Rekinn á fundi fyrir framan allan leikmannahópinn Anton Ingi Leifsson skrifar 7. desember 2020 07:00 Kjartan ræddi við Kian Fonoudi, íþróttafréttamann Diaplay, um síðustu helgi. @Skjáskot Kanal 9 Kjartan Henry Finnbogason fékk reisupassann frá danska úrvalsdeildarfélaginu Vejle á fundi fyrir framan allan leikmannahópinn. Kjartan Henry Finnbogason var rekinn frá Vejle eftir að þjálfari liðsins mistúlkaði viðtal sem hann fór í eftir tapleik gegn AGF í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið. Kjartan Henry ræddi við Kian Fonoudi, íþróttafréttamann á Diaplay, um síðustu helgi er Vejle og Horsens mættust. Kjartan Henry yfirgaf Vejle undir lok félagaskiptagluggans og gekk í raðir Horsens, þar sem hann hafði leikið áður, en skiptin frá Vejle gengu ekki eins og í sögu. Vísir birti hluta af viðtalinu fyrir helgi þar sem Kjartan sagði frá því að hann hefði ekki mátt borða með liðsfélögum sínum og hafi verið látinn æfa með U19-ára liði félagsins. Kjartan var vel úti í kuldanum hjá Vele undir það síðasta.https://t.co/ZmurizdHp3— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 4, 2020 Kjartan fór ítarlega yfir aðdragandann að tímabilinu og fyrir fyrsta leik voru teikn á lofti að KR-ingurinn væri ekki fremstur í goggunarröðinni hjá vEjle. „Átta eða níu dögum fyrir fyrsta leikinn fæ ég skilaboð frá eigandanum þar sem hann segir mér að vinur hans búi í Tyrklandi. Hann vinni sem umboðsmaður. Það er lið í Tyrklandi sem vantar framherja og hvort að ég gæti ekki farið þangað og spilað?“ sagði Kjartan. „Það er kannski byrjunin á því þar sem ég fæ undarlegu tilfinningu í magann. Þetta kom mér á óvart. Ég spurði hann af hverju að hann vildi losa sig við markaskorarann sinn rétt áður en að deildin hófst. Svo segir hann bara hreinskilið að hann sem eigandi vill hafa unga leikmenn því það er meiri líkur á að selja þá.“ „Ég bar virðingu fyrir því en ég mér finnst það líka í lagi að leikmaður sem á eitt ár eftir af samningi sínum á rétt á því að segja takk, en nei takk. Ég gerði það. Því var hvorki tekið á góðan hátt né slæman. Ég fékk ekkert svar eftir að ég sagði takk.“ Kjartan Henry var á bekknum í fyrsta leiknum gegn AGF og eftir leikinn fór hann í viðtal sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Og einhverjir mistúlkuðu viðtalið að mati Kjartans, þar á meðal þjálfari liðsins, Constantin Gâlcă, sem hvorki talar né skilur dönsku. Kjartan Finnbogason frustreret med rolle: Jeg fortjener mere tillid #sldk https://t.co/0jhAir65uL— tipsbladet.dk (@tipsbladet) September 14, 2020 „Ég lét þjálfarann vita að ég hafi farið í viðtal eftir þennan leik og að ég hafi nefnt eigandann. Það má maður víst ekki í Vejle. Þetta er erfitt fyrir þjálfarann því hann les ekki fjölmiðlana og skilur ekki dönsku en mér fannst hann eiga skilið að vita þetta, því þetta gæti orðið vesen. Eftir að við töluðum saman þá var þetta fínt og ég æfði með liðinu.“ Kjartan var svo ekki í hópnum í næstu tveimur leikjum; gegn SönderjyskE og FCK á heimavelli. Daginn eftir leikinn gegn FCK dró svo til tíðinda. „Daginn eftir FCK leikinn má ég ekki æfa með liðinu. Ég var rekinn af þjálfaranum því hann hélt að ég hefði sagt eitthvað sem ég sagði ekki. Það var fundur hjá liðinu og við héldum allir að við værum að fara yfir leikinn gegn FCK. Svo allt í einu segir þjálfarinn fyrir framan alla að ég má ekki æfa með liðinu meira. Lengra er þetta ekki,“ en hver voru hans viðbrögð? „Ég var í áfalli. Liðsfélagarnir kíktu á mig og voru bara: Ha? Ég heyrði þetta í fyrsta skipti þarna svo ég vissi ekki hvað ég átti að gera.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér en Kjartan spilaði í 75 mínútur er Horsens tapaði 2-0 fyrir FCK í gær. Hvis I endnu ikke har set det:Det store interview med Kjartan Finnbogason om sit exit fra Vejle. https://t.co/lPW6L1YtJz— Kian Fonoudi (@Fonoudi6eren) December 1, 2020 Danski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn FCK tóku vel á móti Kjartani Stuðningsmenn FCK elska Kjartan Henry Finnbogason eftir að hann gerði út um titilvonir erkióvinina í Bröndby tímabilið 2017/2018. 6. desember 2020 17:17 „Vejle byrjaði þetta ekki, það gerði Kjartan Finnbogason“ Vejle gefur lítið fyrir viðtalið sem Kjartan Henry Finnbogason veitti sjónvarpsstöðinni Canal 9 um helgina. 4. desember 2020 11:30 Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. 4. desember 2020 07:00 Kjartan Henry skoraði í fyrsta sigri Horsens Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka AC Horsens er liðið vann Vejle 3-1 í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta fyrsti sigur Horsens í deildinni. 29. nóvember 2020 15:15 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var rekinn frá Vejle eftir að þjálfari liðsins mistúlkaði viðtal sem hann fór í eftir tapleik gegn AGF í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið. Kjartan Henry ræddi við Kian Fonoudi, íþróttafréttamann á Diaplay, um síðustu helgi er Vejle og Horsens mættust. Kjartan Henry yfirgaf Vejle undir lok félagaskiptagluggans og gekk í raðir Horsens, þar sem hann hafði leikið áður, en skiptin frá Vejle gengu ekki eins og í sögu. Vísir birti hluta af viðtalinu fyrir helgi þar sem Kjartan sagði frá því að hann hefði ekki mátt borða með liðsfélögum sínum og hafi verið látinn æfa með U19-ára liði félagsins. Kjartan var vel úti í kuldanum hjá Vele undir það síðasta.https://t.co/ZmurizdHp3— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 4, 2020 Kjartan fór ítarlega yfir aðdragandann að tímabilinu og fyrir fyrsta leik voru teikn á lofti að KR-ingurinn væri ekki fremstur í goggunarröðinni hjá vEjle. „Átta eða níu dögum fyrir fyrsta leikinn fæ ég skilaboð frá eigandanum þar sem hann segir mér að vinur hans búi í Tyrklandi. Hann vinni sem umboðsmaður. Það er lið í Tyrklandi sem vantar framherja og hvort að ég gæti ekki farið þangað og spilað?“ sagði Kjartan. „Það er kannski byrjunin á því þar sem ég fæ undarlegu tilfinningu í magann. Þetta kom mér á óvart. Ég spurði hann af hverju að hann vildi losa sig við markaskorarann sinn rétt áður en að deildin hófst. Svo segir hann bara hreinskilið að hann sem eigandi vill hafa unga leikmenn því það er meiri líkur á að selja þá.“ „Ég bar virðingu fyrir því en ég mér finnst það líka í lagi að leikmaður sem á eitt ár eftir af samningi sínum á rétt á því að segja takk, en nei takk. Ég gerði það. Því var hvorki tekið á góðan hátt né slæman. Ég fékk ekkert svar eftir að ég sagði takk.“ Kjartan Henry var á bekknum í fyrsta leiknum gegn AGF og eftir leikinn fór hann í viðtal sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Og einhverjir mistúlkuðu viðtalið að mati Kjartans, þar á meðal þjálfari liðsins, Constantin Gâlcă, sem hvorki talar né skilur dönsku. Kjartan Finnbogason frustreret med rolle: Jeg fortjener mere tillid #sldk https://t.co/0jhAir65uL— tipsbladet.dk (@tipsbladet) September 14, 2020 „Ég lét þjálfarann vita að ég hafi farið í viðtal eftir þennan leik og að ég hafi nefnt eigandann. Það má maður víst ekki í Vejle. Þetta er erfitt fyrir þjálfarann því hann les ekki fjölmiðlana og skilur ekki dönsku en mér fannst hann eiga skilið að vita þetta, því þetta gæti orðið vesen. Eftir að við töluðum saman þá var þetta fínt og ég æfði með liðinu.“ Kjartan var svo ekki í hópnum í næstu tveimur leikjum; gegn SönderjyskE og FCK á heimavelli. Daginn eftir leikinn gegn FCK dró svo til tíðinda. „Daginn eftir FCK leikinn má ég ekki æfa með liðinu. Ég var rekinn af þjálfaranum því hann hélt að ég hefði sagt eitthvað sem ég sagði ekki. Það var fundur hjá liðinu og við héldum allir að við værum að fara yfir leikinn gegn FCK. Svo allt í einu segir þjálfarinn fyrir framan alla að ég má ekki æfa með liðinu meira. Lengra er þetta ekki,“ en hver voru hans viðbrögð? „Ég var í áfalli. Liðsfélagarnir kíktu á mig og voru bara: Ha? Ég heyrði þetta í fyrsta skipti þarna svo ég vissi ekki hvað ég átti að gera.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér en Kjartan spilaði í 75 mínútur er Horsens tapaði 2-0 fyrir FCK í gær. Hvis I endnu ikke har set det:Det store interview med Kjartan Finnbogason om sit exit fra Vejle. https://t.co/lPW6L1YtJz— Kian Fonoudi (@Fonoudi6eren) December 1, 2020
Danski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn FCK tóku vel á móti Kjartani Stuðningsmenn FCK elska Kjartan Henry Finnbogason eftir að hann gerði út um titilvonir erkióvinina í Bröndby tímabilið 2017/2018. 6. desember 2020 17:17 „Vejle byrjaði þetta ekki, það gerði Kjartan Finnbogason“ Vejle gefur lítið fyrir viðtalið sem Kjartan Henry Finnbogason veitti sjónvarpsstöðinni Canal 9 um helgina. 4. desember 2020 11:30 Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. 4. desember 2020 07:00 Kjartan Henry skoraði í fyrsta sigri Horsens Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka AC Horsens er liðið vann Vejle 3-1 í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta fyrsti sigur Horsens í deildinni. 29. nóvember 2020 15:15 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Stuðningsmenn FCK tóku vel á móti Kjartani Stuðningsmenn FCK elska Kjartan Henry Finnbogason eftir að hann gerði út um titilvonir erkióvinina í Bröndby tímabilið 2017/2018. 6. desember 2020 17:17
„Vejle byrjaði þetta ekki, það gerði Kjartan Finnbogason“ Vejle gefur lítið fyrir viðtalið sem Kjartan Henry Finnbogason veitti sjónvarpsstöðinni Canal 9 um helgina. 4. desember 2020 11:30
Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. 4. desember 2020 07:00
Kjartan Henry skoraði í fyrsta sigri Horsens Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka AC Horsens er liðið vann Vejle 3-1 í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta fyrsti sigur Horsens í deildinni. 29. nóvember 2020 15:15
Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti
Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar kjöldrógu gestina og halda einvíginu á lífi Körfubolti