Hvaða leikmenn græða mest á því að EM fari fram ári síðar en upphaflega stóð til? [Seinni hluti] Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2020 14:31 Byrjunarlið Íslands í 3-1 sigrinum gegn Slóvakíu ytra. Sumar á myndinni gætu grætt á því að EM hafi verið frestað til 2022. KSÍ Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram sumarið 2022 í Englandi. Er þetta fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska landsliðið tekur þátt í. Hvaða leikmenn liðsins græða mest á því að mótinu sé frestað um ár? Upphaflega til stóð að mótið færi fram næsta sumar, 2021 en vegna kórónufaraldursins var mótið fært. Fresta þurfti EM karla í knattspyrnu um ár svo það færðist fram til næsta sumars. Það var ekki talið mögulegt að halda bæði EM karla og kvenna á sama tíma og því var EM kvenna fært til ársins 2022. Ísland tryggði sér sæti á EM með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra í liðinni viku. Sigurmarkið skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir og var það í glæsilegri kantinum. JÁ JÁ JÁ! Þú verð hann ekki þarna! Stórkostlegt mark frá @berglindbjorg10 pic.twitter.com/WvLwU1sgcZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2020 Ár getur verið mjög langur tími í fótbolta. Ungir leikmenn geta nýtt tækifærið og orðið fastamenn í liðum sínum, spyrjið bara Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þá gætu eldri leikmenn einnig misst dampinn sem og sæti sitt í bæði félagsliði eða landsliði. Leikmenn sem hafa verið frá vegna barnsburðar gætu grætt á slíkri frestun en þónokkuð er um slíkt í íslenska liðinu þessa dagana. Hér að neðan má sjá síðari hluta listans en sá síðari verður birtur á morgun. Þann fyrri má finna hér. Taka skal fram að listinn er aðeins getgátur og hefur ekkert að segja um skoðun blaðamanns eða Vísis á leikmönnum eða landsliðsvali Íslands. Dagný fagnar einu marka sinna í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún skoraði þrennu í leiknum.Vísir/Vilhelm Dagný Brynjarsdóttir, Selfoss | 29 ára miðjumaður Dagný hefur verið – og er – lykilleikmaður íslenska liðsins. Alls á hún að baki 90 landsleiki og hefur skorað í þeim 29 mörk. Hún hins vegar átti erfitt uppdráttar í sumar er Selfoss stóðst ekki væntingar í Pepsi Max deild kvenna. Þá missti hún af síðustu leikjum Íslands í undankeppninni vegna beinbjúgs sem hún fékk eftir tæklingu í leik gegn Val um miðjan september. Hún var þó valin í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. Dagný náði sér hins vegar ekki í tækan tíma og missti af leikjunum. Ræddi hún meiðslin í löngu viðtali við RÚV í október. Ef til vill verður Dagný komin á fullt næsta sumar en hún ætti þó að græða á því að mótinu hafi verið frestað. Fanndís Friðiksdóttur, Valur | 30 ára kantmaður Fanndís hefur einnig verið frá vegna barnsburðar og ekkert spilað síðan 30. júní. Hún hefur hins vegar átt stóran þátt í velgengni Íslands undanfarin ár enda spilað 109 landsleiki og skorað 17 mörk. Þar á meðal eina mark Íslands á EM 2017. Fanndís fagnar eina marki Íslands á EM 2017.Catherine Ivill/Getty Images Þó íslenska liðið sé einkar vel mannað á báðum vængjum vallarins þá er ljóst að Fanndís á alltaf heima í liðinu ef hún er að spila á fullu. 117 mörk í 243 leikjum í meistaraflokki hér á landi sem og atvinnumennska í Noregi, Frakklandi og Ástralíu gefur það til kynna. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík | 19 ára sóknarmaður Sveindís Jane hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenskan fótbolta. Hún bar af í liði Keflavíkur sumarið 2019 er liðið féll úr Pepsi Max deildinni. Var hún lánuð til Breiðabliks í sumar þar sem hún var einfaldlega frábær. Fékk hún tækifæri með íslenska A-landsliðinu þann 17. september er Lettland mætti á Laugardalsvöll. Ísland vann 9-0, Sveindís skoraði tvö og það var ekki aftur snúið. Hefur hún byrjað alla leiki Íslands síðan. Alls hefur hún nú leikið fimm leiki og skorað tvö mörk. Hún býr yfir sama leynivopni og Sif, það er að segja löngum innköstum. Það ofan á allt annað gerir hana að frábærum leikmanni sem verður eflaust enn betri sumarið 2022. Talið er að mörg af betri liðum Evrópu séu nú þegar að fylgjast með henni og gæti því verið að hún verði búin með eitt tímabil í atvinnumennsku þegar EM hefst á Englandi. Sveindís Jane Jónsdóttir í sínum fyrsta landsleik, þar sem hún skoraði tvö mörk.VÍSIR/VILHELM Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðablik | 20 ára miðjumaður Alexandra hafði leikið nokkra æfingaleiki með íslenska A-landsliðinu áður en undankeppni EM 2022 hófst. Þar stimplaði hún sig hins vegar inn sem einn helstu póstum liðsins og byrjaði sex af átta leikjum. Hefur hún alls leikið 10 landsleiki og skorað tvö mörk. Líkt og Sveindís Jane þá verður Alexandra reynslunni ríkari þegar EM fer af stað. Hún spilar stórt hlutverk í frábæru liði Blika og gæti einnig reynt fyrir sér í atvinnumennsku áður en EM hefst. Alexandra er uppalin í Haukum en skipti yfir í Breiðablik fyrir sumarið 2018. Þar hefur hún blómstrað en þrátt fyrir að leika sem miðjumaður þá skorar hún nóg af mörkum. Alls hefur hún skorað 39 mörk í 106 leikjum, þar af 21 í deild í 32 leikjum fyrir Breiðablik. Ætli það séu mörg félög í heiminum sem hafa alið upp eins góða miðjumenn í kvennaboltanum og @FCHaukar Efast um það #fotboltinet pic.twitter.com/h5ILHRatF3— Gudmundur Asgeirsson (@gummi_aa) December 2, 2020 Aðrir leikmenn sem gætu grætt á frestun EM Cecilia Rán Rúnarsdóttir, Fylkir | 17 ára markvörður Hefur verið á varamannabekk íslenska liðsins undanfarið þrátt fyrir ungan aldur. Er talin framtíðar markvörður Íslands og ef hún heldur áfram að bæta sig næsta sumar eru allir vegir færir. Ásta Eir Árnadóttir, Breiðablik | 27 ára bakvörður Á að baki átta A-landsleiki og kom inn í byrjunarlið Íslands í 1-0 sigrinum á Slóvakíu þann 2. september 2019 er Sif Atladóttir datt út vegna barnsburðar. Stuttu síðar kom í ljós að Ásta Eir var einnig ólétt. Guðný Árnadóttir, Valur (Á leið til AC Milan) | 20 ára miðvörður Guðný er einn af efnilegir varnarmönnum Íslands og hver veit hversu mikið hún gæti bætt sig í atvinnumennsku. Hefur bætt sig gríðarlega nú þegar á stuttum tíma. Á að baki átta landsleiki fyrir Ísland. Barbára Sól Gísladóttir, Selfoss | 19 ára bakvörður Var frábær í annars slöku liði Selfyssinga í sumar. Á að baki 34 yngri landsleiki, þar af 22 fyrir U19 ára lið Íslands. Kom inn af bekknum í mikilvæga 1-0 sigrinum gegn Ungverjalandi sem og 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Gæti verið orðinn enn stærri hluti af hópnum sumarið 2022. Bryndís Arna Níelsdóttir, Fylkir)| 17 ára framherji Annar leikmaður Fylkis sem er fæddur ári 2003. Var á bekknum gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. Ef Jón Þór heldur sig við tveggja framherja kerfi gæti Bryndís alveg nýst A-landsliðinu á næstunni. Skoraði 10 mörk í 15 leikjum í Pepsi Max deildinni í sumar og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir hrósaði henni í hástert fyrr á þessu ári. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Hvaða leikmenn græða mest á því að EM fari fram ári síðar en upphaflega stóð til? [Fyrri hluti] Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram sumarið 2022 í Englandi. Er þetta fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska landsliðið tekur þátt í. Hvaða leikmenn liðsins græða mest á því að mótinu sé frestað um ár? 3. desember 2020 16:01 Jón Þór með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur landsliðsþjálfara Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur unnið sextíu prósent leikja sinna síðan Jón Þór Hauksson tók við því haustið 2018. Hann er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins. 3. desember 2020 12:00 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01 Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Upphaflega til stóð að mótið færi fram næsta sumar, 2021 en vegna kórónufaraldursins var mótið fært. Fresta þurfti EM karla í knattspyrnu um ár svo það færðist fram til næsta sumars. Það var ekki talið mögulegt að halda bæði EM karla og kvenna á sama tíma og því var EM kvenna fært til ársins 2022. Ísland tryggði sér sæti á EM með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra í liðinni viku. Sigurmarkið skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir og var það í glæsilegri kantinum. JÁ JÁ JÁ! Þú verð hann ekki þarna! Stórkostlegt mark frá @berglindbjorg10 pic.twitter.com/WvLwU1sgcZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2020 Ár getur verið mjög langur tími í fótbolta. Ungir leikmenn geta nýtt tækifærið og orðið fastamenn í liðum sínum, spyrjið bara Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þá gætu eldri leikmenn einnig misst dampinn sem og sæti sitt í bæði félagsliði eða landsliði. Leikmenn sem hafa verið frá vegna barnsburðar gætu grætt á slíkri frestun en þónokkuð er um slíkt í íslenska liðinu þessa dagana. Hér að neðan má sjá síðari hluta listans en sá síðari verður birtur á morgun. Þann fyrri má finna hér. Taka skal fram að listinn er aðeins getgátur og hefur ekkert að segja um skoðun blaðamanns eða Vísis á leikmönnum eða landsliðsvali Íslands. Dagný fagnar einu marka sinna í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún skoraði þrennu í leiknum.Vísir/Vilhelm Dagný Brynjarsdóttir, Selfoss | 29 ára miðjumaður Dagný hefur verið – og er – lykilleikmaður íslenska liðsins. Alls á hún að baki 90 landsleiki og hefur skorað í þeim 29 mörk. Hún hins vegar átti erfitt uppdráttar í sumar er Selfoss stóðst ekki væntingar í Pepsi Max deild kvenna. Þá missti hún af síðustu leikjum Íslands í undankeppninni vegna beinbjúgs sem hún fékk eftir tæklingu í leik gegn Val um miðjan september. Hún var þó valin í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. Dagný náði sér hins vegar ekki í tækan tíma og missti af leikjunum. Ræddi hún meiðslin í löngu viðtali við RÚV í október. Ef til vill verður Dagný komin á fullt næsta sumar en hún ætti þó að græða á því að mótinu hafi verið frestað. Fanndís Friðiksdóttur, Valur | 30 ára kantmaður Fanndís hefur einnig verið frá vegna barnsburðar og ekkert spilað síðan 30. júní. Hún hefur hins vegar átt stóran þátt í velgengni Íslands undanfarin ár enda spilað 109 landsleiki og skorað 17 mörk. Þar á meðal eina mark Íslands á EM 2017. Fanndís fagnar eina marki Íslands á EM 2017.Catherine Ivill/Getty Images Þó íslenska liðið sé einkar vel mannað á báðum vængjum vallarins þá er ljóst að Fanndís á alltaf heima í liðinu ef hún er að spila á fullu. 117 mörk í 243 leikjum í meistaraflokki hér á landi sem og atvinnumennska í Noregi, Frakklandi og Ástralíu gefur það til kynna. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík | 19 ára sóknarmaður Sveindís Jane hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenskan fótbolta. Hún bar af í liði Keflavíkur sumarið 2019 er liðið féll úr Pepsi Max deildinni. Var hún lánuð til Breiðabliks í sumar þar sem hún var einfaldlega frábær. Fékk hún tækifæri með íslenska A-landsliðinu þann 17. september er Lettland mætti á Laugardalsvöll. Ísland vann 9-0, Sveindís skoraði tvö og það var ekki aftur snúið. Hefur hún byrjað alla leiki Íslands síðan. Alls hefur hún nú leikið fimm leiki og skorað tvö mörk. Hún býr yfir sama leynivopni og Sif, það er að segja löngum innköstum. Það ofan á allt annað gerir hana að frábærum leikmanni sem verður eflaust enn betri sumarið 2022. Talið er að mörg af betri liðum Evrópu séu nú þegar að fylgjast með henni og gæti því verið að hún verði búin með eitt tímabil í atvinnumennsku þegar EM hefst á Englandi. Sveindís Jane Jónsdóttir í sínum fyrsta landsleik, þar sem hún skoraði tvö mörk.VÍSIR/VILHELM Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðablik | 20 ára miðjumaður Alexandra hafði leikið nokkra æfingaleiki með íslenska A-landsliðinu áður en undankeppni EM 2022 hófst. Þar stimplaði hún sig hins vegar inn sem einn helstu póstum liðsins og byrjaði sex af átta leikjum. Hefur hún alls leikið 10 landsleiki og skorað tvö mörk. Líkt og Sveindís Jane þá verður Alexandra reynslunni ríkari þegar EM fer af stað. Hún spilar stórt hlutverk í frábæru liði Blika og gæti einnig reynt fyrir sér í atvinnumennsku áður en EM hefst. Alexandra er uppalin í Haukum en skipti yfir í Breiðablik fyrir sumarið 2018. Þar hefur hún blómstrað en þrátt fyrir að leika sem miðjumaður þá skorar hún nóg af mörkum. Alls hefur hún skorað 39 mörk í 106 leikjum, þar af 21 í deild í 32 leikjum fyrir Breiðablik. Ætli það séu mörg félög í heiminum sem hafa alið upp eins góða miðjumenn í kvennaboltanum og @FCHaukar Efast um það #fotboltinet pic.twitter.com/h5ILHRatF3— Gudmundur Asgeirsson (@gummi_aa) December 2, 2020 Aðrir leikmenn sem gætu grætt á frestun EM Cecilia Rán Rúnarsdóttir, Fylkir | 17 ára markvörður Hefur verið á varamannabekk íslenska liðsins undanfarið þrátt fyrir ungan aldur. Er talin framtíðar markvörður Íslands og ef hún heldur áfram að bæta sig næsta sumar eru allir vegir færir. Ásta Eir Árnadóttir, Breiðablik | 27 ára bakvörður Á að baki átta A-landsleiki og kom inn í byrjunarlið Íslands í 1-0 sigrinum á Slóvakíu þann 2. september 2019 er Sif Atladóttir datt út vegna barnsburðar. Stuttu síðar kom í ljós að Ásta Eir var einnig ólétt. Guðný Árnadóttir, Valur (Á leið til AC Milan) | 20 ára miðvörður Guðný er einn af efnilegir varnarmönnum Íslands og hver veit hversu mikið hún gæti bætt sig í atvinnumennsku. Hefur bætt sig gríðarlega nú þegar á stuttum tíma. Á að baki átta landsleiki fyrir Ísland. Barbára Sól Gísladóttir, Selfoss | 19 ára bakvörður Var frábær í annars slöku liði Selfyssinga í sumar. Á að baki 34 yngri landsleiki, þar af 22 fyrir U19 ára lið Íslands. Kom inn af bekknum í mikilvæga 1-0 sigrinum gegn Ungverjalandi sem og 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Gæti verið orðinn enn stærri hluti af hópnum sumarið 2022. Bryndís Arna Níelsdóttir, Fylkir)| 17 ára framherji Annar leikmaður Fylkis sem er fæddur ári 2003. Var á bekknum gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. Ef Jón Þór heldur sig við tveggja framherja kerfi gæti Bryndís alveg nýst A-landsliðinu á næstunni. Skoraði 10 mörk í 15 leikjum í Pepsi Max deildinni í sumar og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir hrósaði henni í hástert fyrr á þessu ári.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Hvaða leikmenn græða mest á því að EM fari fram ári síðar en upphaflega stóð til? [Fyrri hluti] Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram sumarið 2022 í Englandi. Er þetta fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska landsliðið tekur þátt í. Hvaða leikmenn liðsins græða mest á því að mótinu sé frestað um ár? 3. desember 2020 16:01 Jón Þór með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur landsliðsþjálfara Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur unnið sextíu prósent leikja sinna síðan Jón Þór Hauksson tók við því haustið 2018. Hann er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins. 3. desember 2020 12:00 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01 Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Hvaða leikmenn græða mest á því að EM fari fram ári síðar en upphaflega stóð til? [Fyrri hluti] Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram sumarið 2022 í Englandi. Er þetta fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska landsliðið tekur þátt í. Hvaða leikmenn liðsins græða mest á því að mótinu sé frestað um ár? 3. desember 2020 16:01
Jón Þór með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur landsliðsþjálfara Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur unnið sextíu prósent leikja sinna síðan Jón Þór Hauksson tók við því haustið 2018. Hann er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins. 3. desember 2020 12:00
Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31
Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01
Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti