Kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu vísað frá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 17:50 Merkin sem lögreglukonan sást bera á umræddri mynd vöktu töluverða umræðu en Þórhildur Sunna fór í framhaldinu fram á að meintir kynþáttafordómar innan lögreglunnar yrðu ræddir í þingnefnd. Eggert Jóhannesson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem varðar ummæli sem hún lét falla á þinginu þann 21. október. Ummæli Þórhildar Sunnu vörðuðu viðbrögð hennar við umfjöllun um þýðingu merkja sem lögreglukona hafði borið við skyldustörf á sáust á ljósmynd sem birtist af henni við frétt mbl.is. Þórhildur Sunna óskaði jafnframt eftir fundi í allsherjar og menntamálanefnd vegna málsins til að ræða meintan rasisma innan lögreglunnar. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna í umræddri ræðu sinni á þinginu þann 21. október. Fundur um málið fór svo fram í nefndinni þann 11. nóvember. Nafn þess er erindið sendi hefur verið afmáð í afriti af svarbréfi forsætisnefndar við erindinu sem birt er á vef Alþingis og er undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ummæli Þórhildar Sunnu sættu töluverðri gagnrýni, einkum af hálfu talsmanna lögreglustéttarinnar. Meðal þeirra sem fordæmdu ummælin var Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is 22. október sagði Arinbjörn til að mynda að honum þætti tilefni til að forsætisnefnd tæki málið upp við siðanefnd Alþingis en heimildir fréttastofu herma að sá sem kvartaði hafi verið lögreglukonan sem bar umrædd merki á þeirri mynd sem birst hafði af henni í fjölmiðlum. Erindið var afgreitt á fundi forsætisnefndar á þriðjudaginn í síðustu viku en niðurstaða nefndarinnar var sú að erindið uppfyllti ekki skilyrði fyrir því að vera tekin til athugunar á grundvelli siðareglna alþingismanna. Í svarbréfinu sem birt er á vef Alþingis í dag eru færð rök fyrir því hvers vegna erindi lögreglukonunnar er vísað frá, þar sem meðal annars er vísað til þess að þingmenn „njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi,“ líkt og það er orðað í bréfinu. „Telji almennur borgari að forseti hafi ekki gætt þess að þingmenn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verður að hafa í huga að athafnir eða athafnaleysi forseta við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun,“ segir í bréfinu. „Ágreiningur um slíkt verður því ekki borinn undir forsætisnefnd eða eftir atvikum leitað álits siðanefndar á honum. Í ljósi þess er það niðurstaða forsætisnefndar að skilyrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tjáningarfrelsi þingmanna nýtur samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Þórhildur Sunna óskaði jafnframt eftir fundi í allsherjar og menntamálanefnd vegna málsins til að ræða meintan rasisma innan lögreglunnar. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna í umræddri ræðu sinni á þinginu þann 21. október. Fundur um málið fór svo fram í nefndinni þann 11. nóvember. Nafn þess er erindið sendi hefur verið afmáð í afriti af svarbréfi forsætisnefndar við erindinu sem birt er á vef Alþingis og er undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ummæli Þórhildar Sunnu sættu töluverðri gagnrýni, einkum af hálfu talsmanna lögreglustéttarinnar. Meðal þeirra sem fordæmdu ummælin var Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is 22. október sagði Arinbjörn til að mynda að honum þætti tilefni til að forsætisnefnd tæki málið upp við siðanefnd Alþingis en heimildir fréttastofu herma að sá sem kvartaði hafi verið lögreglukonan sem bar umrædd merki á þeirri mynd sem birst hafði af henni í fjölmiðlum. Erindið var afgreitt á fundi forsætisnefndar á þriðjudaginn í síðustu viku en niðurstaða nefndarinnar var sú að erindið uppfyllti ekki skilyrði fyrir því að vera tekin til athugunar á grundvelli siðareglna alþingismanna. Í svarbréfinu sem birt er á vef Alþingis í dag eru færð rök fyrir því hvers vegna erindi lögreglukonunnar er vísað frá, þar sem meðal annars er vísað til þess að þingmenn „njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi,“ líkt og það er orðað í bréfinu. „Telji almennur borgari að forseti hafi ekki gætt þess að þingmenn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verður að hafa í huga að athafnir eða athafnaleysi forseta við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun,“ segir í bréfinu. „Ágreiningur um slíkt verður því ekki borinn undir forsætisnefnd eða eftir atvikum leitað álits siðanefndar á honum. Í ljósi þess er það niðurstaða forsætisnefndar að skilyrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tjáningarfrelsi þingmanna nýtur samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira