Séra Skírnir stefnir Agnesi og þjóðkirkjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2020 16:48 Allt stefnir í að biskup og Séra Skírnir takist á fyrir dómstólum. Vísir Fyrrverandi héraðsprestur á Suðurlandi hefur stefnt biskupi Íslands og þjóðkirkjunni og fer fram á tæplega tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur. Hann telur þau bera ábyrgð á skaða sem hann hafi hlotið vegna færslu í embætti árið 2015, í kjölfar kvörtunar hans vegna eineltis, og svo brottrekstri úr kirkjunni fyrr á árinu. Mannlíf greindi frá þessu í gær .Skírni var vikið úr starfi í apríl fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Héraðssaksóknari hefur ákveðið að ákæra ekki konuna og segist hún ætla í skaðabótamál við ríkið vegna handtökunnar. Sömuleiðis ætli hún að stefna fjölmiðlum og netverjum vegna umfjöllunar og orða um málið. Biskup sagði um trúnaðarbrot að ræða Séra Skírnir sagði í viðtali við Vísi, eftir að konan hafði verið handtekin, að hún hefði beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan hefði kært hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Skírnir sagðist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hefði íhugað að láta lögreglu vita en látið það ógert. Hann hefði þó talað við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og upplýsti hann um hver væri þar á ferð. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ sagði Agnes. Var ráðningarsambandi þjóðkirkjunnar við Skírni rift. Iðraðist brots síns Séra Skírnir óskaði í framhaldi eftir því að fá að snúa aftur til starfa. „Ég iðrast þess að hafa brotið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi mínum þarna um kvöldið, nú um daginn. Þetta var fljótfærni og gert í framhaldi af meinlausri fyrirspurn, ég las ekki yfir próförk fréttarinnar sem svo birtist og ég áttaði mig um seinan á að þetta væri alvarlegt mál,“ sagði í kröfubréfi Skírnis til biskups. „Fyrrnefnt brot mitt er tengt þessum kringumstæðum, og kannski flaut úr bikar mínum í símtalinu við blaðakonuna, þetta var ekki fyrir fram ákveðið brot,“ skrifaði Skírnir enn fremur. Biskup stóð við sitt en Skírnir var á launum hjá þjóðkirkjunni út skipunartíma sinn sem lauk í gær. Biskup og kirkjan beri sameiginlega ábyrgð Sigurður Kári Kristjánsson gætir hagsmuna Skírnis í málaferlunum við Agnesi biskup og Þjóðkirkjuna. Hann segir að honum virðist sem svo gott sem öll lög og allar þær reglur sem Þjóðkirkjunni og biskup hafi borið að fylgja við meðferð mála séra Skírnis hafi verið brotin. „Þetta mál er höfðað gegn Þjóðkirkjunni og biskupi persónulega þar sem þau bera sameiginlega ábyrgð á því tjóni sem Skírnir telur sig hafa orðið fyrir. Annars vegar hefur hann orðið fyrir tekjumissi vegna þessara aðgerða allra. Hins vegar telur hann að framganga biskups og kirkjunnar gagnvart honum hafi verið með þeim hætti að hann eigi rétt til miskabóta úr þeirra hendi,“ segir Sigurður Kári við Mannlíf. Þjóðkirkjan Dómsmál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Mannlíf greindi frá þessu í gær .Skírni var vikið úr starfi í apríl fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Héraðssaksóknari hefur ákveðið að ákæra ekki konuna og segist hún ætla í skaðabótamál við ríkið vegna handtökunnar. Sömuleiðis ætli hún að stefna fjölmiðlum og netverjum vegna umfjöllunar og orða um málið. Biskup sagði um trúnaðarbrot að ræða Séra Skírnir sagði í viðtali við Vísi, eftir að konan hafði verið handtekin, að hún hefði beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan hefði kært hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Skírnir sagðist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hefði íhugað að láta lögreglu vita en látið það ógert. Hann hefði þó talað við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og upplýsti hann um hver væri þar á ferð. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ sagði Agnes. Var ráðningarsambandi þjóðkirkjunnar við Skírni rift. Iðraðist brots síns Séra Skírnir óskaði í framhaldi eftir því að fá að snúa aftur til starfa. „Ég iðrast þess að hafa brotið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi mínum þarna um kvöldið, nú um daginn. Þetta var fljótfærni og gert í framhaldi af meinlausri fyrirspurn, ég las ekki yfir próförk fréttarinnar sem svo birtist og ég áttaði mig um seinan á að þetta væri alvarlegt mál,“ sagði í kröfubréfi Skírnis til biskups. „Fyrrnefnt brot mitt er tengt þessum kringumstæðum, og kannski flaut úr bikar mínum í símtalinu við blaðakonuna, þetta var ekki fyrir fram ákveðið brot,“ skrifaði Skírnir enn fremur. Biskup stóð við sitt en Skírnir var á launum hjá þjóðkirkjunni út skipunartíma sinn sem lauk í gær. Biskup og kirkjan beri sameiginlega ábyrgð Sigurður Kári Kristjánsson gætir hagsmuna Skírnis í málaferlunum við Agnesi biskup og Þjóðkirkjuna. Hann segir að honum virðist sem svo gott sem öll lög og allar þær reglur sem Þjóðkirkjunni og biskup hafi borið að fylgja við meðferð mála séra Skírnis hafi verið brotin. „Þetta mál er höfðað gegn Þjóðkirkjunni og biskupi persónulega þar sem þau bera sameiginlega ábyrgð á því tjóni sem Skírnir telur sig hafa orðið fyrir. Annars vegar hefur hann orðið fyrir tekjumissi vegna þessara aðgerða allra. Hins vegar telur hann að framganga biskups og kirkjunnar gagnvart honum hafi verið með þeim hætti að hann eigi rétt til miskabóta úr þeirra hendi,“ segir Sigurður Kári við Mannlíf.
Þjóðkirkjan Dómsmál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira