Shearer æsti sig: Við erum að tala um líf eða dauða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2020 10:31 Það leit út fyrir að David Luiz væri í engu ástandi til að halda áfram en hann fékk samt að fara aftur inn á völlinn. EPA-EFE/Catherine Ivill Árið er 2020 en samt fékk Arsenal maðurinn David Luiz að fara aftur inn á völlinn í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa skömmu áður fengið slæmt höfuðhögg. Upptendraður Alan Shearer kallaði eftir breyttum vinnubrögðum. Margir hafa hneykslast á því af hverju Arsenal maðurinn David Luiz fékk að fara aftur inn á völlinn eftir höfuðhöggið sitt í gær. Höfuðhögg í kappleikjum eru lífsins alvara og rangar ákvarðanir geta haft langvarandi slæmar afleiðingar fyrir íþróttafólkið bæði innan sem utan vallar. Þetta vita allir í dag og því hefur atvikið í lokaleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni vakið upp hörð viðbrögð. Raul Jimenez og David Luiz skullu illa saman í leik Arsenal og Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með því að Raul Jimenez var fluttur burt í sjúkrabíl. David Luiz kom hins vegar aftur inn á völlinn með hausinn allan vafinn en var síðan skipt útaf í hálfleik. Það er í raun óskiljanlegt að Brasilíumaðurinn hafi fengið að spila áfram eftir þetta mikla höfuðhögg. Raul Jimenez had to be stretchered off against Arsenal after a clash of heads with David Luiz.Get well soon pic.twitter.com/Td0o0PK5LB— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020 Arsenal sagðist hafa fylgt öllum reglum en það blæddi í gegnum vafninginn sem var utan um allt höfuð David Luiz þegar hann kom aftur inn á völlinn. Alan Shearer ræddi þessi mál í þættinum „Match of the Day“ hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar var allt annað en sáttur með það sem hann varð vitni af í gær. Alan Shearer er ekki í vafa um það að það þurfi að passa betur upp á leikmenn þegar kemur að höfuðhöggum á fótboltavellinum. Shearer hefur einnig verið í fararbroddi í umræðunni um heilabilun sem er mun algengari meðal gamalla fótboltamanna en hjá öðrum. „Við erum að tala um líf eða dauða hérna. Við erum að tala um feril leikmanna og hvernig þeir geta orðið að engu. Þetta er ekki boðlegt og hefur verið í gangi alltof lengi,“ sagði Alan Shearer. „Það hefur verið umræða um að gera tilraunir með höfuðhöggsvaramenn en hvað þarf að prófa þar? Af hverju er slíkt ekki orðið að veruleika núna? Við höfum séð fund eftir fund eftir fund. Það þarft ekkert að prófa þetta. Við þurfum bara að taka þetta upp,“ sagði Shearer en það má sjá umræðuna um höfuðhöggin hér fyrir neðan. "It is not acceptable."@markchapman, @alanshearer and @jjenas8 discuss concussion protocol in football - and what needs to change.#MOTD2 pic.twitter.com/7y87l8Ok4u— Match of the Day (@BBCMOTD) November 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Margir hafa hneykslast á því af hverju Arsenal maðurinn David Luiz fékk að fara aftur inn á völlinn eftir höfuðhöggið sitt í gær. Höfuðhögg í kappleikjum eru lífsins alvara og rangar ákvarðanir geta haft langvarandi slæmar afleiðingar fyrir íþróttafólkið bæði innan sem utan vallar. Þetta vita allir í dag og því hefur atvikið í lokaleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni vakið upp hörð viðbrögð. Raul Jimenez og David Luiz skullu illa saman í leik Arsenal og Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með því að Raul Jimenez var fluttur burt í sjúkrabíl. David Luiz kom hins vegar aftur inn á völlinn með hausinn allan vafinn en var síðan skipt útaf í hálfleik. Það er í raun óskiljanlegt að Brasilíumaðurinn hafi fengið að spila áfram eftir þetta mikla höfuðhögg. Raul Jimenez had to be stretchered off against Arsenal after a clash of heads with David Luiz.Get well soon pic.twitter.com/Td0o0PK5LB— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020 Arsenal sagðist hafa fylgt öllum reglum en það blæddi í gegnum vafninginn sem var utan um allt höfuð David Luiz þegar hann kom aftur inn á völlinn. Alan Shearer ræddi þessi mál í þættinum „Match of the Day“ hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar var allt annað en sáttur með það sem hann varð vitni af í gær. Alan Shearer er ekki í vafa um það að það þurfi að passa betur upp á leikmenn þegar kemur að höfuðhöggum á fótboltavellinum. Shearer hefur einnig verið í fararbroddi í umræðunni um heilabilun sem er mun algengari meðal gamalla fótboltamanna en hjá öðrum. „Við erum að tala um líf eða dauða hérna. Við erum að tala um feril leikmanna og hvernig þeir geta orðið að engu. Þetta er ekki boðlegt og hefur verið í gangi alltof lengi,“ sagði Alan Shearer. „Það hefur verið umræða um að gera tilraunir með höfuðhöggsvaramenn en hvað þarf að prófa þar? Af hverju er slíkt ekki orðið að veruleika núna? Við höfum séð fund eftir fund eftir fund. Það þarft ekkert að prófa þetta. Við þurfum bara að taka þetta upp,“ sagði Shearer en það má sjá umræðuna um höfuðhöggin hér fyrir neðan. "It is not acceptable."@markchapman, @alanshearer and @jjenas8 discuss concussion protocol in football - and what needs to change.#MOTD2 pic.twitter.com/7y87l8Ok4u— Match of the Day (@BBCMOTD) November 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn