Mörkin 750 á ferli Ronaldo | Bætir hann við listann í dag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2020 08:01 Fari svo að Ronaldo skori tvö mörk í dag þá er hann kominn upp í 650 mörk fyrir félagslið á ferlinum. Thananuwat Srirasant/Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði á dögunum sitt 750. mark á ferlinum. Ótrúlegt afrek og það virðist ekkert vera hægja á kappanum þrátt fyrir að verða 36 ára á næsta ári. Ronaldo skoraði eitt marka Juventus í 3-0 sigri á Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Leikurinn var þegar merkilegur fyrir þær sakir að Stephanie Frappart varð þar fyrst kvenna til að dæma leik í Meistaradeildinni. Ronaldo ákvað svo að skora sitt 750. mark á ferlinum til að gera leikinn enn merkilegri. Fyrir þau sem halda að það sé farið að hægjast á hinum 35 ára gamla Ronaldo þá er vert að nefna að hann skoraði 700. mark ferilsins aðeins í október á síðasta ári. Only three players in football history have scored 750 goals for club & country: Josef Bican (759) Pelé (757) Cristiano Ronaldo (750)On the verge. pic.twitter.com/2ze5UD1sLj— Squawka Football (@Squawka) December 2, 2020 Ronaldo hefur skorað 132 mörk í Meistaradeild Evrópu og það í aðeins 173 leikjum. Alls hefur hann skorað 648 mörk fyrir þau fjögur félagslið sem hann hefur leikið með. Gæti hann komist upp í 650 þegar Juventus tekur á móti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni síðar í dag. Hann hóf markaskorun sína hjá Sporting Lissabon í Portúgal. Þar skoraði hann fimm mörk áður en hann færði sig um set til Englands og gekk í raðir Manchester United. Þar skoraði hann 119 mörk alls í 292 leikjum. Þaðan fór hann til Real og varð markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 450 mörk og þá hefur hann skorað 75 mörk í treyju Juventus eftir að hafa gengið til liðs við ítölsku meistarana árið 2018. Ronaldo hefur skorað 102 mörk fyrir portúgalska landsliðið og hefur aðeins einn leikmaður í sögunni skorað oftar fyrir land sitt en Ronaldo. Það er Ali Daei frá Íran sem skoraði á sínum tíma 109 mörk. Þeir tveir eru einu leikmennirnir sem hafa skorað yfir 100 landsliðsmörk á ferlinum. If you scored 35 goals for 20 consecutive seasons, you d retire with 700 career goals to your name.Cristiano Ronaldo already has 750 pic.twitter.com/UTB4dq3QX6— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2020 Eins og áður sagði virðist ekkert vera hægja á Ronaldo. Hann er kominn með 10 mörk í aðeins átta leikjum fyrir Juventus á leiktíðinni þrátt fyrir að missa mikið úr eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann nái 650. markinu sínu fyrir félagslið í dag en Juventus tekur á móti Tórinó í nágrannaslag klukkan 17.00 í dag. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira
Ronaldo skoraði eitt marka Juventus í 3-0 sigri á Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Leikurinn var þegar merkilegur fyrir þær sakir að Stephanie Frappart varð þar fyrst kvenna til að dæma leik í Meistaradeildinni. Ronaldo ákvað svo að skora sitt 750. mark á ferlinum til að gera leikinn enn merkilegri. Fyrir þau sem halda að það sé farið að hægjast á hinum 35 ára gamla Ronaldo þá er vert að nefna að hann skoraði 700. mark ferilsins aðeins í október á síðasta ári. Only three players in football history have scored 750 goals for club & country: Josef Bican (759) Pelé (757) Cristiano Ronaldo (750)On the verge. pic.twitter.com/2ze5UD1sLj— Squawka Football (@Squawka) December 2, 2020 Ronaldo hefur skorað 132 mörk í Meistaradeild Evrópu og það í aðeins 173 leikjum. Alls hefur hann skorað 648 mörk fyrir þau fjögur félagslið sem hann hefur leikið með. Gæti hann komist upp í 650 þegar Juventus tekur á móti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni síðar í dag. Hann hóf markaskorun sína hjá Sporting Lissabon í Portúgal. Þar skoraði hann fimm mörk áður en hann færði sig um set til Englands og gekk í raðir Manchester United. Þar skoraði hann 119 mörk alls í 292 leikjum. Þaðan fór hann til Real og varð markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 450 mörk og þá hefur hann skorað 75 mörk í treyju Juventus eftir að hafa gengið til liðs við ítölsku meistarana árið 2018. Ronaldo hefur skorað 102 mörk fyrir portúgalska landsliðið og hefur aðeins einn leikmaður í sögunni skorað oftar fyrir land sitt en Ronaldo. Það er Ali Daei frá Íran sem skoraði á sínum tíma 109 mörk. Þeir tveir eru einu leikmennirnir sem hafa skorað yfir 100 landsliðsmörk á ferlinum. If you scored 35 goals for 20 consecutive seasons, you d retire with 700 career goals to your name.Cristiano Ronaldo already has 750 pic.twitter.com/UTB4dq3QX6— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2020 Eins og áður sagði virðist ekkert vera hægja á Ronaldo. Hann er kominn með 10 mörk í aðeins átta leikjum fyrir Juventus á leiktíðinni þrátt fyrir að missa mikið úr eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann nái 650. markinu sínu fyrir félagslið í dag en Juventus tekur á móti Tórinó í nágrannaslag klukkan 17.00 í dag. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira