Lögreglan í París beitti táragasi gegn mótmælendum sem berjast fyrir fjölmiðlafrelsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 16:53 Þúsundir mótmælenda hafa komið saman í París og víðar um Frakkland í dag þar sem frumvarpinu er mótmælt. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Þónokkur mótmæli hafa brotist út í Frakklandi gegn frumvarpi sem kveður meðal annars á um að hvers kyns myndataka af lögreglu við skyldustörf verði gerð að saknæmu athæfi, sé myndatakan „í annarlegum tilgangi.“ Andstæðingar frumvarpsins segja það grafa undan frelsi fjölmiðla til að afla gagna og fjalla um lögregluofbeldi en stjórnvöld segja ætlunina með frumvarpinu vera að vernda starfsfólk lögreglunnar. Umrædd grein frumvarpsins sem varðar myndbirtingu af lögreglu við skyldustörf er liður í stærra og umfangsmeira frumvarpi nýrrar öryggislöggjafar. Lögreglan í París hefur beitt táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu flugeldum í lögreglu. Fyrr í þessari viku kom myndefni upp á yfirborðið þar sem sjá má þrjá hvíta lögreglumenn beita ofbeldi og hörku gegn svörtum tónlistarframleiðanda. Umræddar myndir hafa valdið miklum titringi meðal frönsku þjóðarinnar en þær sína hvernig lögreglumennirnir sparka og kýla í manninn, Michel Zecler. Emmanuel Macron hefur fordæmt uppákomuna og segir ofbeldi lögreglumannanna vera „óásættanlegt og til skammar.“ Lögreglumennirnir hafa verið sendir í leyfi og er málið til rannsóknar. Þá hafa stjórnvöld einnig fyrirskipað lögreglunni að gefa ýtarlega skýrslu vegna máls sem upp kom í París í vikunni þegar lögreglumenn rifu með ofbeldisfullum hætti niður bráðabirgða-flóttamannabúðir og áttu í átökum við flóttafólk og aðgerðasinna. Mótmæli hafa brotist út víða um landið en þúsundir komu saman á lýðveldistorginu í París í dag. Myndum og myndböndum frá mótmælunum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Stand with #France.The global security bill, which received a first-reading adoption by the National Assembly jeopardizes the freedom of the press & will introducte of a ubiquitous surveillance system. pic.twitter.com/Mvuuucx4Jt— Anna Paulina Luna (@realannapaulina) November 28, 2020 „Frumvarpið grefur undan fjölmiðlafrelsi, frelsinu til að upplýsa og að vera upplýstur og tjáningarfrelsinu,“ sagði skipuleggjandi mótmælanna í samtali við AFP fréttaveituna. Búist er við að fulltrúar verkalýðshreyfinga muni ganga til liðs við mótmælendur sem og fulltrúar úr hreyfingu gulu vestanna svokölluðu. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild franska þingsins í síðustu viku og bíður nú samþykkis efri deildarinnar. Samkvæmt 24. grein frumvarpsins verður það gert að saknæmu athæfi að birta myndir af lögreglumönnum við skyldustörf, sé markmiðið með myndbirtingunni að valda þeim „líkamlegum eða andlegum skaða. Hin ýmsu samtök blaðamanna og samtök um fjölmiðlafrelsi hafa jafnframt mótmælt frumvarpinu harðlega. #France tramples on press freedom. We denounce the articles in total contradiction with international legal standards on freedom of expression. No compromise! @IFJGlobal @MediaFreedomEU @globalfreemedia @BalkansCaucasus #StopLoiSecuriteGlobale https://t.co/6mPLk3wCDj #mfrr— EFJ (@EFJEUROPE) November 27, 2020 #France We invite journalists and democracy activists to participate en masse in the "Marches of Liberties" organised tomorrow throughout France. Defense of #PressFreedom is a priority.https://t.co/HqMZaIQiuw— IFJ (@IFJGlobal) November 27, 2020 Fjölmiðlar Frakkland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Andstæðingar frumvarpsins segja það grafa undan frelsi fjölmiðla til að afla gagna og fjalla um lögregluofbeldi en stjórnvöld segja ætlunina með frumvarpinu vera að vernda starfsfólk lögreglunnar. Umrædd grein frumvarpsins sem varðar myndbirtingu af lögreglu við skyldustörf er liður í stærra og umfangsmeira frumvarpi nýrrar öryggislöggjafar. Lögreglan í París hefur beitt táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu flugeldum í lögreglu. Fyrr í þessari viku kom myndefni upp á yfirborðið þar sem sjá má þrjá hvíta lögreglumenn beita ofbeldi og hörku gegn svörtum tónlistarframleiðanda. Umræddar myndir hafa valdið miklum titringi meðal frönsku þjóðarinnar en þær sína hvernig lögreglumennirnir sparka og kýla í manninn, Michel Zecler. Emmanuel Macron hefur fordæmt uppákomuna og segir ofbeldi lögreglumannanna vera „óásættanlegt og til skammar.“ Lögreglumennirnir hafa verið sendir í leyfi og er málið til rannsóknar. Þá hafa stjórnvöld einnig fyrirskipað lögreglunni að gefa ýtarlega skýrslu vegna máls sem upp kom í París í vikunni þegar lögreglumenn rifu með ofbeldisfullum hætti niður bráðabirgða-flóttamannabúðir og áttu í átökum við flóttafólk og aðgerðasinna. Mótmæli hafa brotist út víða um landið en þúsundir komu saman á lýðveldistorginu í París í dag. Myndum og myndböndum frá mótmælunum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Stand with #France.The global security bill, which received a first-reading adoption by the National Assembly jeopardizes the freedom of the press & will introducte of a ubiquitous surveillance system. pic.twitter.com/Mvuuucx4Jt— Anna Paulina Luna (@realannapaulina) November 28, 2020 „Frumvarpið grefur undan fjölmiðlafrelsi, frelsinu til að upplýsa og að vera upplýstur og tjáningarfrelsinu,“ sagði skipuleggjandi mótmælanna í samtali við AFP fréttaveituna. Búist er við að fulltrúar verkalýðshreyfinga muni ganga til liðs við mótmælendur sem og fulltrúar úr hreyfingu gulu vestanna svokölluðu. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild franska þingsins í síðustu viku og bíður nú samþykkis efri deildarinnar. Samkvæmt 24. grein frumvarpsins verður það gert að saknæmu athæfi að birta myndir af lögreglumönnum við skyldustörf, sé markmiðið með myndbirtingunni að valda þeim „líkamlegum eða andlegum skaða. Hin ýmsu samtök blaðamanna og samtök um fjölmiðlafrelsi hafa jafnframt mótmælt frumvarpinu harðlega. #France tramples on press freedom. We denounce the articles in total contradiction with international legal standards on freedom of expression. No compromise! @IFJGlobal @MediaFreedomEU @globalfreemedia @BalkansCaucasus #StopLoiSecuriteGlobale https://t.co/6mPLk3wCDj #mfrr— EFJ (@EFJEUROPE) November 27, 2020 #France We invite journalists and democracy activists to participate en masse in the "Marches of Liberties" organised tomorrow throughout France. Defense of #PressFreedom is a priority.https://t.co/HqMZaIQiuw— IFJ (@IFJGlobal) November 27, 2020
Fjölmiðlar Frakkland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira