(fag)Mennskan Einar Hermannsson skrifar 1. desember 2020 18:40 Allt frá því að hópur frumkvöðla stofnaði SÁÁ hefur verið haft að leiðarljósi að veita þeim stuðnig sem orðið hafa fíkn að bráð. Segja má að stofnun SÁÁ hafi verið kraftaverk enda ekki nokkur maður sem í upphafi leiddi hugann að rekstrahagnaði eða eygðu von um að selja sinn hlut í samtökunum. Mennskan réð för og frumkvöðlarnir geta í dag litið aftur og verið með réttu mjög stoltir yfir sínum verkum. Í dag er SÁÁ mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu. Árlega hafa innlagnir á Vog verið um 2.200, heimsóknir á göngudeild okkar í Efstaleiti og á Akureyri 25.000 og 600 innlagnir á Vík eftirmeðferðarstöð okkar á Kjalarnesi. Síðast en ekki síst er í boði búsetuúræðið Vin sem rúmar 20 karlmenn og vantar sárlega samskonar úrræði fyrir konur. Afar mikilvægt er að geta boðið langtíma búsetuúrræði með slíku sniði þar sem menntaður heilbrigðisstarfsmaður og starfsmenn göngudeildar koma sameiginlega að bataferlinu og virkja einstaklinginn á ný. Með tímanum hafa kröfur samfélagsins til heilbrigðiskerfsins breyst og gerðar eru auknar kröfur til þeirra sem vinna með sjúklingum. Við hjá SÁÁ höfum svo sannarlega staðið undir þeim kröfum en tæplega 90% starfsfólksins er með heilbrigðismenntun. Í okkar röðum er að finna lækna, hjúkrunarfræðinga, áfengis og vímuefnaráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraliða og lýðheilsufræðinga. Fagmennskan er ávallt í fyrirrúmi og stöðugt unnið að því að þróa og starfa samkvæmt nýjustu kröfum í fræðunum með mennskuna að leiðarljósi líkt og frumkvöðlarnir lögðu hornstein að. Ríkið greiðir um 90 % af rekstri SÁÁ og það sem uppá vantar kemur af sjálfsaflafé sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi rakna svo starfsemi SÁÁ geti keyrt á fullu afli og þróað ný úrræði. Fyrir það erum við mjög þakklát. Þar sem við glímum við illvígan sjukdóm er félagslegi þátturinn mikilvægur, sumir þurfa meiri og lengri þjónustu til að ná bata og virkni, það þarf að hlúa betur að þeim hópi. Þvi miður var álfasala ekki möguleg í ár í ljósi aðstæðna en þess í stað verðum við með söfnunarþátt á RÚV þann 4. desember. Við biðlum til þjóðarinnar að styðja við bakið á okkar sjúklingum og aðstendum þeirra á þessum skrýtnu og erfiðum tímum. Það er hægt að taka margt frá okkur, en mennskan er alltaf til staðar og það að rétta öðrum hjálparhönd. Með fyrirfram þökkum og ósk um gleðileg jól Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að hópur frumkvöðla stofnaði SÁÁ hefur verið haft að leiðarljósi að veita þeim stuðnig sem orðið hafa fíkn að bráð. Segja má að stofnun SÁÁ hafi verið kraftaverk enda ekki nokkur maður sem í upphafi leiddi hugann að rekstrahagnaði eða eygðu von um að selja sinn hlut í samtökunum. Mennskan réð för og frumkvöðlarnir geta í dag litið aftur og verið með réttu mjög stoltir yfir sínum verkum. Í dag er SÁÁ mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu. Árlega hafa innlagnir á Vog verið um 2.200, heimsóknir á göngudeild okkar í Efstaleiti og á Akureyri 25.000 og 600 innlagnir á Vík eftirmeðferðarstöð okkar á Kjalarnesi. Síðast en ekki síst er í boði búsetuúræðið Vin sem rúmar 20 karlmenn og vantar sárlega samskonar úrræði fyrir konur. Afar mikilvægt er að geta boðið langtíma búsetuúrræði með slíku sniði þar sem menntaður heilbrigðisstarfsmaður og starfsmenn göngudeildar koma sameiginlega að bataferlinu og virkja einstaklinginn á ný. Með tímanum hafa kröfur samfélagsins til heilbrigðiskerfsins breyst og gerðar eru auknar kröfur til þeirra sem vinna með sjúklingum. Við hjá SÁÁ höfum svo sannarlega staðið undir þeim kröfum en tæplega 90% starfsfólksins er með heilbrigðismenntun. Í okkar röðum er að finna lækna, hjúkrunarfræðinga, áfengis og vímuefnaráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraliða og lýðheilsufræðinga. Fagmennskan er ávallt í fyrirrúmi og stöðugt unnið að því að þróa og starfa samkvæmt nýjustu kröfum í fræðunum með mennskuna að leiðarljósi líkt og frumkvöðlarnir lögðu hornstein að. Ríkið greiðir um 90 % af rekstri SÁÁ og það sem uppá vantar kemur af sjálfsaflafé sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi rakna svo starfsemi SÁÁ geti keyrt á fullu afli og þróað ný úrræði. Fyrir það erum við mjög þakklát. Þar sem við glímum við illvígan sjukdóm er félagslegi þátturinn mikilvægur, sumir þurfa meiri og lengri þjónustu til að ná bata og virkni, það þarf að hlúa betur að þeim hópi. Þvi miður var álfasala ekki möguleg í ár í ljósi aðstæðna en þess í stað verðum við með söfnunarþátt á RÚV þann 4. desember. Við biðlum til þjóðarinnar að styðja við bakið á okkar sjúklingum og aðstendum þeirra á þessum skrýtnu og erfiðum tímum. Það er hægt að taka margt frá okkur, en mennskan er alltaf til staðar og það að rétta öðrum hjálparhönd. Með fyrirfram þökkum og ósk um gleðileg jól Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar