Áhorfendur fá ekki að klæða sig upp á HM í pílu í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 10:30 Mynd frá HM í pílu á síðasta ári. Þessi þarf að láta jólapeysu duga í ár ef hann verður einn þeirra 1000 sem fær miða á mótið. Paul Harding/Getty Images Áhorfendur á HM í pílu í ár fá ekki að klæða sig upp eins og venja er ár hvert. HM í pílu er þekkt fyrir skrautlega áhorfendur enda mætir hver einn og einasti í búning, oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. HM í pílu fer að venju fram í Alexandra Palace, Ally Pally, í Lundúnum frá 15. desember til 3. janúar næstkomandi. Vísir greindi frá því í gær að mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport 3, um er að ræða 114 klukkutíma af pílukasti. Páll Sævar Guðjónsson, betur þekktur sem Röddin, mun að sjálfsögðu lýsa mótinu af sinni alkunni snilld. Páll Sævar er kynnir á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera einn mesti sérfræðingur landsins þegar kemur að pílu. 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Vegna kórónufaraldursins verða aðeins þúsund áhorfendur leyfðir í Ally Pally að þessu sinni. Það sem meira er þá verður áhorfendum bæði bannað að syngja sem og að mæta í búningum samkvæmt frétt BBC. Ein stærsta hefð HM í pílu er sú að allir sem mæta á mótið eru í búning að einhverju tagi. Oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. Jólapeysur verða leyfðar og reikna má með að fólk reyni að mæta í eins skrautlegum peysum og mögulegt er. Áhorfendur munu þurfa að vera með grímu ásamt því að allur matur og drykkur verður pantaður í gegnum forrit í símanum. Fari fólk ekki eftir settum fyrirmælum þá gæti því verið vísað á dyr. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Bretland England Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
HM í pílu fer að venju fram í Alexandra Palace, Ally Pally, í Lundúnum frá 15. desember til 3. janúar næstkomandi. Vísir greindi frá því í gær að mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport 3, um er að ræða 114 klukkutíma af pílukasti. Páll Sævar Guðjónsson, betur þekktur sem Röddin, mun að sjálfsögðu lýsa mótinu af sinni alkunni snilld. Páll Sævar er kynnir á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera einn mesti sérfræðingur landsins þegar kemur að pílu. 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Vegna kórónufaraldursins verða aðeins þúsund áhorfendur leyfðir í Ally Pally að þessu sinni. Það sem meira er þá verður áhorfendum bæði bannað að syngja sem og að mæta í búningum samkvæmt frétt BBC. Ein stærsta hefð HM í pílu er sú að allir sem mæta á mótið eru í búning að einhverju tagi. Oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. Jólapeysur verða leyfðar og reikna má með að fólk reyni að mæta í eins skrautlegum peysum og mögulegt er. Áhorfendur munu þurfa að vera með grímu ásamt því að allur matur og drykkur verður pantaður í gegnum forrit í símanum. Fari fólk ekki eftir settum fyrirmælum þá gæti því verið vísað á dyr. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Bretland England Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira