Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2020 21:42 Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Egill Aðalsteinsson Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá Ölduna ÍS-47 sigla inn til hafnar á Flateyri, þó ekki með fisk heldur með nemendahóp Lýðskólans á Flateyri, að koma úr lifandi kennslustund um hafið hjá skipstjóranum. „Já, ég er allt í einu orðinn hluti af kennslunni og gaman að taka þátt í því. Það er alveg bara frábært. Þetta gefur mikið líf hérna í þorpið,“ segir Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri. Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri á Öldunni ÍS-47. Nemendur fyrir aftan á bryggjunni eftir vettvangsferð á skipinu um Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson En hvernig hentar Flateyri fyrir skóla sem þennan? „Mjög vel. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðskóla,“ svarar Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri. Nemendur eru flestir Íslendingar. Tvær námsbrautir eru kenndar á íslensku; útivistarbraut sem kallast Hafið, fjöllin og þú, og hugmyndabraut sem kallast Hugmyndir, heimurinn og þú. Stefnt er á þriðju brautina, sem yrði alþjóðleg. „Sem yrði þá kennd á ensku. Vinnuheitið er „Living in the Arctic“ þar sem við ætlum aðeins að færa út kvíarnar og fara svolítið að skoða og nýta okkur þetta „arctic“ umhverfi sem við í rauninni búum við,“ segir skólastjórinn. Með skólanum bætast um þrjátíu ungmenni á aldrinum 18 til 35 ára inn í samfélagið yfir veturinn og Flateyringar fagna. Kristín Pétursdóttir kennari, til hægri, snæðir hádegisverð með nemendum í Gunnukaffi, sem þjónar sem mötuneyti skólans.Egill Aðalsteinsson „Þessi skóli er búinn að lífga þvílíkt upp á þennan bæ. Gaman líka að sjá hvað nemendur eru að setjast hér að eftir skólann,“ segir Önfirðingurinn Kristín Pétursdóttir frá Ingjaldssandi, kennari við Lýðskólann. „Við erum komin með einhverja níu nemendur sem eru orðnir Flateyringar eftir fyrstu tvö árin. Þannig að við sjáum bara hvað gerist eftir þetta skólaár,“ segir Ingibjörg skólastjóri. Nánar er fjallað um skólann og mannlíf á Flateyri í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Byggðamál Norðurslóðir Um land allt Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá Ölduna ÍS-47 sigla inn til hafnar á Flateyri, þó ekki með fisk heldur með nemendahóp Lýðskólans á Flateyri, að koma úr lifandi kennslustund um hafið hjá skipstjóranum. „Já, ég er allt í einu orðinn hluti af kennslunni og gaman að taka þátt í því. Það er alveg bara frábært. Þetta gefur mikið líf hérna í þorpið,“ segir Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri. Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri á Öldunni ÍS-47. Nemendur fyrir aftan á bryggjunni eftir vettvangsferð á skipinu um Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson En hvernig hentar Flateyri fyrir skóla sem þennan? „Mjög vel. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðskóla,“ svarar Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri. Nemendur eru flestir Íslendingar. Tvær námsbrautir eru kenndar á íslensku; útivistarbraut sem kallast Hafið, fjöllin og þú, og hugmyndabraut sem kallast Hugmyndir, heimurinn og þú. Stefnt er á þriðju brautina, sem yrði alþjóðleg. „Sem yrði þá kennd á ensku. Vinnuheitið er „Living in the Arctic“ þar sem við ætlum aðeins að færa út kvíarnar og fara svolítið að skoða og nýta okkur þetta „arctic“ umhverfi sem við í rauninni búum við,“ segir skólastjórinn. Með skólanum bætast um þrjátíu ungmenni á aldrinum 18 til 35 ára inn í samfélagið yfir veturinn og Flateyringar fagna. Kristín Pétursdóttir kennari, til hægri, snæðir hádegisverð með nemendum í Gunnukaffi, sem þjónar sem mötuneyti skólans.Egill Aðalsteinsson „Þessi skóli er búinn að lífga þvílíkt upp á þennan bæ. Gaman líka að sjá hvað nemendur eru að setjast hér að eftir skólann,“ segir Önfirðingurinn Kristín Pétursdóttir frá Ingjaldssandi, kennari við Lýðskólann. „Við erum komin með einhverja níu nemendur sem eru orðnir Flateyringar eftir fyrstu tvö árin. Þannig að við sjáum bara hvað gerist eftir þetta skólaár,“ segir Ingibjörg skólastjóri. Nánar er fjallað um skólann og mannlíf á Flateyri í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Byggðamál Norðurslóðir Um land allt Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51
Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent