Er hægt að afnema sjálfsákvörðunarrétt Íslands að þjóðarétti? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 7. desember 2020 14:02 Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja. En þetta greinarkorn fjallar ekki um Sameinuðu þjóðirnar heldur Samband íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir að mörgu leyti sama hlutverki. Til þess að vera fullgild sveitafélög á Íslandi þykir ekki annað boðlegt en að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið setur ekki lög og fer ekki með vald til þess að hafa áhrif á einstaka sveitarfélög. Ástæða þess að ég viðra þessa skoðun mína og samlíkingu á því að vera sveitarfélag innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú hin sama og tilvist Íslands í samfélagi þjóðanna innan Sameinuðu þjóðanna. Súðavíkurhreppur er viðlíka fámennur og lítill á skala sveitarfélaga landsins og Ísland að þjóðaréttin innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum smá og fámenn en við njótum viðurkenningar að lögum og í gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar. Innan Sameinuðu þjóðanna er svokallað öryggisráð. Með sæti þar fara 15 þjóðir og teljast til hinna voldugari að burðum, fjárhagslega og hvað varðar herafla. Fastaþjóðirnar Bandaríki Norður-Ameríku, Stórabretland, Frakkland, Kína og Rússland. Líkja má öryggisráðinu við kjarna Sambands íslenskra sveitarfélaga; Reykjavík, Akureyri, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Slíkt er valdahlutfallið innan hvors sambands fyrir sig. Fyrir Alþingi liggur frumvarp ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnum sveitarfélaga; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Með frumvarpsbreytingum á m.a. að afnema sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga undir 250 frá árinu 2022, 500 frá árinu 2024 og 1000 íbúa marki frá og með árinu 2026. Þessum sveitarfélögum er gert að sameinast öðrum en hljóta ella örlög sem enginn veit fyrir víst. Eftir þessu gengu víst harðast þau stóru sveitarfélög sem hér gegna lykilhlutverki og áður eru talin. Það kallast víðtæk samstaða um málið vegna afls atkvæða. Fullgildur stuðningur við vegferðina að mati ráðherra sem leggur frumvarpið fram. Segjum sem svo að innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, af völdum fastanlandanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Stórabretlands, Frakklands, Kína og Rússlands komi fram tillaga um að Ísland og viðlíka smáríki séu of fyrirferðamikil miðað við fjölda og þurfi auk þess alltaf að koma þeim til hjálpar af þeim stóru. Þetta séu óhagstæðar einingar að þjóðarétti og því ekkert annað að gera en að henda Íslandi undir Danmörku (hefð sé fyrir því), en önnur “smáríki” geti bara farið undir nágrannaríki sem séu burðugri. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd og myndi líkast til ekki fara í gegn þegjandi og hljóðalaust í samfélagi þjóðanna. Samstarfi byggðu á gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstjórnar og sjálfstæðis. En þetta er samt eins og vegferðin sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja. En þetta greinarkorn fjallar ekki um Sameinuðu þjóðirnar heldur Samband íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir að mörgu leyti sama hlutverki. Til þess að vera fullgild sveitafélög á Íslandi þykir ekki annað boðlegt en að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið setur ekki lög og fer ekki með vald til þess að hafa áhrif á einstaka sveitarfélög. Ástæða þess að ég viðra þessa skoðun mína og samlíkingu á því að vera sveitarfélag innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú hin sama og tilvist Íslands í samfélagi þjóðanna innan Sameinuðu þjóðanna. Súðavíkurhreppur er viðlíka fámennur og lítill á skala sveitarfélaga landsins og Ísland að þjóðaréttin innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum smá og fámenn en við njótum viðurkenningar að lögum og í gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar. Innan Sameinuðu þjóðanna er svokallað öryggisráð. Með sæti þar fara 15 þjóðir og teljast til hinna voldugari að burðum, fjárhagslega og hvað varðar herafla. Fastaþjóðirnar Bandaríki Norður-Ameríku, Stórabretland, Frakkland, Kína og Rússland. Líkja má öryggisráðinu við kjarna Sambands íslenskra sveitarfélaga; Reykjavík, Akureyri, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Slíkt er valdahlutfallið innan hvors sambands fyrir sig. Fyrir Alþingi liggur frumvarp ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnum sveitarfélaga; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Með frumvarpsbreytingum á m.a. að afnema sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga undir 250 frá árinu 2022, 500 frá árinu 2024 og 1000 íbúa marki frá og með árinu 2026. Þessum sveitarfélögum er gert að sameinast öðrum en hljóta ella örlög sem enginn veit fyrir víst. Eftir þessu gengu víst harðast þau stóru sveitarfélög sem hér gegna lykilhlutverki og áður eru talin. Það kallast víðtæk samstaða um málið vegna afls atkvæða. Fullgildur stuðningur við vegferðina að mati ráðherra sem leggur frumvarpið fram. Segjum sem svo að innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, af völdum fastanlandanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Stórabretlands, Frakklands, Kína og Rússlands komi fram tillaga um að Ísland og viðlíka smáríki séu of fyrirferðamikil miðað við fjölda og þurfi auk þess alltaf að koma þeim til hjálpar af þeim stóru. Þetta séu óhagstæðar einingar að þjóðarétti og því ekkert annað að gera en að henda Íslandi undir Danmörku (hefð sé fyrir því), en önnur “smáríki” geti bara farið undir nágrannaríki sem séu burðugri. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd og myndi líkast til ekki fara í gegn þegjandi og hljóðalaust í samfélagi þjóðanna. Samstarfi byggðu á gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstjórnar og sjálfstæðis. En þetta er samt eins og vegferðin sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun