Bílstjórar kröfðust milljóna en þurfa í staðinn að borga 700 þúsund hvor Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 23:23 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða, sem er á Ísafirði. Vísir/Egill Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í síðustu viku fyrirtæki á Vestfjörðum af kröfum tveggja fyrrverandi starfsmanna um vangoldin laun. Mennirnir kröfðust milljóna frá fyrirtækinu en sátu á endanum uppi með hundruð þúsunda í málskostnað. Annar maðurinn krafðist 1,4 milljóna króna í vangoldin laun en hinn 3,6 milljóna. Þeir störfuðu báðir sem bílstjórar hjá fyrirtækinu og létu báðir af störfum í mars 2018. Báðir héldu því fram að vinnutími þeirra hefði verið miklu meiri en um var samið og fyrirtækinu bæri að greiða þeim fyrir þann umframtíma. Annar maðurinn, sá sem krafðist hærri upphæðar, taldi sig einnig eiga rétt á launum í uppsagnarfresti en hann hélt því fram að honum hefði verið sagt upp í mars 2018. Fyrirtækið sagði hann hins vegar hafa hætt fyrirvaralaust í starfi og ekki eiga rétt á greiddum uppsagnarfresti. Mennirnir byggðu báðir útreikninga sína á meintum vangoldnum launum á tímaskráningu sem hinn maðurinn tók saman yfir sína vinnu. Félagi hans taldi hans skráningu endurspegla vinnuframlag sitt hjá fyrirtækinu. Fyrirtakið krafðist þess að vera sýknað af kröfum mannanna og sagði þær úr lausu lofti gripnar. Vinnutímaskráningunum væri „mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum“. Það var að endingu mat dómsins að mönnunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að vinnuframlag þeirra hefði verið meira en það sem þeir fengu greitt fyrir. Fyrirtækið var því sýknað af kröfum um vangoldin laun á starfstímanum. Þá vísaði dómurinn frá kröfu annars mannsins um laun í uppsagnarfresti, þar sem verulega var talið vanta upp á samhengi málsástæðna hans, kröfugerðar og gagna málsins. Mennirnir voru loks dæmdir til að standa straum af málskostnaði, 700 þúsund krónum á mann. Dómsmál Kjaramál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Annar maðurinn krafðist 1,4 milljóna króna í vangoldin laun en hinn 3,6 milljóna. Þeir störfuðu báðir sem bílstjórar hjá fyrirtækinu og létu báðir af störfum í mars 2018. Báðir héldu því fram að vinnutími þeirra hefði verið miklu meiri en um var samið og fyrirtækinu bæri að greiða þeim fyrir þann umframtíma. Annar maðurinn, sá sem krafðist hærri upphæðar, taldi sig einnig eiga rétt á launum í uppsagnarfresti en hann hélt því fram að honum hefði verið sagt upp í mars 2018. Fyrirtækið sagði hann hins vegar hafa hætt fyrirvaralaust í starfi og ekki eiga rétt á greiddum uppsagnarfresti. Mennirnir byggðu báðir útreikninga sína á meintum vangoldnum launum á tímaskráningu sem hinn maðurinn tók saman yfir sína vinnu. Félagi hans taldi hans skráningu endurspegla vinnuframlag sitt hjá fyrirtækinu. Fyrirtakið krafðist þess að vera sýknað af kröfum mannanna og sagði þær úr lausu lofti gripnar. Vinnutímaskráningunum væri „mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum“. Það var að endingu mat dómsins að mönnunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að vinnuframlag þeirra hefði verið meira en það sem þeir fengu greitt fyrir. Fyrirtækið var því sýknað af kröfum um vangoldin laun á starfstímanum. Þá vísaði dómurinn frá kröfu annars mannsins um laun í uppsagnarfresti, þar sem verulega var talið vanta upp á samhengi málsástæðna hans, kröfugerðar og gagna málsins. Mennirnir voru loks dæmdir til að standa straum af málskostnaði, 700 þúsund krónum á mann.
Dómsmál Kjaramál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira