Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2020 19:03 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ötull talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þrjár vikur eru í formlega útgöngu. Vísir/EPA Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. Var það niðurstaða samtals þeirra að enn væri möguleiki að ná saman um fríverslunarsamning sem tæki gildi eftir áramót þegar Bretar ganga formlega úr Evrópusambandinu. Guardian greinir frá. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Johnson og Von Der Leyen sögðust leiðtogarnir ætla að ræða aftur saman á mánudagskvöld. „Í símtali í dag sem snerist um áframhaldandi viðræður Evrópusambandsins og Bretlands fögnuðum við því að árangur hefur náðst á mörgum sviðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Engu að síður er enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum: Varðandi sanngirnissjónarmið, stjórnsýslu og fiskveiðar.“ Samkomulag hefur náðst á flestum sviðum en enn deila samningsaðilar um grundvallaratriði.. Þau Johnson og Von Der Leyen eru sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. Óskuðu eftir samtali leiðtoganna Leiðtogar samningsteyma beggja hliða óskuðu eftir því að Johnson og Von Der Leyen myndu stíga inn í þar sem að samningsaðilum tókst ekki að leysa úr stórum deilumálum í vikunni. Samningsnefndirnar hafa fundað linnulaust undanfarna viku í Lundúnum. Heimildamenn breska ríkisútvarpsins í samningsteymunum lýstu því yfir í vikunni að hverfandi líkur væru á því að samningar næðust fyrir áramót. Að sögn heimildamanns í samningsteymi Breta hafði Evrópusambandið bætt við nýjum atriðum í samninginn á síðustu stundu. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22 Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum. 3. desember 2020 23:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Var það niðurstaða samtals þeirra að enn væri möguleiki að ná saman um fríverslunarsamning sem tæki gildi eftir áramót þegar Bretar ganga formlega úr Evrópusambandinu. Guardian greinir frá. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Johnson og Von Der Leyen sögðust leiðtogarnir ætla að ræða aftur saman á mánudagskvöld. „Í símtali í dag sem snerist um áframhaldandi viðræður Evrópusambandsins og Bretlands fögnuðum við því að árangur hefur náðst á mörgum sviðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Engu að síður er enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum: Varðandi sanngirnissjónarmið, stjórnsýslu og fiskveiðar.“ Samkomulag hefur náðst á flestum sviðum en enn deila samningsaðilar um grundvallaratriði.. Þau Johnson og Von Der Leyen eru sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. Óskuðu eftir samtali leiðtoganna Leiðtogar samningsteyma beggja hliða óskuðu eftir því að Johnson og Von Der Leyen myndu stíga inn í þar sem að samningsaðilum tókst ekki að leysa úr stórum deilumálum í vikunni. Samningsnefndirnar hafa fundað linnulaust undanfarna viku í Lundúnum. Heimildamenn breska ríkisútvarpsins í samningsteymunum lýstu því yfir í vikunni að hverfandi líkur væru á því að samningar næðust fyrir áramót. Að sögn heimildamanns í samningsteymi Breta hafði Evrópusambandið bætt við nýjum atriðum í samninginn á síðustu stundu.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22 Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum. 3. desember 2020 23:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36
Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22
Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum. 3. desember 2020 23:45