Að sögn heimildamannsins hefur samningsteymi Evrópusambandsins ákveðið að bæta við nýjum atriðum í samninginn „á síðustu stundu.“ Hann sagði þó að staðan gæti mögulega breyst á næstu dögum.
Fríverslunarsamningar sem nú eru í gildi renna út þann 31. desember næstkomandi en samningsnefndir hafa fundað linnulaust undanfarnar vikur. Báðar hliðar hafa sóst eftir að koma sínum sjónarmiðum inn í samninginn, sérstaklega í nokkrum meginatriðum. Helstu deiluatriði eru samkeppnislög og fiskveiðiheimildir.
Heimildamaður úr teymi Evrópusambandsins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að Evrópusambandið hafi ekki lagt fram neinar nýjar kröfur á samningsborðið.
Evrópusambandið og Bretland hafa átt í viðræðum um fríverslun síðan í mars en útgönguferli Breta hefst fyrir alvöru um áramótin.