„Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. desember 2020 18:34 Gunnhildur Yrsa í leik fyrr í undankeppninni. vísir/vilhelm Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. „Við tókum þrjú stig og héldum hreinu. Við hefðum viljað setja fleiri en svona er fótboltinn. Þetta var ekki okkar besti leikur en við fórum í þetta verkefni og náðum í sex stig,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í samtali við Vísi. Hún var sátt með sex stig í pokanum eftir ferðina. „Þetta voru erfið lið og eiga hrós skilið. Bæði lið eru komin langt. Þær eru góðar og var erfitt að brjóta þær niður. Ég er ánægð með sex stigin en við hefðum viljað skora fleiri mörk.“ Íslenska liðið fær þó væntanlega ekki að vita hvort að þær séu komnar beint á EM eða þurfi í umspil fyrr en í febrúar. „Það er erfitt að bíða svona en vonandi verða úrslitin okkar í hag. Við þurfum að bíða. Þurftum að einbeita okkur að okkar. Það er erfitt að bíða frá öðrum úrslitum en við höfum gert okkar. Þetta er bara auka spenna.“ Æfinga- og keppnisbann hefur verið við lýði á Íslandi og margir í hópnum hafi hvorki getað æft fótbolta né spilað. „Það er erfitt að margar í liðinu hafa ekki spilað síðan ég man ekki hvenær. Fókusinn og einbeitingin var í lagi hjá öllum leikmönnum. Það vissu allar hvað væri undir og héldu sér í formi. Leikmennirnir sem voru í Evrópu komu í frábæru formi og drógu liðið áfram.“ Gunnhildur er ánægð með undankeppnina og árangurinn. „Mér fannst liðið í heild sinni spila frábæra undankeppni. Það er erfitt að byrja riðilinn svona snemma og að halda einbeitingunni í hálft ár er frábært. Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu,“ sagði Gunnhildur. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
„Við tókum þrjú stig og héldum hreinu. Við hefðum viljað setja fleiri en svona er fótboltinn. Þetta var ekki okkar besti leikur en við fórum í þetta verkefni og náðum í sex stig,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í samtali við Vísi. Hún var sátt með sex stig í pokanum eftir ferðina. „Þetta voru erfið lið og eiga hrós skilið. Bæði lið eru komin langt. Þær eru góðar og var erfitt að brjóta þær niður. Ég er ánægð með sex stigin en við hefðum viljað skora fleiri mörk.“ Íslenska liðið fær þó væntanlega ekki að vita hvort að þær séu komnar beint á EM eða þurfi í umspil fyrr en í febrúar. „Það er erfitt að bíða svona en vonandi verða úrslitin okkar í hag. Við þurfum að bíða. Þurftum að einbeita okkur að okkar. Það er erfitt að bíða frá öðrum úrslitum en við höfum gert okkar. Þetta er bara auka spenna.“ Æfinga- og keppnisbann hefur verið við lýði á Íslandi og margir í hópnum hafi hvorki getað æft fótbolta né spilað. „Það er erfitt að margar í liðinu hafa ekki spilað síðan ég man ekki hvenær. Fókusinn og einbeitingin var í lagi hjá öllum leikmönnum. Það vissu allar hvað væri undir og héldu sér í formi. Leikmennirnir sem voru í Evrópu komu í frábæru formi og drógu liðið áfram.“ Gunnhildur er ánægð með undankeppnina og árangurinn. „Mér fannst liðið í heild sinni spila frábæra undankeppni. Það er erfitt að byrja riðilinn svona snemma og að halda einbeitingunni í hálft ár er frábært. Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu,“ sagði Gunnhildur.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40
Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01