Sértrúarsöfnuður Arðræningja Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. nóvember 2020 11:31 Ég hlustaði á framkvæmdastjóra SA láta dæluna ganga gegn verkalýðshreyfingunni í Víglínunni á Stöð 2. Ég veit satt að segja ekki hvar ég á að byrja. En ætli það sé ekki best að byrja á því að spyrja hvernig talsmaður atvinnulífsins getur verið svo samviskulaus og ósanngjarn gagnvart vinnandi fólki, almenningi í landinu? Er þetta virkilega viðhorf atvinnulífsins? Nú þekki ég marga sem eiga eða stjórna fyrirtækjum og get sagt með vissu að þetta sjúklega viðhorf SA er ekki að finna í samtölum mínum þar. Þvert á móti finn ég fyrir mikilli samkennd og skilningi fyrir því hvað við í verkalýðshreyfingunni erum að gera og þeim markmiðum sem við viljum ná. Við erum ekki alltaf sammála um leiðir en markmiðin eru þau sömu. Að bæta lífskjör. Að skila betra samfélagi til afkomenda okkar. Ég þekki ekki þann stjórnanda eða eiganda fyrirtækis sem er á móti þessum markmiðum. Halldór Benjamín, ásamt nýrri kynslóð öfgafólks innan SA, hefur tönglast á mikilvægi þess að taka upp norræn vinnubrögð við gerð kjarasamninga og laun hafi hækkað alltof mikið samkvæmt mælingu á launavísitölu. SA hafa meðal annars farið í herferð gegn hækkun atvinnuleysisbóta og beinlínis hvetja fyrirtæki til að segja upp fólki vegna þess að verkalýðshreyfingin vildi frið á vinnumarkaði með því að verja gerða samninga. En ef við tökum norræna módelið og það íslenska. Á norðurlöndunum ríkir ákveðið traust á milli stjórnmála, fjármálakerfisins, atvinnulífs og verkalýðshreyfingarinnar. Traust sem byggir á virðingu, samkennd og ábyrgð. Traustið er tekið alvarlega, almenningsálitið skiptir öllu. Traust sem verður að vera milli almennings og þeirra sem fara með völdin. Þessu er ekki fyrir að fara á íslenskum vinnumarkaði. Traust til stjórnmálanna skrapar botninn í íslensku samfélagi og virðing fyrir vinnandi fólki er engin. Hvar á Noðurlöndunum væri gengið fellt í kjölfar kjarasamninga? Hvar væri gjalmiðlinum leyft að falla og éta upp umsaminn kaupmátt til þess eins að dekra við útflutningsgreinar, sem voru stöndug fyrir, og refsa vinnandi fólki fyrir að vilja betra líf? Hvar á Norðurlöndunum kæmust fjármálafyrirtækin upp með að auka vaxtaálag sitt um mörg hundruð prósent þegar vextir lækka? Eða kæmust upp með að skila ávinningi á lækkun skatta (bankaskatts) í eigin vasa? Hvar á Norðurlöndunum myndu fyrirtæki samþykkja það að talsmenn þeirra færu í herferð gegn samfélagslega mikilvægum velferðarmálum eins og hækkun bóta? Eða færu í herferð gegn eigin samningum? Hvar á Norðurlöndunum væri það samþykkt að stuðningsaðgerðum vegna Covid kreppunnar væri nær eingöngu beint til fyrirtækja? Halldór Benjamín kvartaði sáran yfir því hversu margir kjarasamningar væru á Íslandi og hversu erfiðlega gengi að semja. En hverjum er um að kenna? Ég sat marga tugi samningafunda í stóriðjusamningunum gegn SA, sem neituðu að semja á sama grunni (lífskjarasamningarnir) og þeir sjálfir predikuðu yfir allan vinnumarkaðinn. Í samningunum við Norðurál og ÍSAL var krafa okkar ekki hærri né lægri en það sem SA höfðu lagt línurnar með fyrir alla. Samt tók það okkur rúmlega 10 mánuði að ná samningum við Norðurál eftir endalausa útúrsnúninga SA og fundi hjá Ríkissáttasemjara. Og ekki batnar það hjá starfsfólki ÍSAL sem hefur enn ekki fengið sambærilegan samning og allir aðrir fengu. Og hvar liggur nú vandinn? Og ekki er farsinn á enda því Halldór Benjamnín og sértrúarsöfnuður hans halda nú launavísitölunni á lofti sem hið heilaga gagn sem staðfesti brjálsemi og sturlun verkalýðshreyfingarinnar og vegferð. Þetta eru sömu samtök og hafa staðfastlega haldið því fram að launavísitalan sé ómarktæk og ofmæli ekki bara launaskrið heldur beinlínis ýti undir það. Það var meira að segja fenginn erlendur sérfræðingur Dr.Kim nokkur, til að skrifa heilmikla skýrslu um málið, málflutningi SA til stuðnings. En nú skal launavísitölunni haldið á lofti í áróðri SA gegn vinnandi fólki. Launavísitala sem áður þótti ómarktæk er nú vopn í baráttunni fyrir lægri launum. Ekkert tilliti skal tekið til verðlagshækkana eða þróun gengis. Ekkert tillit skal tekið til samanburðar á kostnaði við að lifa, miðað við Norðurlöndin, eða mikilvægi þess að verja lífskjör þegar kreppir að. Ekkert tillit skal tekið til þess að í niðursveiflum og kreppum taka markaðslaun skell og því mikilvægast að verja grunninn. Ég hef reynt að temja mér hófsemi í orðalagi og einbeitt mér frekar að tölum og staðreyndum. En nú er mér svo misboðið að ég á orðið erfitt með að greina fyrir hvað eða hverja málflutningur SA stendur. Það eina sem mér dettur í hug er Sértrúarsöfnuður Arðræningja. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Vinnumarkaður Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég hlustaði á framkvæmdastjóra SA láta dæluna ganga gegn verkalýðshreyfingunni í Víglínunni á Stöð 2. Ég veit satt að segja ekki hvar ég á að byrja. En ætli það sé ekki best að byrja á því að spyrja hvernig talsmaður atvinnulífsins getur verið svo samviskulaus og ósanngjarn gagnvart vinnandi fólki, almenningi í landinu? Er þetta virkilega viðhorf atvinnulífsins? Nú þekki ég marga sem eiga eða stjórna fyrirtækjum og get sagt með vissu að þetta sjúklega viðhorf SA er ekki að finna í samtölum mínum þar. Þvert á móti finn ég fyrir mikilli samkennd og skilningi fyrir því hvað við í verkalýðshreyfingunni erum að gera og þeim markmiðum sem við viljum ná. Við erum ekki alltaf sammála um leiðir en markmiðin eru þau sömu. Að bæta lífskjör. Að skila betra samfélagi til afkomenda okkar. Ég þekki ekki þann stjórnanda eða eiganda fyrirtækis sem er á móti þessum markmiðum. Halldór Benjamín, ásamt nýrri kynslóð öfgafólks innan SA, hefur tönglast á mikilvægi þess að taka upp norræn vinnubrögð við gerð kjarasamninga og laun hafi hækkað alltof mikið samkvæmt mælingu á launavísitölu. SA hafa meðal annars farið í herferð gegn hækkun atvinnuleysisbóta og beinlínis hvetja fyrirtæki til að segja upp fólki vegna þess að verkalýðshreyfingin vildi frið á vinnumarkaði með því að verja gerða samninga. En ef við tökum norræna módelið og það íslenska. Á norðurlöndunum ríkir ákveðið traust á milli stjórnmála, fjármálakerfisins, atvinnulífs og verkalýðshreyfingarinnar. Traust sem byggir á virðingu, samkennd og ábyrgð. Traustið er tekið alvarlega, almenningsálitið skiptir öllu. Traust sem verður að vera milli almennings og þeirra sem fara með völdin. Þessu er ekki fyrir að fara á íslenskum vinnumarkaði. Traust til stjórnmálanna skrapar botninn í íslensku samfélagi og virðing fyrir vinnandi fólki er engin. Hvar á Noðurlöndunum væri gengið fellt í kjölfar kjarasamninga? Hvar væri gjalmiðlinum leyft að falla og éta upp umsaminn kaupmátt til þess eins að dekra við útflutningsgreinar, sem voru stöndug fyrir, og refsa vinnandi fólki fyrir að vilja betra líf? Hvar á Norðurlöndunum kæmust fjármálafyrirtækin upp með að auka vaxtaálag sitt um mörg hundruð prósent þegar vextir lækka? Eða kæmust upp með að skila ávinningi á lækkun skatta (bankaskatts) í eigin vasa? Hvar á Norðurlöndunum myndu fyrirtæki samþykkja það að talsmenn þeirra færu í herferð gegn samfélagslega mikilvægum velferðarmálum eins og hækkun bóta? Eða færu í herferð gegn eigin samningum? Hvar á Norðurlöndunum væri það samþykkt að stuðningsaðgerðum vegna Covid kreppunnar væri nær eingöngu beint til fyrirtækja? Halldór Benjamín kvartaði sáran yfir því hversu margir kjarasamningar væru á Íslandi og hversu erfiðlega gengi að semja. En hverjum er um að kenna? Ég sat marga tugi samningafunda í stóriðjusamningunum gegn SA, sem neituðu að semja á sama grunni (lífskjarasamningarnir) og þeir sjálfir predikuðu yfir allan vinnumarkaðinn. Í samningunum við Norðurál og ÍSAL var krafa okkar ekki hærri né lægri en það sem SA höfðu lagt línurnar með fyrir alla. Samt tók það okkur rúmlega 10 mánuði að ná samningum við Norðurál eftir endalausa útúrsnúninga SA og fundi hjá Ríkissáttasemjara. Og ekki batnar það hjá starfsfólki ÍSAL sem hefur enn ekki fengið sambærilegan samning og allir aðrir fengu. Og hvar liggur nú vandinn? Og ekki er farsinn á enda því Halldór Benjamnín og sértrúarsöfnuður hans halda nú launavísitölunni á lofti sem hið heilaga gagn sem staðfesti brjálsemi og sturlun verkalýðshreyfingarinnar og vegferð. Þetta eru sömu samtök og hafa staðfastlega haldið því fram að launavísitalan sé ómarktæk og ofmæli ekki bara launaskrið heldur beinlínis ýti undir það. Það var meira að segja fenginn erlendur sérfræðingur Dr.Kim nokkur, til að skrifa heilmikla skýrslu um málið, málflutningi SA til stuðnings. En nú skal launavísitölunni haldið á lofti í áróðri SA gegn vinnandi fólki. Launavísitala sem áður þótti ómarktæk er nú vopn í baráttunni fyrir lægri launum. Ekkert tilliti skal tekið til verðlagshækkana eða þróun gengis. Ekkert tillit skal tekið til samanburðar á kostnaði við að lifa, miðað við Norðurlöndin, eða mikilvægi þess að verja lífskjör þegar kreppir að. Ekkert tillit skal tekið til þess að í niðursveiflum og kreppum taka markaðslaun skell og því mikilvægast að verja grunninn. Ég hef reynt að temja mér hófsemi í orðalagi og einbeitt mér frekar að tölum og staðreyndum. En nú er mér svo misboðið að ég á orðið erfitt með að greina fyrir hvað eða hverja málflutningur SA stendur. Það eina sem mér dettur í hug er Sértrúarsöfnuður Arðræningja. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar