„Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2020 21:20 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. „Það hreinlega hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna,“ segir Bjarni. „Það er augljóst af upphrópunum nokkurra úr stjórnarandstöðunni í dag.“ Bjarni segir enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“, þar sem helstu álitamálum að íslenskum rétti hefði þegar verið svarað af Hæstarétti Íslands; annars vegar spurningum er vörðuðu skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt og hins vegar um áhrif á niðurstöður þeirra mála sem skipaðir dómarar sem voru ekki á lista hæfisnefndar hefðu dæmt. Vísar Bjarni í dóm Hæstaréttar frá 2018: „Er að þessu öllu virtu ekki næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að ákærði hafi, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, fengið notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum“. Staða dæmda óbreytt Segir Bjarni Hæstarétt þannig hafa komist að skýrri niðurstöðu um umrætt álitamál. Þá finnist honum fyrir sinn smekk of lítið verið fjallað um inntak þeirra þjóðréttarlegu skuldbindinga sem felast í aðild Ísland að MDE. Bjarni segir málið sem MDE hafði til umfjöllunar hafa snúist um það hvort annmarkar við skiptan Landsdóms hefðu haft áhrif á réttarstöðu dæmda, sem Bjarni bendir á að hefði játað brot sitt. „Málið tapaðist í Hæstarétti. Og í dag var bótakröfu hans hafnað af MDE. Ekki verður því annað séð en að staða hans sé, eftir alla þessa málsmeðferð, hin sama og eftir dóm Landsréttar. Dómur Landsréttar stendur óraskaður. Í því er ekkert óvænt. Það lá fyrir strax í maí 2018. Og í dag varð ljóst að engar bætur verða greiddar. En þessi niðurstaða málsins virðist ekki skipta suma neinu máli. En þetta mál snérist nú samt fyrst og fremst um þetta allan tímann.“ Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Dómstólar Alþingi Tengdar fréttir Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
„Það hreinlega hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna,“ segir Bjarni. „Það er augljóst af upphrópunum nokkurra úr stjórnarandstöðunni í dag.“ Bjarni segir enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“, þar sem helstu álitamálum að íslenskum rétti hefði þegar verið svarað af Hæstarétti Íslands; annars vegar spurningum er vörðuðu skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt og hins vegar um áhrif á niðurstöður þeirra mála sem skipaðir dómarar sem voru ekki á lista hæfisnefndar hefðu dæmt. Vísar Bjarni í dóm Hæstaréttar frá 2018: „Er að þessu öllu virtu ekki næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að ákærði hafi, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra, fengið notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum“. Staða dæmda óbreytt Segir Bjarni Hæstarétt þannig hafa komist að skýrri niðurstöðu um umrætt álitamál. Þá finnist honum fyrir sinn smekk of lítið verið fjallað um inntak þeirra þjóðréttarlegu skuldbindinga sem felast í aðild Ísland að MDE. Bjarni segir málið sem MDE hafði til umfjöllunar hafa snúist um það hvort annmarkar við skiptan Landsdóms hefðu haft áhrif á réttarstöðu dæmda, sem Bjarni bendir á að hefði játað brot sitt. „Málið tapaðist í Hæstarétti. Og í dag var bótakröfu hans hafnað af MDE. Ekki verður því annað séð en að staða hans sé, eftir alla þessa málsmeðferð, hin sama og eftir dóm Landsréttar. Dómur Landsréttar stendur óraskaður. Í því er ekkert óvænt. Það lá fyrir strax í maí 2018. Og í dag varð ljóst að engar bætur verða greiddar. En þessi niðurstaða málsins virðist ekki skipta suma neinu máli. En þetta mál snérist nú samt fyrst og fremst um þetta allan tímann.“
Mannréttindadómstóll Evrópu Landsréttarmálið Dómstólar Alþingi Tengdar fréttir Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14