Íslendingar og Bretar skrifa undir viðskiptasamning Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2020 13:13 Um 90 prósent af núverandi viðskiptum Breta og Íslendinga verða áfram tollfrjáls, að því er fram kemur í tilkynningu frá breska utanríkisráðuneytinu. Getty Bresk og íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir bráðabirgðafríverslunarsamning sem mun taka gildi í ársbyrjun 2021. Frá þessu segir á vef breska utanríkisviðskiptaráðuneytisins, en samningnum er ætlað að tryggja áframhaldandi viðskiptasamband ríkjanna eftir að aðlögunartímabil Bretlands eftir útgöngu úr Evrópusambandinu og þar með evrópska efnahagssvæðinu lýkur um áramót. Í tilkynningunni segir að samkvæmt samningnum munu um 90 prósent af vöruviðskiptum ríkjanna áfram vera tollfrjáls. Í samningi Breta og Norðmanna, sem einnig var skrifaður undir í dag, er hlutfallið 95 prósent. Sérstaklega er tekið fram að breskir neytendur munu áfram geta notið frosinnar ýsu frá Íslandi og Noregi sem verður áfram tollfrjáls. Uppfært klukkan 14:30: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir samningurinn tryggi óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta við Bretland. Er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, að fagnaðarefni sé að kjarnahagsmunir íslenskra fyrirtækja hafi nú verið tryggðir. Samningurinn eru sagður byggja á samningi sem upphaflega var gerður í apríl 2019 og stóð til að tæki gildi ef útganga Bretlands úr ESB hefði verið án samnings. „Þar sem Bretland gekk úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi þann 31. janúar sl. kom aldrei til þess að sá samningur tæki gildi. Í október sl. náðist samkomulag um að bráðabirgðasamningurinn taki gildi um áramót uns fríverslunarsamningurinn er tilbúinn og með undirrituninni í dag er sú ákvörðun fest í sessi,“ stendur í tilkynningunni. Ennfremur segir að íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á að styrkja enn frekar og byggja upp sambandið við Bretland eftir útgöngu. „Bráðabirgðafríverslunarsamningurinn tryggir að inn- og útflutningur til og frá Bretlandi lúti ekki hærri tollum en í dag. Markmið samningsins er þannig að viðhalda gildandi kjörum þar til samið hefur verið um nýjan og viðameiri fríverslunarsamning á milli ríkjanna. Noregur á jafnframt aðild að samningnum.“ Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Brexit Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Frá þessu segir á vef breska utanríkisviðskiptaráðuneytisins, en samningnum er ætlað að tryggja áframhaldandi viðskiptasamband ríkjanna eftir að aðlögunartímabil Bretlands eftir útgöngu úr Evrópusambandinu og þar með evrópska efnahagssvæðinu lýkur um áramót. Í tilkynningunni segir að samkvæmt samningnum munu um 90 prósent af vöruviðskiptum ríkjanna áfram vera tollfrjáls. Í samningi Breta og Norðmanna, sem einnig var skrifaður undir í dag, er hlutfallið 95 prósent. Sérstaklega er tekið fram að breskir neytendur munu áfram geta notið frosinnar ýsu frá Íslandi og Noregi sem verður áfram tollfrjáls. Uppfært klukkan 14:30: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir samningurinn tryggi óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta við Bretland. Er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, að fagnaðarefni sé að kjarnahagsmunir íslenskra fyrirtækja hafi nú verið tryggðir. Samningurinn eru sagður byggja á samningi sem upphaflega var gerður í apríl 2019 og stóð til að tæki gildi ef útganga Bretlands úr ESB hefði verið án samnings. „Þar sem Bretland gekk úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi þann 31. janúar sl. kom aldrei til þess að sá samningur tæki gildi. Í október sl. náðist samkomulag um að bráðabirgðasamningurinn taki gildi um áramót uns fríverslunarsamningurinn er tilbúinn og með undirrituninni í dag er sú ákvörðun fest í sessi,“ stendur í tilkynningunni. Ennfremur segir að íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á að styrkja enn frekar og byggja upp sambandið við Bretland eftir útgöngu. „Bráðabirgðafríverslunarsamningurinn tryggir að inn- og útflutningur til og frá Bretlandi lúti ekki hærri tollum en í dag. Markmið samningsins er þannig að viðhalda gildandi kjörum þar til samið hefur verið um nýjan og viðameiri fríverslunarsamning á milli ríkjanna. Noregur á jafnframt aðild að samningnum.“
Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Brexit Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira