Sækja um neyðarheimild fyrir bóluefni Moderna Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2020 12:40 Fjöldi lyfjafyrirtækja keppist nú um að vera fyrst með bóluefni gegn Covid-19 á markað. Líftæknifyrirtækið Moderna bættist í hópinn í dag. AP/Hans Pennink Lyfjafyrirtækið Moderna sótti um neyðarheimild fyrir notkun nýs bóluefnis gegn Covid-19 í Evrópu og Bandaríkjunum í dag. Niðurstöður úr tilraunum með bóluefnið benda til þess að það veiti um 94% vernd fyrir smiti. Um 30.000 manns taka þátt í tilraunum Moderna með bóluefnið. Þrjátíu manns veiktust alvarlega af Covid-19 en þeir voru allir í hópnum sem fengu lyfleysu í stað raunverulega bóluefnisins. Washington Post segir að niðurstöðurnar hafi enn hvorki verið birtar opinberlegar né ritrýndar. Eftirlitsstofnanir muni nú leggjast yfir þær til að meta hvort bóluefnið sé öruggt og virkt. Áður hafði lyfjarisinn Pfizer og líftæknifyrirtækið BioNtech sóst eftir leyfi fyrir sitt bóluefni í Evrópu og Bandaríkjunum. Í Evrópu fara lyfjayfirvöld einnig yfir sambærilega umsókn AstraZeneca um leyfi fyrir bóluefni. Misvísandi upplýsingar hafa þó komið fram um bóluefni AstraZeneca en áframhaldandi rannsóknir standa yfir á virkni þess. Bóluefni Moderna var þróað í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Í tilraunahópnum fengu 196 manns Covid-19. Af þeim fengu 185 manns lyfleysu en ellefu bóluefnið. Einn þeirra þrjátíu sem sýktust alvarlega lét lífið, að sögn AP-fréttastofunnar. Einu aukaverkanir bóluefnisins sem hafa komið fram til þessa eru tímabundin flensueinkenni, að sögn Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Um 30.000 manns taka þátt í tilraunum Moderna með bóluefnið. Þrjátíu manns veiktust alvarlega af Covid-19 en þeir voru allir í hópnum sem fengu lyfleysu í stað raunverulega bóluefnisins. Washington Post segir að niðurstöðurnar hafi enn hvorki verið birtar opinberlegar né ritrýndar. Eftirlitsstofnanir muni nú leggjast yfir þær til að meta hvort bóluefnið sé öruggt og virkt. Áður hafði lyfjarisinn Pfizer og líftæknifyrirtækið BioNtech sóst eftir leyfi fyrir sitt bóluefni í Evrópu og Bandaríkjunum. Í Evrópu fara lyfjayfirvöld einnig yfir sambærilega umsókn AstraZeneca um leyfi fyrir bóluefni. Misvísandi upplýsingar hafa þó komið fram um bóluefni AstraZeneca en áframhaldandi rannsóknir standa yfir á virkni þess. Bóluefni Moderna var þróað í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Í tilraunahópnum fengu 196 manns Covid-19. Af þeim fengu 185 manns lyfleysu en ellefu bóluefnið. Einn þeirra þrjátíu sem sýktust alvarlega lét lífið, að sögn AP-fréttastofunnar. Einu aukaverkanir bóluefnisins sem hafa komið fram til þessa eru tímabundin flensueinkenni, að sögn Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32
Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15