Klukkan hvað gætu Íslendingar fagnað EM-sæti? Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2020 08:31 Ísland stendur vel að vígi í baráttunni um sæti á EM og er öruggt um sæti í umspili, komist liðið ekki beint á EM. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gæti mögulega fagnað sæti í lokakeppni EM í kvöld, í fjórða sinn í sögunni. Íslendingar ættu í dag ekki aðeins að halda með okkar konum gegn Ungverjalandi heldur einnig með Danmörku og Serbíu, og vona að Belgía og Sviss geri ekki jafntefli. Með sigri á Ungverjum eru góðar líkur á að Íslendingar geti fagnað EM-sæti, þó ekki í leikslok og hugsanlega ekki fyrr en í febrúar. Jafntefli eða tap í dag þýðir nær örugglega að Ísland fer í umspil. Ísland hefur tryggt sér 2. sæti í sínum undanriðli og nú er bara spurningin hvort að liðið fari í umspil eða beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Þurfa að treysta á úrslit úr tveimur riðlum af fjórum Leikið er í níu undanriðlum og þrjú lið, með bestan árangur í 2. sæti (í sex liða riðlum telja úrslit gegn neðsta liði ekki með), fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í apríl. Með sigri í dag er öruggt að Ísland endar með betri stöðu en liðin í 2. sæti í riðlum A, C, D og I. Úrslit í tveimur af þeim fjórum riðlum sem eftir standa þurfa hins vegar að falla með Íslandi. Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar. Svona er staðan í riðlunum sem að skipta Ísland mestu máli, og eins og fyrr segir þurfa úrslitin að falla með Íslandi í tveimur þeirra auk þess að Ísland vinni Ungverjaland, svo að Ísland komist beint á EM: Svíþjóð vann riðil Íslands en íslenska liðið náði í stig gegn Svíum á heimavelli sem gæti reynst afar dýrmætt.vísir/vilhelm H-riðill: Belgía og Sviss mætast í Belgíu. Ef annað liðanna vinnur þá dugar það Íslandi. Ef liðin gera jafntefli endar Belgía í 2. sæti með 19 stig og +28 í markatölu, og þar með fyrir ofan Ísland nema að Ísland vinni tíu marka sigur í dag. G-riðill: Austurríki endar í 2. sæti. Liðið er með einu marki lakari markatölu en Ísland og hefur skorað þremur mörkum færri mörk. Ef Ísland vinnur Ungverjaland þarf Austurríki því að vinna lokaleik sinn gegn Serbíu með að minnsta kosti tveimur mörkum meiri mun, til að enda ofar en Ísland. B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti. Ef að Ítalía tapar í Danmörku í dag endar Ísland ofar með sigri á Ungverjalandi. Ef Ítalía vinnur Danmörku og svo heimaleik við Ísrael í febrúar endar Ítalía fyrir ofan Ísland. Ef Ítalía og Danmörk gera jafntefli í dag, og Ísland vinnur Ungverjaland, þarf Ítalía að vinna að lágmarki sjö marka sigur gegn Ísrael í febrúar. E-riðill: Enn of margir leikir eftir til að úrslitin verði ljós í dag, nema að bæði Portúgal mistakist að vinna Albaníu og Finnlandi mistakist að vinna Skotland í dag. Finnland og Portúgal geta bæði enn endað með betri árangur í 2. sæti en Ísland, þó að Ísland vinni Ungverjaland. EM 2021 í Englandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Íslendingar ættu í dag ekki aðeins að halda með okkar konum gegn Ungverjalandi heldur einnig með Danmörku og Serbíu, og vona að Belgía og Sviss geri ekki jafntefli. Með sigri á Ungverjum eru góðar líkur á að Íslendingar geti fagnað EM-sæti, þó ekki í leikslok og hugsanlega ekki fyrr en í febrúar. Jafntefli eða tap í dag þýðir nær örugglega að Ísland fer í umspil. Ísland hefur tryggt sér 2. sæti í sínum undanriðli og nú er bara spurningin hvort að liðið fari í umspil eða beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Þurfa að treysta á úrslit úr tveimur riðlum af fjórum Leikið er í níu undanriðlum og þrjú lið, með bestan árangur í 2. sæti (í sex liða riðlum telja úrslit gegn neðsta liði ekki með), fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í apríl. Með sigri í dag er öruggt að Ísland endar með betri stöðu en liðin í 2. sæti í riðlum A, C, D og I. Úrslit í tveimur af þeim fjórum riðlum sem eftir standa þurfa hins vegar að falla með Íslandi. Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar. Svona er staðan í riðlunum sem að skipta Ísland mestu máli, og eins og fyrr segir þurfa úrslitin að falla með Íslandi í tveimur þeirra auk þess að Ísland vinni Ungverjaland, svo að Ísland komist beint á EM: Svíþjóð vann riðil Íslands en íslenska liðið náði í stig gegn Svíum á heimavelli sem gæti reynst afar dýrmætt.vísir/vilhelm H-riðill: Belgía og Sviss mætast í Belgíu. Ef annað liðanna vinnur þá dugar það Íslandi. Ef liðin gera jafntefli endar Belgía í 2. sæti með 19 stig og +28 í markatölu, og þar með fyrir ofan Ísland nema að Ísland vinni tíu marka sigur í dag. G-riðill: Austurríki endar í 2. sæti. Liðið er með einu marki lakari markatölu en Ísland og hefur skorað þremur mörkum færri mörk. Ef Ísland vinnur Ungverjaland þarf Austurríki því að vinna lokaleik sinn gegn Serbíu með að minnsta kosti tveimur mörkum meiri mun, til að enda ofar en Ísland. B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti. Ef að Ítalía tapar í Danmörku í dag endar Ísland ofar með sigri á Ungverjalandi. Ef Ítalía vinnur Danmörku og svo heimaleik við Ísrael í febrúar endar Ítalía fyrir ofan Ísland. Ef Ítalía og Danmörk gera jafntefli í dag, og Ísland vinnur Ungverjaland, þarf Ítalía að vinna að lágmarki sjö marka sigur gegn Ísrael í febrúar. E-riðill: Enn of margir leikir eftir til að úrslitin verði ljós í dag, nema að bæði Portúgal mistakist að vinna Albaníu og Finnlandi mistakist að vinna Skotland í dag. Finnland og Portúgal geta bæði enn endað með betri árangur í 2. sæti en Ísland, þó að Ísland vinni Ungverjaland.
Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira