„Janúar verður hryllilegur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 18:22 Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar. Getty/Alex Edelman Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, varar við því að faraldur kórónuveiru eigi enn eftir að versna í Bandaríkjunum, hvar hann hefur náð nýjum hæðum síðustu daga og vikur. „Janúar verður hryllilegur,“ segir Fauci í samtali við Newsweek í dag. Yfir hundrað þúsund manns liggja nú á sjúkrahúsi vegna veikinda af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum og heldur áfram að fjölga. Þá gerir spálíkan Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) ráð fyrir allt að 23 þúsund Covid-innlögnum á dag í lok desember. Þá greindust yfir 217 þúsund með veiruna í landinu í gær og hefur nýgreindum farið fjölgandi dag frá degi síðustu vikur. Áðurnefndur Fauci hefur þungar áhyggjur af ástandinu. „Ég held að janúar verði hryllilegur vegna þess að við fáum þakkargjörðarbylgjuna ofan í jólabylgjuna. Þannig að það gæti vel verið að janúar verði verstur,“ segir Fauci í samtali við Newsweek í dag. Hann bendir á að smitum muni áfram fjölga í að minnsta kosti þrjár vikur eftir mannamót og ferðalög í kringum þakkargjörðarhátíðina, sem bar upp á fimmtudag í síðustu viku. Þeim muni, því miður, fylgja fleiri innlagnir á sjúkrahús og dauðsföll. Yfir fjórtán milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum, samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólasjúkrahússins. Rúmlega 270 þúsund hafa látist af völdum veirunnar í landinu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. 3. desember 2020 14:09 Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. 3. desember 2020 06:16 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Yfir hundrað þúsund manns liggja nú á sjúkrahúsi vegna veikinda af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum og heldur áfram að fjölga. Þá gerir spálíkan Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) ráð fyrir allt að 23 þúsund Covid-innlögnum á dag í lok desember. Þá greindust yfir 217 þúsund með veiruna í landinu í gær og hefur nýgreindum farið fjölgandi dag frá degi síðustu vikur. Áðurnefndur Fauci hefur þungar áhyggjur af ástandinu. „Ég held að janúar verði hryllilegur vegna þess að við fáum þakkargjörðarbylgjuna ofan í jólabylgjuna. Þannig að það gæti vel verið að janúar verði verstur,“ segir Fauci í samtali við Newsweek í dag. Hann bendir á að smitum muni áfram fjölga í að minnsta kosti þrjár vikur eftir mannamót og ferðalög í kringum þakkargjörðarhátíðina, sem bar upp á fimmtudag í síðustu viku. Þeim muni, því miður, fylgja fleiri innlagnir á sjúkrahús og dauðsföll. Yfir fjórtán milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum, samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólasjúkrahússins. Rúmlega 270 þúsund hafa látist af völdum veirunnar í landinu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. 3. desember 2020 14:09 Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. 3. desember 2020 06:16 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01
Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. 3. desember 2020 14:09
Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. 3. desember 2020 06:16