Flýgur til Brussel eftir að 90 mínútna símtal skilaði engu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 23:16 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/WPA Pool Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fljúga til Brussel í vikunni til fundar við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í von um að viðskiptasamningar náist. Johnson og von der Leyen ræddu saman í 90 mínútur í síma í kvöld en án árangurs. Þetta kemur fram í frétt BBC og vísað í sameiginlega yfirlýsingu þeirra Johnsons og von der Leyen sem send var út í kvöld. Fram kemur í yfirlýsingunni að ekki sé orðinn til grundvöllur til samninga. Enn sé hart tekist á um jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar. Von der Leyen og Johnson hafi þess vegna falið yfirmönnum samninganefnda sinna að taka saman yfirlit yfir það sem helst ber í milli. Þessi atriði verði rædd á fundi í Brussel, að bæði Johnson og von der Leyen viðstöddum, á næstu dögum. BBC hefur eftir heimildarmanni sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að samkomulag gæti verið úr sögunni eftir að símtalið fór út um þúfur í kvöld. Staðan sé í raun sú sama og þegar viðræðum var frestað á föstudag. Litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót. Ef ekki nást samningar mun landamæraeftirlit og tollaálögur verða teknar upp á milli Bretlands og ESB. Breska viðskiptaráðið hefur varað við því og sagt breska verslunarmenn illa undirbúna undir þær breytingar. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB halda áfram viðræðum í lokatilraun til að ná samningi Viðræður Breta og Evrópusambandsins um viðskiptasamning munu halda áfram í dag en litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót. 7. desember 2020 07:30 Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. 6. desember 2020 18:57 Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt BBC og vísað í sameiginlega yfirlýsingu þeirra Johnsons og von der Leyen sem send var út í kvöld. Fram kemur í yfirlýsingunni að ekki sé orðinn til grundvöllur til samninga. Enn sé hart tekist á um jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar. Von der Leyen og Johnson hafi þess vegna falið yfirmönnum samninganefnda sinna að taka saman yfirlit yfir það sem helst ber í milli. Þessi atriði verði rædd á fundi í Brussel, að bæði Johnson og von der Leyen viðstöddum, á næstu dögum. BBC hefur eftir heimildarmanni sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að samkomulag gæti verið úr sögunni eftir að símtalið fór út um þúfur í kvöld. Staðan sé í raun sú sama og þegar viðræðum var frestað á föstudag. Litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót. Ef ekki nást samningar mun landamæraeftirlit og tollaálögur verða teknar upp á milli Bretlands og ESB. Breska viðskiptaráðið hefur varað við því og sagt breska verslunarmenn illa undirbúna undir þær breytingar.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB halda áfram viðræðum í lokatilraun til að ná samningi Viðræður Breta og Evrópusambandsins um viðskiptasamning munu halda áfram í dag en litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót. 7. desember 2020 07:30 Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. 6. desember 2020 18:57 Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Bretar og ESB halda áfram viðræðum í lokatilraun til að ná samningi Viðræður Breta og Evrópusambandsins um viðskiptasamning munu halda áfram í dag en litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót. 7. desember 2020 07:30
Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. 6. desember 2020 18:57
Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22