Neytendasamtökin segja ósanngjarnt að neytendur borgi stuðning við bændur Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2020 19:20 Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem formaður Neytendasamtakanna segir að muni hækka verð á innfluttum landbúnaðarvörum til að hægt verði að hækka einnig verð á innlendum landbúnaðarvörum. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir ósanngjarnt að neytendur verði látnir borga stuðning við bændur með því að hækka álögur á innfluttar landbúnaðarvörur í skjóli kórónuveirufaraldursins. Nær væri að veita bændum beinan stuðning eins og örðum atvinnugreinum. Hinn fyrsta janúar á þessu ári tóku gildi nýjar reglur sem lækkuðu álögur á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta í viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp þar sem aftur er horfið til fyrri álagningar næstu tvö árin til að mæta miklum samdrætti í sölu íslenskra landbúnaðarvara vegna gífurlegrar fækkunar ferðamanna. En á sama tíma hafi magn innflutnings haldist óbreytt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka segir hækkun tolla ekki bestu leiðina til að styðja við bændur. Best væri að styrkja bændur beint. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir nær að styðja bændur til nýsköpunar en reisa tollamúr fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum sem leiði til hærra verðs til neytenda á bæði innlendum og innfluttum vörum.Stöð 2/Arnar „Við sjáum til dæmis ekki að þessi leið hafi verið farin í öðrðum atvinnugreinum. Þar sem ríkið hefur til dæmis komið að því að styrkja ferðaþjónustuna og aðra sem orðið hafa fyrir tekjutapi í þessu. Það er bara ekki réttlátt að það sé lagður sérstakur skattur á neytendur vegna þessa,“ segir Breki. Frumvarp landbúnaðarráðherra þýði að innfluttar landbúnaðarvörur hækki í verði. „Til þess að íslenskar vörur geti einnig hækkað í verði. Við það verður ekki búið,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Félag atvinnurekenda tekur undir þetta sjónarmið. En Breki segir nær að styrkja bændur beint til að auka nýbreytni og nýsköpun. Leiðin sem nú eigi að hverfa aftur til hafi ekki skilað bændum góðum hag. „Það er alltaf hættan við svona aðgerðir að þegar þær eru einu sinni komnar á taki ár og áratugi að vinda ofan af því,“ segir Breki Karlsson. Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46 Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Sjá meira
Hinn fyrsta janúar á þessu ári tóku gildi nýjar reglur sem lækkuðu álögur á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta í viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp þar sem aftur er horfið til fyrri álagningar næstu tvö árin til að mæta miklum samdrætti í sölu íslenskra landbúnaðarvara vegna gífurlegrar fækkunar ferðamanna. En á sama tíma hafi magn innflutnings haldist óbreytt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka segir hækkun tolla ekki bestu leiðina til að styðja við bændur. Best væri að styrkja bændur beint. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir nær að styðja bændur til nýsköpunar en reisa tollamúr fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum sem leiði til hærra verðs til neytenda á bæði innlendum og innfluttum vörum.Stöð 2/Arnar „Við sjáum til dæmis ekki að þessi leið hafi verið farin í öðrðum atvinnugreinum. Þar sem ríkið hefur til dæmis komið að því að styrkja ferðaþjónustuna og aðra sem orðið hafa fyrir tekjutapi í þessu. Það er bara ekki réttlátt að það sé lagður sérstakur skattur á neytendur vegna þessa,“ segir Breki. Frumvarp landbúnaðarráðherra þýði að innfluttar landbúnaðarvörur hækki í verði. „Til þess að íslenskar vörur geti einnig hækkað í verði. Við það verður ekki búið,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Félag atvinnurekenda tekur undir þetta sjónarmið. En Breki segir nær að styrkja bændur beint til að auka nýbreytni og nýsköpun. Leiðin sem nú eigi að hverfa aftur til hafi ekki skilað bændum góðum hag. „Það er alltaf hættan við svona aðgerðir að þegar þær eru einu sinni komnar á taki ár og áratugi að vinda ofan af því,“ segir Breki Karlsson.
Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46 Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Sjá meira
Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30
Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20
Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46