Dagskráin í dag: Martin, Messi, Ronaldo og nóg af golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2020 06:01 Martin er í beinni dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Juan Navarro/Getty Images Það er nóg um að vera í dag. Við bjóðum upp á þrjá leiki í spænska fótboltanum og einn í spænska körfuboltanum. Þá eru þrír leikir í ítalsak boltanum, einn í ensku B-deildinni og nóg af golfi. Martin Hermannsson og félagar í Valencia heimsækja Urbas Fuenlabrada í spænska körfuboltanum í kvöld. Valencia hefur ekki leikið vel heima fyrir og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að koma tímabilinu af stað heima fyrir. Útsending hefst 19.35 og leikurinn tíu mínútum síðar. Stöð 2 Sport 2 Við hefjum leikinn nokkuð snemma á leik Reading og Nottingham Forest. Tvö gömul Íslendingalið að kljást í ensku B-deildinni. Reading hefur byrjað tímabilið vel á meðan það er aldrei ljóst hvaða Forest-lið mætir til leiks. Eigum þó vona á hörkuleik og hefst útsending 12.25. Klukkan 15.05 er svo komið að leik Sevilla og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla, var auðvitað rekinn frá Real Madrid á síðustu leiktíð. Sum mun ef til vill að hann var rekinn sem þjálfari spænska landsliðsins á HM 2018 er það fréttist að hann væri búinn að samþykkja tilboð Real. Real þarf nauðsynlega á sigri að halda en félagið er út á þekju þessa dagana. Gengið er skelfilegt á Spáni sem og í Meistaradeildinni. Þaðan færum við okkur til Madrídar en Atlético tekur á móti Real Valladolid. Heimamenn hafa byrjað tímabilið af krafti og sjá fyrir sér alvöru titilbaráttu á meðan Real og Barcelona eru ekki upp á sitt besta. Útsendingin frá Madríd hefst 17.20. Talandi um Barcelona þá er leikur Cádiz og Börsunga á dagskrá 19.50. Stöð 2 Sport 4 Það eru þrír leikir á dagskrá ítalska boltans í dag. Klukkan 13.50 er leikur Spezia og Lazio á dagskrá og klukkan 16.50 er slagurinn um Tórínó. Juventus fær þá nágranna sína í Torino í heimsókn. Lærisveinar Andrea Pirlo VERÐA einfaldlega að vinna leikinn ef þeir ætla að eiga möguleika á 10. Ítalíumeistaratitlinum í röð. Svo er komið að Inter Milan en þeir taka á móti Bologna klukkan 19.35. Golfstöðin Við hefjum leik verulega snemma en klukkan 06.30 er sýnt frá lokadegi Golf in Dubai Championship-mótsins á Evrópumótaröðinni. Klukkan 11.00 er svo South African Open en það er einnig hluti af Evróumótaröðinni. Klukkan 19.00 er svo Mayakoba Golf Classic á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá dagsins. Hér má sjá hvað er framundan í beinni. Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Spænski körfuboltinn Golf Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar í Valencia heimsækja Urbas Fuenlabrada í spænska körfuboltanum í kvöld. Valencia hefur ekki leikið vel heima fyrir og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að koma tímabilinu af stað heima fyrir. Útsending hefst 19.35 og leikurinn tíu mínútum síðar. Stöð 2 Sport 2 Við hefjum leikinn nokkuð snemma á leik Reading og Nottingham Forest. Tvö gömul Íslendingalið að kljást í ensku B-deildinni. Reading hefur byrjað tímabilið vel á meðan það er aldrei ljóst hvaða Forest-lið mætir til leiks. Eigum þó vona á hörkuleik og hefst útsending 12.25. Klukkan 15.05 er svo komið að leik Sevilla og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla, var auðvitað rekinn frá Real Madrid á síðustu leiktíð. Sum mun ef til vill að hann var rekinn sem þjálfari spænska landsliðsins á HM 2018 er það fréttist að hann væri búinn að samþykkja tilboð Real. Real þarf nauðsynlega á sigri að halda en félagið er út á þekju þessa dagana. Gengið er skelfilegt á Spáni sem og í Meistaradeildinni. Þaðan færum við okkur til Madrídar en Atlético tekur á móti Real Valladolid. Heimamenn hafa byrjað tímabilið af krafti og sjá fyrir sér alvöru titilbaráttu á meðan Real og Barcelona eru ekki upp á sitt besta. Útsendingin frá Madríd hefst 17.20. Talandi um Barcelona þá er leikur Cádiz og Börsunga á dagskrá 19.50. Stöð 2 Sport 4 Það eru þrír leikir á dagskrá ítalska boltans í dag. Klukkan 13.50 er leikur Spezia og Lazio á dagskrá og klukkan 16.50 er slagurinn um Tórínó. Juventus fær þá nágranna sína í Torino í heimsókn. Lærisveinar Andrea Pirlo VERÐA einfaldlega að vinna leikinn ef þeir ætla að eiga möguleika á 10. Ítalíumeistaratitlinum í röð. Svo er komið að Inter Milan en þeir taka á móti Bologna klukkan 19.35. Golfstöðin Við hefjum leik verulega snemma en klukkan 06.30 er sýnt frá lokadegi Golf in Dubai Championship-mótsins á Evrópumótaröðinni. Klukkan 11.00 er svo South African Open en það er einnig hluti af Evróumótaröðinni. Klukkan 19.00 er svo Mayakoba Golf Classic á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá dagsins. Hér má sjá hvað er framundan í beinni.
Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Spænski körfuboltinn Golf Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira