Myndskeiðið er tvær og hálf mínúta að lengd og sýnir manninn, sem er bardagaíþróttamaður, sparka í og berja annan mann. Hann var handtekinn eftir að myndbandið birtist á Facebook en var upphaflega sleppt.
Tveimur dögum seinna birtist annað myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem einhver virtist kasta bensínsprengju gegnum rúðu á fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Greint var frá því að bardagamaðurinn væri búsettur í umræddri íbúð.
Lögreglan fór í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu, gerði húsleit og handtók tvo menn á þrítugsaldri, m.a. manninn sem um ræðir. Þá voru höfð afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi.
Í kjölfar aðgerðanna var lýst eftir Ævari Annel Valgarðssyni, sem gaf sig fram fimm dögum seinna.