Enginn Martial né Cavani í leikmannahóp Man Utd fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 07:00 Manchester United verður án Anthony Martial og Edinson Cavani verða ekki með liðinu í kvöld. Burak Kara/Getty Images Manchester United mætir RB Leipzig í Þýskalandi í leik sem sker úr um hvort liðið kemst áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Man United má ekki tapa leiknum en jafntefli dugir þeim áfram. Liðið er án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í 3-1 sigrinum á West Ham United um helgina en hvorugur þeirra ferðaðist til Þýskalands. Þá er David De Gea tæpur og óvíst með þátttöku Luke Shaw þó báðir hafi ferðast með liðinu til Þýskalands. Til að bæta gráu ofan á svart þá lét Mino Raiola – umboðsmaður Paul Pogba – gamminn geisa í viðtali í gær. Þar sagði hann að skjólstæðingur sinn væri óánægður í Manchester og þyrfti að yfirgefa félagið, helst strax í janúar. De Gea missti af leiknum gegn West Ham um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Southampton helgina þar á undan. Dean Henderson stóð vaktina í Lundúnum og gæti nú gert hið sama í Leipzig. Alex Telles hefur leyst vinstri bakvarðarstöðu Man United síðan Shaw meiddist og lagði til að mynda upp eitt marka liðsins gegn West Ham. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar varnarlega og misst af manni sínum gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni sem og gegn West Ham. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær stilli liði sínu upp í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00 og er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 4. Mögulega mun Ole stilla upp í 5-3-2 leikkerfi eða þá 4-4-2 með tígulmiðju líkt og hann gerði í 5-0 sigrinum á Leipzig er liðin mættust á Old Trafford. Hvað varðar Leipzig þá er ómögulegt að reyna rýna í leikstíl lærisveina Julian Nagelsmann. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Liðið er án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í 3-1 sigrinum á West Ham United um helgina en hvorugur þeirra ferðaðist til Þýskalands. Þá er David De Gea tæpur og óvíst með þátttöku Luke Shaw þó báðir hafi ferðast með liðinu til Þýskalands. Til að bæta gráu ofan á svart þá lét Mino Raiola – umboðsmaður Paul Pogba – gamminn geisa í viðtali í gær. Þar sagði hann að skjólstæðingur sinn væri óánægður í Manchester og þyrfti að yfirgefa félagið, helst strax í janúar. De Gea missti af leiknum gegn West Ham um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Southampton helgina þar á undan. Dean Henderson stóð vaktina í Lundúnum og gæti nú gert hið sama í Leipzig. Alex Telles hefur leyst vinstri bakvarðarstöðu Man United síðan Shaw meiddist og lagði til að mynda upp eitt marka liðsins gegn West Ham. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar varnarlega og misst af manni sínum gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni sem og gegn West Ham. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær stilli liði sínu upp í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00 og er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 4. Mögulega mun Ole stilla upp í 5-3-2 leikkerfi eða þá 4-4-2 með tígulmiðju líkt og hann gerði í 5-0 sigrinum á Leipzig er liðin mættust á Old Trafford. Hvað varðar Leipzig þá er ómögulegt að reyna rýna í leikstíl lærisveina Julian Nagelsmann. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira