Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2020 19:23 Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. Vísir/Einar Árnason Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu. Einar segir ekki að undra að salan á Hjörleifshöfða hafi vakið athygli, „enda er um að ræða mikið landflæmi og kaupendur eru að hluta til erlendir aðilar,“ segir í færslunni. Nú hátti svo að býsna stór hluti Mýrdalshrepps sé kominn í hendur erlendra aðila en þróunin sé alfarið á ábyrgð Alþingis. „Í tilviki Hjörleifshöfða liggur fyrir að fyrrum eigandi hafði margoft nálgast ríkið um að það keypti jörðina. Ekki var áhugi fyrir því,“ segir Einar. „Nú stíga fram hinir ýmsu fjarvitringar sem gjarnan vilja hafa vit fyrir okkur sem búum fjarri höfuðborginni. Þannig er talað um að námuvinnsla á svæðinu sé stórkostlegt umhverfisslys og geti ekki farið saman með ferðamennsku. Það er allt að því látið að því liggja að mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu. Þetta er auðvitað vitleysa. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur skipulagsvald í sveitarfélaginu og myndi auðvitað ekki heimila framkvæmdir sem yrðu til þess að eyðileggja upplifun ferðamanna á svæðinu. Við erum fullmeðvituð um mikilvægi ferðaþjónustunnar – við þurfum enga fjarvitringa til að útskýra það fyrir okkur.“ Einar segir vanta fjölbreyttara atvinnulíf á svæðið. Heimamenn muni ekki útiloka nýja atvinnustarfsemi ef í ljós kemur að hægt sé að standa að henni í sátt við umhverfi og samfélag. „Að þessu sögðu þá finnst mér þróunin í jarðasöfnun mjög varhugaverð og hef oft rætt um að Alþingi þurfi að bregðast við. Öll umræða þarf hins vegar að byggja á staðreyndum og þess vegna fann ég mig knúinn að bregða niður pennanum,“ segir Einar að lokum. Nokkur orð vegna sölu Hjörleifshöfða. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um söluna á Hjörleifshöfða. Það er ekki að...Posted by Einar Freyr Elínarson on Tuesday, December 1, 2020 Umhverfismál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Einar segir ekki að undra að salan á Hjörleifshöfða hafi vakið athygli, „enda er um að ræða mikið landflæmi og kaupendur eru að hluta til erlendir aðilar,“ segir í færslunni. Nú hátti svo að býsna stór hluti Mýrdalshrepps sé kominn í hendur erlendra aðila en þróunin sé alfarið á ábyrgð Alþingis. „Í tilviki Hjörleifshöfða liggur fyrir að fyrrum eigandi hafði margoft nálgast ríkið um að það keypti jörðina. Ekki var áhugi fyrir því,“ segir Einar. „Nú stíga fram hinir ýmsu fjarvitringar sem gjarnan vilja hafa vit fyrir okkur sem búum fjarri höfuðborginni. Þannig er talað um að námuvinnsla á svæðinu sé stórkostlegt umhverfisslys og geti ekki farið saman með ferðamennsku. Það er allt að því látið að því liggja að mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu. Þetta er auðvitað vitleysa. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur skipulagsvald í sveitarfélaginu og myndi auðvitað ekki heimila framkvæmdir sem yrðu til þess að eyðileggja upplifun ferðamanna á svæðinu. Við erum fullmeðvituð um mikilvægi ferðaþjónustunnar – við þurfum enga fjarvitringa til að útskýra það fyrir okkur.“ Einar segir vanta fjölbreyttara atvinnulíf á svæðið. Heimamenn muni ekki útiloka nýja atvinnustarfsemi ef í ljós kemur að hægt sé að standa að henni í sátt við umhverfi og samfélag. „Að þessu sögðu þá finnst mér þróunin í jarðasöfnun mjög varhugaverð og hef oft rætt um að Alþingi þurfi að bregðast við. Öll umræða þarf hins vegar að byggja á staðreyndum og þess vegna fann ég mig knúinn að bregða niður pennanum,“ segir Einar að lokum. Nokkur orð vegna sölu Hjörleifshöfða. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um söluna á Hjörleifshöfða. Það er ekki að...Posted by Einar Freyr Elínarson on Tuesday, December 1, 2020
Umhverfismál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira