Lars Lagerbäck var rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck vann 21 leik sem landsþjálfari Íslands en 18 leiki sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. Tími Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Norðmann endaði ekki eins vel og þegar hann var með íslenska landsliðið og kvaddi eftir leik í átta liða úrslitum á EM. „Eftir samtal okkar og með ósk frá norska sambandinu, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ skrifaði Lars Lagerbäck. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Svíinn staðfestir því að hann hafi í raun verið rekinn. Lars Lagerbäck bekrefter at han fikk sparken https://t.co/st7qAVqXNt— VG (@vgnett) December 3, 2020 Lagerbäck segir þar að árið 2020 hafi ekki verið gott ár hvað varðar árangur og afrek. Hann segir að liðið hafi klikkað að vera upp á sitt besta þegar það skipti mestu máli auk þess að tveir frestaðir leikir hafi rænt möguleikanum á því að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. „Svona er fótboltinn stundum,“ skrifaði Lars Lagerbäck sem var búinn að þjálfa norska liðið síðan í febrúar 2017. Norska liðið átti möguleika á því að tryggja sig inn á EM í gegnum umspilið eins og Ísland en sat eftir strax í undanúrslitunum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. „Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár, skrifaði“ Lagerbäck sem hrósaði bæði sambandinu og landsliðsmönnunum fyrir vinnu sína. Hann endar síðan með því að senda Norðmönnum smá skilaboð. „Að lokum. Ekki gleyma því hvernig þú vinnur fótboltaleiki,“ skrifaði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu alls 35 sinnum. Liðið vann átján af þessum leikjum og tapaði aðeins átta sinnum. Markatalan var 61-35 norska liðinu í vil. Lagerbäck fékk fleiri stig í leik sem þjálfari Norðmanna (1,286) en sem þjálfari íslenska landsliðsins (1,0) og sænska landsliðsins (1,156). Norski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Tími Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Norðmann endaði ekki eins vel og þegar hann var með íslenska landsliðið og kvaddi eftir leik í átta liða úrslitum á EM. „Eftir samtal okkar og með ósk frá norska sambandinu, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ skrifaði Lars Lagerbäck. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Svíinn staðfestir því að hann hafi í raun verið rekinn. Lars Lagerbäck bekrefter at han fikk sparken https://t.co/st7qAVqXNt— VG (@vgnett) December 3, 2020 Lagerbäck segir þar að árið 2020 hafi ekki verið gott ár hvað varðar árangur og afrek. Hann segir að liðið hafi klikkað að vera upp á sitt besta þegar það skipti mestu máli auk þess að tveir frestaðir leikir hafi rænt möguleikanum á því að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. „Svona er fótboltinn stundum,“ skrifaði Lars Lagerbäck sem var búinn að þjálfa norska liðið síðan í febrúar 2017. Norska liðið átti möguleika á því að tryggja sig inn á EM í gegnum umspilið eins og Ísland en sat eftir strax í undanúrslitunum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. „Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár, skrifaði“ Lagerbäck sem hrósaði bæði sambandinu og landsliðsmönnunum fyrir vinnu sína. Hann endar síðan með því að senda Norðmönnum smá skilaboð. „Að lokum. Ekki gleyma því hvernig þú vinnur fótboltaleiki,“ skrifaði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu alls 35 sinnum. Liðið vann átján af þessum leikjum og tapaði aðeins átta sinnum. Markatalan var 61-35 norska liðinu í vil. Lagerbäck fékk fleiri stig í leik sem þjálfari Norðmanna (1,286) en sem þjálfari íslenska landsliðsins (1,0) og sænska landsliðsins (1,156).
Norski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira