta leit vel út.“ Ef Íslendingar vilji ekki fara út í jólin með mikinn faraldur í gangi þurfi að fara mjög varlega í tilslakanir. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af hópamyndun í verslun um helgina og biður fólk um að fara mjög varlega og forðast mannmergð. Þá biður hann fólk um að halda áfram að standa sig vel. „Það er búið að ganga mjög vel að ná þessari uppsveiflu sem við sáum fyrir mánuði síðan, niður og það er mjög mikilvægt að fólk haldi áfram. Það er fyrst og fremst hópamyndanirnar sem eru að valda þessu bakslagi núna,“ segir Þórólfur. „Fólk er ekki að passa sig. Fólk er að hittast, innan fjölskyldna, utan fjölskyldna, í litlum sakleysislegum hópum jafnvel. En afleiðingarnar geta orðið þessar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur að eitt boð beri tölurnar uppi að miklu leyti. Þar hafi fólk hist í fjölskylduhitting. Einnig komi aðrar hópamyndanir inn í og ekkert sé endilega um teiti eða slíkt að ræða. „Það þarf ekkert mikið meira til. Þess vegna erum við að biðla til fólks um að fara mjög varlega í hópamyndanir og láta þær helst vera, þannig að við getum náð þessu almennilega niður,“ segir Þórólfur. Sjá einnig: 21 greindist með Covid-19 innanlands í gær Hann segir ekki sé endanlega búið að ákveða næstu tillögur að sóttvarnaaðgerðum en núverandi aðgerðir gilda til 2. desember. Hann eigi í samvinnu við ráðherra og þær séu í skoðun. Hann hafi ekki gert upp hug sinn. „Ég held að það sé ljóst að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við getum fengið mjög mikinn vöxt í þetta aftur. Þannig að ég held að það þurfi að fara mjög varlega í allar tilslakanir og kannski enn varlegra en maður áætlaði á meðan þetta leit vel út.“ Ef Íslendingar vilji ekki fara út í jólin með mikinn faraldur í gangi þurfi að fara mjög varlega í tilslakanir. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af hópamyndun í verslun um helgina og biður fólk um að fara mjög varlega og forðast mannmergð. Þá biður hann fólk um að halda áfram að standa sig vel. „Það er búið að ganga mjög vel að ná þessari uppsveiflu sem við sáum fyrir mánuði síðan, niður og það er mjög mikilvægt að fólk haldi áfram. Það er fyrst og fremst hópamyndanirnar sem eru að valda þessu bakslagi núna,“ segir Þórólfur. „Fólk er ekki að passa sig. Fólk er að hittast, innan fjölskyldna, utan fjölskyldna, í litlum sakleysislegum hópum jafnvel. En afleiðingarnar geta orðið þessar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira