Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 06:16 Bóluefni Pfizer og BioNTech verður mögulega það fyrsta sem fær samþykki í Bandaríkjunum. epa/Pfizer Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. Það var niðurstaða nefndarinnar og annarra sem að málinu koma að fremstir í röðinni verði starfsmenn og íbúar á dvalarstofnunum á borð við hjúkrunarheimili og önnur heimili þar sem fólk dvelur langdvölum og þarfnast heilbrigðisþjónustu. CDC gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja flesta í þessum hópum snemma á næsta ári, að því gefnu að leyfi fáist fyrir bóluefni um miðjan desember, eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar er því spáð að þar sem framboðið verði dræmt fyrst um sinn þurfi að forgangsraða innan hópanna. CDC áætlar að fyrrnefnir hópar telji um 24 milljónir einstaklinga, sem þurfa þá 48 milljónir skammta. Allt að 40 milljón skammtar gætu verið tilbúnir í desember og 5 til 10 milljón skammtar vikulega upp frá því. Umdeilt hvaða hópar eiga að ganga fyrir Álit nefndarinnar er háð samþykki Robert Redfield, framkvæmdastjóra sóttvarnastofnunarinnar, en forgangsröðunin hefur verið afar umdeild síðustu misseri. Fjórir hópar hafa verið til skoðunar í þessu samhengi, m.a. heilbrigðisstarfsmenn, 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Starfsmenn og íbúar dvalarheimila hafa talið 6% smitaðra og 40% látinna, en menn hafa engu að síður deilt um hvort rétt sé að forgangsraða þessum ákveðnu hópum. Ástæðan er m.a. sú að íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila hafa almennt ekki verið meðal þátttakenda í bóluefnarannsóknum og því er óvíst um áhrif bóluefna á hópinn. Þá eru menn uggandi yfir því hvaða áhrif það mun hafa þegar þessir einstaklingar eru bólusetningar en látast af öðrum orsökum. „Amma mín fékk bóluefni og hún dó,“ kann fólk að hugsa, segir Dr. Helen Keipp Talbot, prófessor við Vanderbilt University Medical Center. „Það er ólíklegt að þetta tengist en svona verður þetta í minningunni,“ segir hún. NPR sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Það var niðurstaða nefndarinnar og annarra sem að málinu koma að fremstir í röðinni verði starfsmenn og íbúar á dvalarstofnunum á borð við hjúkrunarheimili og önnur heimili þar sem fólk dvelur langdvölum og þarfnast heilbrigðisþjónustu. CDC gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja flesta í þessum hópum snemma á næsta ári, að því gefnu að leyfi fáist fyrir bóluefni um miðjan desember, eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar er því spáð að þar sem framboðið verði dræmt fyrst um sinn þurfi að forgangsraða innan hópanna. CDC áætlar að fyrrnefnir hópar telji um 24 milljónir einstaklinga, sem þurfa þá 48 milljónir skammta. Allt að 40 milljón skammtar gætu verið tilbúnir í desember og 5 til 10 milljón skammtar vikulega upp frá því. Umdeilt hvaða hópar eiga að ganga fyrir Álit nefndarinnar er háð samþykki Robert Redfield, framkvæmdastjóra sóttvarnastofnunarinnar, en forgangsröðunin hefur verið afar umdeild síðustu misseri. Fjórir hópar hafa verið til skoðunar í þessu samhengi, m.a. heilbrigðisstarfsmenn, 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Starfsmenn og íbúar dvalarheimila hafa talið 6% smitaðra og 40% látinna, en menn hafa engu að síður deilt um hvort rétt sé að forgangsraða þessum ákveðnu hópum. Ástæðan er m.a. sú að íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila hafa almennt ekki verið meðal þátttakenda í bóluefnarannsóknum og því er óvíst um áhrif bóluefna á hópinn. Þá eru menn uggandi yfir því hvaða áhrif það mun hafa þegar þessir einstaklingar eru bólusetningar en látast af öðrum orsökum. „Amma mín fékk bóluefni og hún dó,“ kann fólk að hugsa, segir Dr. Helen Keipp Talbot, prófessor við Vanderbilt University Medical Center. „Það er ólíklegt að þetta tengist en svona verður þetta í minningunni,“ segir hún. NPR sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30
Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01
Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55
Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30