Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2020 06:16 Robert Redfield var ómyrkur í máli þegar hann fór yfir þróun Covid-19 faraldursins í Bandaríkjunum. epa/Chris Kleponis Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. „Sannleikurinn er sá að desember, janúar og febrúar verða erfiðir,“ sagði Redfield þegar hann ávarpaði Chamber of Commerce Foundation. „Ég held raunar að þeir verði erfiðasti tíminn í lýðheilsusögu þjóðarinnar.“ Redfield sagði stöðu faraldurins þá að dagleg dauðsföll teldu 1.500 til 2.500 og að fjöldi látinna gæti farið úr 272 þúsund nú í 450 þúsund í febrúarbyrjun. Hann sagði þessa þróun mála þó ekki óhjákvæmilega. „Við erum ekki varnalaus. Sannleikurinn er sá að það er hægt að draga úr skaðanum. En það dugir ekki ef bara helmingur okkar gerir það sem gera þarf. Og líklega ekki ef þrír fjórðu gera það.“ Tími deilna um gildi grímunotkunar er liðinn Í erindi sínu vísaði Redfield í skýrslu CDC um handahófsathuganir sem leiddu í ljós að í sýslum þar sem grímuskyldu var komið á fækkaði nýjum tilfellum um 6%, á meðan tilfellum fjölgaði um 100% annars staðar. Þá gagnrýndi hann misvísandi skilaboð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Scott Atlas, fyrrum ráðgjafa forsetans í málefnum er varða Covid-19, en báðir gerðu lítið úr þeim sem notuðu grímur og drógu mikilvægi þeirra í efa. Redfield sagði upplýsingaóreiðu af þessu tagi vandamál þegar kæmi að aðgerðum til að draga úr útbreiðslu SARS-CoV-2. „Þegar þú vilt fá alla um borð þá verður þú að senda skýr, sameiginleg og ákveðin skilaboð,“ sagði hann. „Það að við vorum enn að deila um gildi grímunotkunar í sumar var vandamál.“ Redfield sagði tíma deilna um mikilvægi grímanna liðinn og sagði þær ekki síst mikilvægar til að verja fólk eldra en 40 ára fyrir einstaklingum undir 40 ára, sem væru minna líklegir til að sýna dæmigerð einkenni Covid-19. Sóttvarnayfirvöld ítrekuðu í dag að fólk ætti að forðast að ferðast yfir hátíðirnar. „Það besta sem Bandaríkjamenn geta gert yfir hátíðirnar er að vera heima og forðast ferðalög,“ sagði Henry Walke, sem hefur yfirumsjón með daglegum aðgerðum CDC vegna Covid-19. New York Times sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
„Sannleikurinn er sá að desember, janúar og febrúar verða erfiðir,“ sagði Redfield þegar hann ávarpaði Chamber of Commerce Foundation. „Ég held raunar að þeir verði erfiðasti tíminn í lýðheilsusögu þjóðarinnar.“ Redfield sagði stöðu faraldurins þá að dagleg dauðsföll teldu 1.500 til 2.500 og að fjöldi látinna gæti farið úr 272 þúsund nú í 450 þúsund í febrúarbyrjun. Hann sagði þessa þróun mála þó ekki óhjákvæmilega. „Við erum ekki varnalaus. Sannleikurinn er sá að það er hægt að draga úr skaðanum. En það dugir ekki ef bara helmingur okkar gerir það sem gera þarf. Og líklega ekki ef þrír fjórðu gera það.“ Tími deilna um gildi grímunotkunar er liðinn Í erindi sínu vísaði Redfield í skýrslu CDC um handahófsathuganir sem leiddu í ljós að í sýslum þar sem grímuskyldu var komið á fækkaði nýjum tilfellum um 6%, á meðan tilfellum fjölgaði um 100% annars staðar. Þá gagnrýndi hann misvísandi skilaboð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Scott Atlas, fyrrum ráðgjafa forsetans í málefnum er varða Covid-19, en báðir gerðu lítið úr þeim sem notuðu grímur og drógu mikilvægi þeirra í efa. Redfield sagði upplýsingaóreiðu af þessu tagi vandamál þegar kæmi að aðgerðum til að draga úr útbreiðslu SARS-CoV-2. „Þegar þú vilt fá alla um borð þá verður þú að senda skýr, sameiginleg og ákveðin skilaboð,“ sagði hann. „Það að við vorum enn að deila um gildi grímunotkunar í sumar var vandamál.“ Redfield sagði tíma deilna um mikilvægi grímanna liðinn og sagði þær ekki síst mikilvægar til að verja fólk eldra en 40 ára fyrir einstaklingum undir 40 ára, sem væru minna líklegir til að sýna dæmigerð einkenni Covid-19. Sóttvarnayfirvöld ítrekuðu í dag að fólk ætti að forðast að ferðast yfir hátíðirnar. „Það besta sem Bandaríkjamenn geta gert yfir hátíðirnar er að vera heima og forðast ferðalög,“ sagði Henry Walke, sem hefur yfirumsjón með daglegum aðgerðum CDC vegna Covid-19. New York Times sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira