Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið fastagestur á Evrópumótum frá því það komst á sitt fyrsta mót árið 2009. Frábært mark Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, leikmanns Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni, tryggði sigurinn í gær og þar með sæti á mótinu sem fram fer á Englandi sumarið 2022. JÁ JÁ JÁ! Þú verð hann ekki þarna! Stórkostlegt mark frá @berglindbjorg10 pic.twitter.com/WvLwU1sgcZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2020 Mótið átti að fara fram næsta sumar en var frestað um eitt ár þar sem Evrópumót karla í knattspyrnu var fært fram um eitt ár vegna kórónufaraldursins. Taldi knattspyrnusamband Evrópu það ógjörning að halda bæði mótin á sama tíma. EM landsliðs 21 árs og yngri hefur einnig verið hliðrað til svo það skerist ekki á við mótið næsta sumar. Gengi Íslands á EM til þessa hefur verið nokkuð svart og hvítt. Árið 2009 tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum í riðlinum en fjórum árum síðar endaði það með fjögur stig og fór í 8-liða úrslit. Árið 2017 var niðurstaðan aftur tap í öllum leikjum riðlakeppninnar. Ef við miðum við þessa tölfræði ætti liðið að komast upp úr riðlinum á EM 2022. Byrjunin á þessu öllu saman. Sæti á EM í Finnlandi sumarið 2009 fagnað.Vísir EM 2009 í Finnlandi Þrátt fyrir að tapa öllum þremur leikjum sínum á EM 2009 verður seint sagt að íslenska liðið hafi ekki gefið allt sem það átti. Eftir aðeins sex mínútur í fyrsta leik gegn Frakklandi kom Hólmfríður Magnúsdóttir íslenska liðinu yfir. Því miður reyndist franska liðið of sterkt það sem eftir lifði leiks og vann 3-1 sigur. Í kjölfarið fylgdu 1-0 töp gegn Noregi og Þýskalandi. Þjóðverjar unnu England 6-2 í úrslitum eftir að hafa lagt Noreg í undanúrslitum. Ísland gat því vart fengið erfiðari riðil á sínu fyrsta stórmóti frá upphafi. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli við liðsskipan Íslands þann 24. ágúst 2009 er þáverandi leikmaður Breiðabliks í treyju númer 11. Sú heitir Sara Björk Gunnarsdóttir og er í dag fyrirliði íslenska liðsins og leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. EM 2013 í Svíþjóð Evrópumótið fjórum árum síðar gekk töluvert betur og komst íslenska liðið upp úr riðlinum sínum. Aftur vorum við með Noregi og Þýskalandi í riðli, Holland var svo fjórða lið riðilsins. Ísland hóf mótið með 1-1 jafntefli gegn Noregi. Aftur var það Hólmfríður Magnúsdóttir sem var fyrst að láta til sín taka. Hún var reyndar ekki á markaskónum að þessu sinni heldur nældi hún sér í fyrsta gula spjald Íslands á mótinu. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti í knattspyrnu.Gauti Sveinsson/Getty Images Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland á 87. mínútu og tryggði íslenska liðinu þar með sitt fyrsta stig í á stórmóti í knattspyrnu. Aftur var Sara Björk í liðinu, að þessu sinni í treyju númer sjö. Hallbera Guðný Gísladóttir var einnig í liðinu þá sem og í 1-0 sigrinum á Slóvakíu í gær. Ungur varnarmaður að nafni Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af varamannabekknum í síðari hálfleik, sú hefur verið máttarstólpi í íslensku vörninni síðan þá. Eftir erfitt 3-0 tap gegn Þjóðverjum var komið að fyrsta sigri Íslands á stórmóti. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark Íslands í 1-0 sigri á Hollandi. Fyrsti sigurinn kominn í hús og sæti í 8-liða úrslitum þar sem Svíþjóð beið átekta. Dagný Brynjarsdóttir tryggði Íslandi fyrsta sigurinn á stórmóti. by Martin Rose/Getty Images Leikurinn gegn Svíþjóð fer ekki í neinar sögubækur en íslenska liðið steinlá 4-0 og lauk þar með leik. Aftur voru það Þjóðverjar sem lönduðu sigri á mótinu og að þessu sinni var það Noregur sem beið lægra haldi í úrslitum. EM 2017 í Hollandi Ef til vill er hér um að ræða mest svekkjandi niðurstöðu landsliðsins á stórmóti. Ísland byrjaði á því að tapa naumlega 1-0 gegn stórliði Frakklands þar sem markið kom úr umdeildri vítaspyrnu undir lok leiks. Frammistaðan góð og leikir gegn Sviss og Austurríki framundan. Sara Björk, fyrirliði og leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska kvennalandsliðsins, súr á svip eftir tap gegn Austurríki.Catherine Ivill /Getty Images Þarna var íslenska liðið orðið mjög svipað því sem við þekkjum í dag. Þær Glódís Perla og Hallbera Guðný voru í vörninni ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þá var Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á miðjunni en þessar fjórar skipuðu varnarlínu Íslands í gær. Sara Björk var að sjálfsögðu á sínum stað á miðjunni og Agla María Albertsdóttir úti á vængnum. Þá kom Elín Metta Jensen inn af varamannabekknum en hún lék einnig leikinn í gær. Af þeim 11 leikmönnum sem hófu leik gegn Slóvakíu þá komu sjö þeirra við sögu í 1-0 tapinu gegn Frakklandi á EM 2017. Leikurinn gegn Sviss byrjaði vel og Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Sviss jafnaði hins vegar metin rétt fyrir hálfleik og skoraði aftur í upphafi síðari hálfleiks. Þar með virtist allur vindur úr íslenska liðinu sem átti því miður engin svör við þéttum varnarmúr Svisslendinga. Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu gegn Sviss.Catherine Ivill/Getty Images Ísland beið svo hálfgert afhroð í síðasta leik sínum í riðlinum þar sem það mátti þola 3-0 tap gegn Austurríki sem fór alla leið í undanúrslit mótsins. EM 2022 í Englandi Fjórða Evrópumótiðí röð. Miðað við hversu sveiflukennt gengi liðsins hefur verið hingað til þá vonum við að það haldi áfram og íslenska liðið fljúgi upp úr riðlinum. Óljóst er hvaða landi gestgjafar Englands munu mæta í fyrsta leik mótsins en ljóst er að sá leikur fer fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United í Manchester-borg. Úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram á þjóðarleikvangi Englendinga í Lundúnum, sjálfum Wembley. Þar sem mótið fer ekki fram fyrr en sumarið 2022 má reikna með því að áhorfendur verði leyfðir að nýju í stúkunni. Vonandi lætur fólk sig ekki vanta er loksins verður hægt að mæta á völlinn.Maja Hitij/Getty Images Aðrir vellir sem keppt verður á: Brammall Lane [heimavöllur Sheffield United] Brentford Community-völlurinn [heimavöllur Brentford] Falmer-völlurinn (heimavöllur kvennaliðs Brighton) Leigh Sports Village [heimavöllur kvennaliðs Manchester United] Manchester City Academy-völlurinn [heimavöllur unglingaliða Manchester City] New York-völlurinn [heimavöllur Rotherham] Stadium MK [heimavöllur MK Dons] St. Mary´s-völlurinn [heimavöllur Southampton]. Eins og staðan er í dag verður það Sara Björk Gunnarsdóttir sem mun leiða Ísland inn á völlinn er íslensku stelpurnar mæta á sitt fjórða Evrópumót í röð. Reikna má með Glódísi Perlu og Ingibjörgu Sigurðardóttur í varnarlínu liðsins. Það má því með sanni segja að þó mikið vatn sé runnið til sjávar síðan 2009 þá virðast sumir hlutir breytast seint. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 „Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34 Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01 Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. 1. desember 2020 23:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn
Íslenska kvennalandsliðið hefur verið fastagestur á Evrópumótum frá því það komst á sitt fyrsta mót árið 2009. Frábært mark Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, leikmanns Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni, tryggði sigurinn í gær og þar með sæti á mótinu sem fram fer á Englandi sumarið 2022. JÁ JÁ JÁ! Þú verð hann ekki þarna! Stórkostlegt mark frá @berglindbjorg10 pic.twitter.com/WvLwU1sgcZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2020 Mótið átti að fara fram næsta sumar en var frestað um eitt ár þar sem Evrópumót karla í knattspyrnu var fært fram um eitt ár vegna kórónufaraldursins. Taldi knattspyrnusamband Evrópu það ógjörning að halda bæði mótin á sama tíma. EM landsliðs 21 árs og yngri hefur einnig verið hliðrað til svo það skerist ekki á við mótið næsta sumar. Gengi Íslands á EM til þessa hefur verið nokkuð svart og hvítt. Árið 2009 tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum í riðlinum en fjórum árum síðar endaði það með fjögur stig og fór í 8-liða úrslit. Árið 2017 var niðurstaðan aftur tap í öllum leikjum riðlakeppninnar. Ef við miðum við þessa tölfræði ætti liðið að komast upp úr riðlinum á EM 2022. Byrjunin á þessu öllu saman. Sæti á EM í Finnlandi sumarið 2009 fagnað.Vísir EM 2009 í Finnlandi Þrátt fyrir að tapa öllum þremur leikjum sínum á EM 2009 verður seint sagt að íslenska liðið hafi ekki gefið allt sem það átti. Eftir aðeins sex mínútur í fyrsta leik gegn Frakklandi kom Hólmfríður Magnúsdóttir íslenska liðinu yfir. Því miður reyndist franska liðið of sterkt það sem eftir lifði leiks og vann 3-1 sigur. Í kjölfarið fylgdu 1-0 töp gegn Noregi og Þýskalandi. Þjóðverjar unnu England 6-2 í úrslitum eftir að hafa lagt Noreg í undanúrslitum. Ísland gat því vart fengið erfiðari riðil á sínu fyrsta stórmóti frá upphafi. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli við liðsskipan Íslands þann 24. ágúst 2009 er þáverandi leikmaður Breiðabliks í treyju númer 11. Sú heitir Sara Björk Gunnarsdóttir og er í dag fyrirliði íslenska liðsins og leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. EM 2013 í Svíþjóð Evrópumótið fjórum árum síðar gekk töluvert betur og komst íslenska liðið upp úr riðlinum sínum. Aftur vorum við með Noregi og Þýskalandi í riðli, Holland var svo fjórða lið riðilsins. Ísland hóf mótið með 1-1 jafntefli gegn Noregi. Aftur var það Hólmfríður Magnúsdóttir sem var fyrst að láta til sín taka. Hún var reyndar ekki á markaskónum að þessu sinni heldur nældi hún sér í fyrsta gula spjald Íslands á mótinu. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti í knattspyrnu.Gauti Sveinsson/Getty Images Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland á 87. mínútu og tryggði íslenska liðinu þar með sitt fyrsta stig í á stórmóti í knattspyrnu. Aftur var Sara Björk í liðinu, að þessu sinni í treyju númer sjö. Hallbera Guðný Gísladóttir var einnig í liðinu þá sem og í 1-0 sigrinum á Slóvakíu í gær. Ungur varnarmaður að nafni Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af varamannabekknum í síðari hálfleik, sú hefur verið máttarstólpi í íslensku vörninni síðan þá. Eftir erfitt 3-0 tap gegn Þjóðverjum var komið að fyrsta sigri Íslands á stórmóti. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark Íslands í 1-0 sigri á Hollandi. Fyrsti sigurinn kominn í hús og sæti í 8-liða úrslitum þar sem Svíþjóð beið átekta. Dagný Brynjarsdóttir tryggði Íslandi fyrsta sigurinn á stórmóti. by Martin Rose/Getty Images Leikurinn gegn Svíþjóð fer ekki í neinar sögubækur en íslenska liðið steinlá 4-0 og lauk þar með leik. Aftur voru það Þjóðverjar sem lönduðu sigri á mótinu og að þessu sinni var það Noregur sem beið lægra haldi í úrslitum. EM 2017 í Hollandi Ef til vill er hér um að ræða mest svekkjandi niðurstöðu landsliðsins á stórmóti. Ísland byrjaði á því að tapa naumlega 1-0 gegn stórliði Frakklands þar sem markið kom úr umdeildri vítaspyrnu undir lok leiks. Frammistaðan góð og leikir gegn Sviss og Austurríki framundan. Sara Björk, fyrirliði og leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska kvennalandsliðsins, súr á svip eftir tap gegn Austurríki.Catherine Ivill /Getty Images Þarna var íslenska liðið orðið mjög svipað því sem við þekkjum í dag. Þær Glódís Perla og Hallbera Guðný voru í vörninni ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þá var Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á miðjunni en þessar fjórar skipuðu varnarlínu Íslands í gær. Sara Björk var að sjálfsögðu á sínum stað á miðjunni og Agla María Albertsdóttir úti á vængnum. Þá kom Elín Metta Jensen inn af varamannabekknum en hún lék einnig leikinn í gær. Af þeim 11 leikmönnum sem hófu leik gegn Slóvakíu þá komu sjö þeirra við sögu í 1-0 tapinu gegn Frakklandi á EM 2017. Leikurinn gegn Sviss byrjaði vel og Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Sviss jafnaði hins vegar metin rétt fyrir hálfleik og skoraði aftur í upphafi síðari hálfleiks. Þar með virtist allur vindur úr íslenska liðinu sem átti því miður engin svör við þéttum varnarmúr Svisslendinga. Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki sínu gegn Sviss.Catherine Ivill/Getty Images Ísland beið svo hálfgert afhroð í síðasta leik sínum í riðlinum þar sem það mátti þola 3-0 tap gegn Austurríki sem fór alla leið í undanúrslit mótsins. EM 2022 í Englandi Fjórða Evrópumótiðí röð. Miðað við hversu sveiflukennt gengi liðsins hefur verið hingað til þá vonum við að það haldi áfram og íslenska liðið fljúgi upp úr riðlinum. Óljóst er hvaða landi gestgjafar Englands munu mæta í fyrsta leik mótsins en ljóst er að sá leikur fer fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United í Manchester-borg. Úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram á þjóðarleikvangi Englendinga í Lundúnum, sjálfum Wembley. Þar sem mótið fer ekki fram fyrr en sumarið 2022 má reikna með því að áhorfendur verði leyfðir að nýju í stúkunni. Vonandi lætur fólk sig ekki vanta er loksins verður hægt að mæta á völlinn.Maja Hitij/Getty Images Aðrir vellir sem keppt verður á: Brammall Lane [heimavöllur Sheffield United] Brentford Community-völlurinn [heimavöllur Brentford] Falmer-völlurinn (heimavöllur kvennaliðs Brighton) Leigh Sports Village [heimavöllur kvennaliðs Manchester United] Manchester City Academy-völlurinn [heimavöllur unglingaliða Manchester City] New York-völlurinn [heimavöllur Rotherham] Stadium MK [heimavöllur MK Dons] St. Mary´s-völlurinn [heimavöllur Southampton]. Eins og staðan er í dag verður það Sara Björk Gunnarsdóttir sem mun leiða Ísland inn á völlinn er íslensku stelpurnar mæta á sitt fjórða Evrópumót í röð. Reikna má með Glódísi Perlu og Ingibjörgu Sigurðardóttur í varnarlínu liðsins. Það má því með sanni segja að þó mikið vatn sé runnið til sjávar síðan 2009 þá virðast sumir hlutir breytast seint.
Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01
Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30
Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03
„Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34
Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01
Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05
Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. 1. desember 2020 23:01