Kennir faraldrinum um frekar en UEFA Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 15:31 Ef allt gengur að óskum gætu Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í landsliðinu fagnað EM-sæti einhvern tímann á morgun. vísir/vilhelm „Það yrði algjör draumastaða ef við gætum beðið hérna saman og fengið góðar fréttir. Við myndum fagna því almennilega,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir daginn fyrir leikinn sem gæti ráðið því hvort Ísland fer á EM í Englandi. Eftir 3-1 sigurinn gegn Slóvakíu síðasta fimmtudag á Ísland góða möguleika á að komast beint á EM með því að vinna Ungverjaland í Búdapest á morgun. Ísland er öruggt um sæti í umspili en þrjár þjóðir með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast beint á EM og þar stendur Ísland vel að vígi. Staðan mun skýrast eftir því sem líður á morgundaginn en Ungverjaland og Ísland mætast snemma, eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Vinni Ísland á morgun munu Glódís og vinkonur hennar í landsliðinu því sjálfsagt bíða spenntar saman eftir úrslitum í öðrum riðlum, en þær halda svo heimleiðis á miðvikudag. „Þetta er svolítið flókin staða upp á það að gera að þótt við vinnum leikinn þá vitum við ekki hvort við erum komnar á EM eða ekki. Við þurfum kannski svolítið að treysta á aðra. En við förum bara í þennan leik með klárt markmið um að klára okkar og svo kemur bara í ljós hvað aðrir gera, og hvort við förum beint á EM eða ekki,“ segir Glódís við Vísi. Reynum að skora eins mörg og við getum en aðalmarkmiðið að vinna Ísland er til að mynda í baráttu við Austurríki sem er í 2. sæti G-riðils, með jafnmörg stig og Ísland og aðeins einu marki færra. Því gæti hvert mark gegn Ungverjalandi skipt sköpum: „Við þurfum bara að fara í leikinn til að vinna hann, fyrst og fremst, en við erum samt meðvitaðar um að markatala getur skipt máli. Ef við erum komnar í þannig stöðu þá reynum við náttúrulega að skora eins mikið og við getum og koma okkur í sem besta stöðu, en fyrst og fremst eru þrjú stig markmiðið.“ Staðan í tveimur riðlum sem skipta Ísland miklu máli verður ekki endanlega ljós fyrr en í febrúar. Lið þar gætu því farið í sína lokaleiki meðvituð um hvaða úrslit duga þeim til að komast á EM. Aðspurð hvort slík staða sé ekki óréttlát, og hvort hún telji að UEFA myndi leyfa þessu að gerast í undankeppni karla, svarar Glódís: Klippa: Glódís um leikjaniðurröðun UEFA „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið erfitt út af Covid og frestuðum leikjum. Og það getur verið að við vitum ekki einu sinni í lok dags hvort við komumst á EM því það eru leikir eftir í öðrum riðlum sem klárast ekki fyrr en í febrúar. Hvort að þetta myndi gerast hjá karlalandsliðinu veit ég ekki en ég ætla að kenna Covid um frekar.“ Ungverjar án Þýskalandsmeistara Svo virðist sem að Ungverjar verði án margra af sínum bestu leikmönnum, meðal annars vegna faraldursins. Sjö leikmenn sem byrjuðu í 4-1 tapinu gegn Íslandi fyrir rúmu ári síðan eru ekki í leikmannahópnum. Þar á meðal er Zsanett Jakabfi, markaskorari úr þýska meistaraliðinu Wolfsburg og fyrrverandi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, en hún gaf ekki kost á sér. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Þær verða alltaf með fínt lið, burtséð frá því hvort það eru komnar einhverjar nýjar inn. Þær voru líka svolítið laskaðar þegar þær spiluðu við Svíþjóð en ég held að það séu fínustu leikmenn sem koma inn,“ segir Glódís, og bætir við: „Eins og við sáum í leiknum á móti Slóvakíu þá er það þannig að ef að við erum ekki með kveikt á okkur þá getum við lent í brasi á móti öllum. Það þýðir ekkert að fara í þennan leik með lélegt hugarfar. Við þurfum að fara í þennan leik með það í huga að þetta sé hörkuleikur, og þær munu gera allt til að koma í veg fyrir að við vinnum.“ Klippa: Glódís Perla um leikinn við Ungverja EM 2021 í Englandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Eftir 3-1 sigurinn gegn Slóvakíu síðasta fimmtudag á Ísland góða möguleika á að komast beint á EM með því að vinna Ungverjaland í Búdapest á morgun. Ísland er öruggt um sæti í umspili en þrjár þjóðir með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast beint á EM og þar stendur Ísland vel að vígi. Staðan mun skýrast eftir því sem líður á morgundaginn en Ungverjaland og Ísland mætast snemma, eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Vinni Ísland á morgun munu Glódís og vinkonur hennar í landsliðinu því sjálfsagt bíða spenntar saman eftir úrslitum í öðrum riðlum, en þær halda svo heimleiðis á miðvikudag. „Þetta er svolítið flókin staða upp á það að gera að þótt við vinnum leikinn þá vitum við ekki hvort við erum komnar á EM eða ekki. Við þurfum kannski svolítið að treysta á aðra. En við förum bara í þennan leik með klárt markmið um að klára okkar og svo kemur bara í ljós hvað aðrir gera, og hvort við förum beint á EM eða ekki,“ segir Glódís við Vísi. Reynum að skora eins mörg og við getum en aðalmarkmiðið að vinna Ísland er til að mynda í baráttu við Austurríki sem er í 2. sæti G-riðils, með jafnmörg stig og Ísland og aðeins einu marki færra. Því gæti hvert mark gegn Ungverjalandi skipt sköpum: „Við þurfum bara að fara í leikinn til að vinna hann, fyrst og fremst, en við erum samt meðvitaðar um að markatala getur skipt máli. Ef við erum komnar í þannig stöðu þá reynum við náttúrulega að skora eins mikið og við getum og koma okkur í sem besta stöðu, en fyrst og fremst eru þrjú stig markmiðið.“ Staðan í tveimur riðlum sem skipta Ísland miklu máli verður ekki endanlega ljós fyrr en í febrúar. Lið þar gætu því farið í sína lokaleiki meðvituð um hvaða úrslit duga þeim til að komast á EM. Aðspurð hvort slík staða sé ekki óréttlát, og hvort hún telji að UEFA myndi leyfa þessu að gerast í undankeppni karla, svarar Glódís: Klippa: Glódís um leikjaniðurröðun UEFA „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið erfitt út af Covid og frestuðum leikjum. Og það getur verið að við vitum ekki einu sinni í lok dags hvort við komumst á EM því það eru leikir eftir í öðrum riðlum sem klárast ekki fyrr en í febrúar. Hvort að þetta myndi gerast hjá karlalandsliðinu veit ég ekki en ég ætla að kenna Covid um frekar.“ Ungverjar án Þýskalandsmeistara Svo virðist sem að Ungverjar verði án margra af sínum bestu leikmönnum, meðal annars vegna faraldursins. Sjö leikmenn sem byrjuðu í 4-1 tapinu gegn Íslandi fyrir rúmu ári síðan eru ekki í leikmannahópnum. Þar á meðal er Zsanett Jakabfi, markaskorari úr þýska meistaraliðinu Wolfsburg og fyrrverandi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, en hún gaf ekki kost á sér. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Þær verða alltaf með fínt lið, burtséð frá því hvort það eru komnar einhverjar nýjar inn. Þær voru líka svolítið laskaðar þegar þær spiluðu við Svíþjóð en ég held að það séu fínustu leikmenn sem koma inn,“ segir Glódís, og bætir við: „Eins og við sáum í leiknum á móti Slóvakíu þá er það þannig að ef að við erum ekki með kveikt á okkur þá getum við lent í brasi á móti öllum. Það þýðir ekkert að fara í þennan leik með lélegt hugarfar. Við þurfum að fara í þennan leik með það í huga að þetta sé hörkuleikur, og þær munu gera allt til að koma í veg fyrir að við vinnum.“ Klippa: Glódís Perla um leikinn við Ungverja
EM 2021 í Englandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira