Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið Ingvar Sverrisson skrifar 4. desember 2020 15:31 Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni og smithættu af henni í einhver misseri áfram. Það er einnig ljóst að þolinmæði fer minnkandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart þeim miklu takmörkunum sem hafa verið á íþróttastarfi. Það er nefnilega mjög erfitt að einskorða æfingar í fjölbreyttum íþróttagreinum við t.d. útihlaup og ekki líklegt að ná þeim framförum og árangri sem stefnt er að við þannig aðstæður. Af þessum sökum fögnum við þeim áformum sem nú eru uppi um að samhliða því að tekinn verði upp litakóði um þær ráðstafanir sem eru í gildi hverju sinni, verði settar fram reglur fyrir íþróttahreyfinguna um hvernig íþróttastarfi skal hagað við hvert viðbúnaðarstig. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar höfum fylgst með því hvernig önnur lönd haga sínu íþróttastarfi í faraldrinum og höfum séð margar útfærslur sem hægt er að aðlaga að íslensku samfélagi. Fyrir íþróttafólkið okkar sem stefnir að því að keppa á alþjóðlegum vettvangi skiptir miklu máli að dragast ekki mikið aftur úr heldur fá að halda starfinu áfram. Einnig er hinn félagslegi og andlegi þáttur gríðarlega mikilvægur í íþróttastarfi og þjóðhagslega mikilvægur til lengri tíma. Hægt er að koma á umgjörð sem dregur verulega úr líkum á smitum en leyfir samt áframhaldandi æfingar og keppnisstarf. Við höfum séð margar útfærslur í löndunum í kringum okkur, til dæmis hvað varðar reglur um umgengni á æfinga-, og keppnisstöðum, reglur varðandi ferðalög, viðbrögð við veikindum og jafnvel reglulegar skimanir. Íþróttafólk er agað, vant því að fylgja reglum af ýmsu tagi um fjölmargt sem tengist hverri og einni íþróttagrein. Því ætti það ekki að vefjast fyrir íþróttafólki að fylgja fleiri reglum. Auk þess tíðkast almennt í íþróttagreinum að ef ekki er farið eftir reglum þá eru viðurlög og það ætti að vera hægur vandi að láta sama gilda um brot á reglum hvað varðar sóttvarnir. Það er ljóst að ef settar verða upp mismunandi leiðir fyrir íþróttagreinarnar þá munu sumar greinar finna fyrir meiri breytingum en aðrar, allt eftir eðli aðstæðna. Besta leiðin til þess að skapa ekki ríg á milli íþróttagreina vegna þessara misíþyngjandi aðgerða væri að okkar mati sú að skilgreina íþróttagreinar á vísindalegan hátt út frá hættu á smiti. Ef fyrirkomulagið er með þeim hætti strax í upphafi ættu fulltrúar þessara greina að sætta sig við muninn og sýna skilning. Við vonum að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til þess að hægt verði að halda uppi virku íþróttastarfi en jafnframt virkum sóttvörnum. Íþróttastarf er nefnilega mikilvægt lýðheilsumál og við höfum lært það af reynslu undanfarinna mánaða að til eru leiðir til þess að halda uppi öflugu íþróttastarfi samhliða faraldrinum. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni og smithættu af henni í einhver misseri áfram. Það er einnig ljóst að þolinmæði fer minnkandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart þeim miklu takmörkunum sem hafa verið á íþróttastarfi. Það er nefnilega mjög erfitt að einskorða æfingar í fjölbreyttum íþróttagreinum við t.d. útihlaup og ekki líklegt að ná þeim framförum og árangri sem stefnt er að við þannig aðstæður. Af þessum sökum fögnum við þeim áformum sem nú eru uppi um að samhliða því að tekinn verði upp litakóði um þær ráðstafanir sem eru í gildi hverju sinni, verði settar fram reglur fyrir íþróttahreyfinguna um hvernig íþróttastarfi skal hagað við hvert viðbúnaðarstig. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar höfum fylgst með því hvernig önnur lönd haga sínu íþróttastarfi í faraldrinum og höfum séð margar útfærslur sem hægt er að aðlaga að íslensku samfélagi. Fyrir íþróttafólkið okkar sem stefnir að því að keppa á alþjóðlegum vettvangi skiptir miklu máli að dragast ekki mikið aftur úr heldur fá að halda starfinu áfram. Einnig er hinn félagslegi og andlegi þáttur gríðarlega mikilvægur í íþróttastarfi og þjóðhagslega mikilvægur til lengri tíma. Hægt er að koma á umgjörð sem dregur verulega úr líkum á smitum en leyfir samt áframhaldandi æfingar og keppnisstarf. Við höfum séð margar útfærslur í löndunum í kringum okkur, til dæmis hvað varðar reglur um umgengni á æfinga-, og keppnisstöðum, reglur varðandi ferðalög, viðbrögð við veikindum og jafnvel reglulegar skimanir. Íþróttafólk er agað, vant því að fylgja reglum af ýmsu tagi um fjölmargt sem tengist hverri og einni íþróttagrein. Því ætti það ekki að vefjast fyrir íþróttafólki að fylgja fleiri reglum. Auk þess tíðkast almennt í íþróttagreinum að ef ekki er farið eftir reglum þá eru viðurlög og það ætti að vera hægur vandi að láta sama gilda um brot á reglum hvað varðar sóttvarnir. Það er ljóst að ef settar verða upp mismunandi leiðir fyrir íþróttagreinarnar þá munu sumar greinar finna fyrir meiri breytingum en aðrar, allt eftir eðli aðstæðna. Besta leiðin til þess að skapa ekki ríg á milli íþróttagreina vegna þessara misíþyngjandi aðgerða væri að okkar mati sú að skilgreina íþróttagreinar á vísindalegan hátt út frá hættu á smiti. Ef fyrirkomulagið er með þeim hætti strax í upphafi ættu fulltrúar þessara greina að sætta sig við muninn og sýna skilning. Við vonum að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til þess að hægt verði að halda uppi virku íþróttastarfi en jafnframt virkum sóttvörnum. Íþróttastarf er nefnilega mikilvægt lýðheilsumál og við höfum lært það af reynslu undanfarinna mánaða að til eru leiðir til þess að halda uppi öflugu íþróttastarfi samhliða faraldrinum. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar