Hver á að taka við kvennalandsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2020 11:30 Nokkrir af kanditötunum í starf þjálfara kvennalandsliðsins. Hver á að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem er án þjálfara? Vísir fer yfir líklega kosti í stöðunni. Næstu dagar og vikur verða annasamar fyrir Guðna Bergsson, formann KSÍ, en hann þarf að finna nýja þjálfara fyrir bæði karla- og kvennalandslið Íslands í fótbolta. Starf þjálfara kvennalandsliðsins losnaði í gær eftir að Jón Þór Hauksson hætti vegna uppákomu eftir leik Íslands og Ungverjalands á þriðjudaginn í síðustu viku. Ekki liggur fyrir hvenær næstu leikir kvennalandsliðsins eru. Undankeppni HM 2023 hefst væntanlega á næsta ári og svo er Evrópumótið í Englandi sumarið 2022. Hér fyrir neðan má sjá nokkra kosti í stöðu þjálfara kvennalandsliðsins. Elísabet Gunnarsdóttir vann fjölda titla með Val áður en hún hélt til Svíþjóðar. Elísabet Gunnarsdóttir Ætti að vera fyrsti, annar og þriðji kostur í starfið og sú sem Guðni ætti að hringja fyrst í. Gríðarlega fær þjálfari sem hefur stýrt Kristianstad í Svíþjóð síðan 2009. Síðasta tímabil var það besta í sögu félagsins. Það endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og vann sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Elísabet var valinn þjálfari ársins og fékk heiðursverðlaun á uppskeruhátíð sænsku deildarinnar. Elísabet hefur gefið í skyn að hún sé tilbúin að prófa sig á nýjum vettvangi eftir að hafa verið lengi á sama stað en það er eflaust erfitt að sleppa takinu af Kristianstad þegar spennandi tímabil er framundan. Þá hefur Elísabet allavega einu sinni hafnað því að taka við kvennalandsliðinu. Þorsteinn Halldórsson hefur unnið fimm stóra titla sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson Hinn augljósi kosturinn í stöðunni. Þorsteinn hefur stýrt Breiðabliki undanfarin sex ár með frábærum árangri. Hefur gert Blika þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Þorsteinn hefur þjálfað marga leikmenn í landsliðinu hjá Breiðabliki, þ.á.m. hinar ungu Sveindísi Jane Jónsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur sem verða í stórum hlutverkum í íslenska liðinu á næstu árum. Þorsteinn var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið fyrir tveimur árum en viðræðurnar við KSÍ voru heldur snubbóttar að hans sögn. Ian Jeffs kom fyrst til Íslands til að spila með ÍBV í upphafi aldarinnar og hefur ílengst hér.vísir/bára Ian Jeffs Hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins undanfarin tvö ár. Var þar áður þjálfari kvennaliðs ÍBV og gerði það m.a. að bikarmeisturum 2017. Jeffs væri þó kannski „óþægileg“ ráðning í ljósi þess að hann var aðstoðarmaður Jóns Þórs. Davíð Snorri Jónasson þykir lofandi þjálfari.vísir/vilhelm Davíð Snorri Jónasson Er þjálfari U-17 árs landsliðs karla og kom því á lokamót Evrópumótsins. Hefur verið njósnari fyrir karla- og kvennalandsliðið. Fékk tækifæri til að stýra karlalandsliðinu gegn Belgíu ásamt Arnari Þór Viðarssyni þegar þjálfarar liðsins voru í sóttkví. Efnilegur þjálfari sem virðist vera í miklum metum innan KSÍ. Kristján Guðmundsson þykir afar fær í sínu starfi.vísir/vilhelm Kristján Guðmundsson Hefur þjálfað kvennalið Stjörnunnar undanfarin tvö ár og gert fína hluti á umbrotaskeiði hjá liðinu. Gríðarlega reyndur þjálfari sem hefur gert góða hluti á langflestum stöðum sem hann hefur verið á. Freyr Alexandersson hefur starfað lengi hjá KSÍ.vísir/daníel Freyr Alexandersson Stýrði kvennalandsliðinu á árunum 2013-18 og kom því á EM 2017. Í miklum metum hjá leikmönnum landsliðsins. Var aðstoðarþjálfari Eriks Hamrén með karlandsliðsins en sagði á dögunum að tíma hans hjá KSÍ væri líklega lokið í bili. Er núna aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Fáum við óvænta endurkomu Freys í stól þjálfara kvennalandsliðsins? Pétur Pétursson var að ljúka sínu þriðja tímabili hjá Val.vísir/vilhelm Pétur Pétursson Hefur gert flotta hluti með Val og endaði langa bið liðsins eftir Íslandsmeistaratitli í fyrra. Afar reyndur þjálfari. Var aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar með karlalandsliðið á árunum 2007-11. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Mál Jóns Þórs voru ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Varaformaður KSÍ sagði félögum sínum í stjórn Knattspyrnusambands Íslands ekki frá því sem gerðist eftir leik Íslands og Ungverjalands þegar hún sat með þeim fund tveimur dögum síðar. 9. desember 2020 08:02 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Næstu dagar og vikur verða annasamar fyrir Guðna Bergsson, formann KSÍ, en hann þarf að finna nýja þjálfara fyrir bæði karla- og kvennalandslið Íslands í fótbolta. Starf þjálfara kvennalandsliðsins losnaði í gær eftir að Jón Þór Hauksson hætti vegna uppákomu eftir leik Íslands og Ungverjalands á þriðjudaginn í síðustu viku. Ekki liggur fyrir hvenær næstu leikir kvennalandsliðsins eru. Undankeppni HM 2023 hefst væntanlega á næsta ári og svo er Evrópumótið í Englandi sumarið 2022. Hér fyrir neðan má sjá nokkra kosti í stöðu þjálfara kvennalandsliðsins. Elísabet Gunnarsdóttir vann fjölda titla með Val áður en hún hélt til Svíþjóðar. Elísabet Gunnarsdóttir Ætti að vera fyrsti, annar og þriðji kostur í starfið og sú sem Guðni ætti að hringja fyrst í. Gríðarlega fær þjálfari sem hefur stýrt Kristianstad í Svíþjóð síðan 2009. Síðasta tímabil var það besta í sögu félagsins. Það endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og vann sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Elísabet var valinn þjálfari ársins og fékk heiðursverðlaun á uppskeruhátíð sænsku deildarinnar. Elísabet hefur gefið í skyn að hún sé tilbúin að prófa sig á nýjum vettvangi eftir að hafa verið lengi á sama stað en það er eflaust erfitt að sleppa takinu af Kristianstad þegar spennandi tímabil er framundan. Þá hefur Elísabet allavega einu sinni hafnað því að taka við kvennalandsliðinu. Þorsteinn Halldórsson hefur unnið fimm stóra titla sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson Hinn augljósi kosturinn í stöðunni. Þorsteinn hefur stýrt Breiðabliki undanfarin sex ár með frábærum árangri. Hefur gert Blika þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Þorsteinn hefur þjálfað marga leikmenn í landsliðinu hjá Breiðabliki, þ.á.m. hinar ungu Sveindísi Jane Jónsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur sem verða í stórum hlutverkum í íslenska liðinu á næstu árum. Þorsteinn var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið fyrir tveimur árum en viðræðurnar við KSÍ voru heldur snubbóttar að hans sögn. Ian Jeffs kom fyrst til Íslands til að spila með ÍBV í upphafi aldarinnar og hefur ílengst hér.vísir/bára Ian Jeffs Hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins undanfarin tvö ár. Var þar áður þjálfari kvennaliðs ÍBV og gerði það m.a. að bikarmeisturum 2017. Jeffs væri þó kannski „óþægileg“ ráðning í ljósi þess að hann var aðstoðarmaður Jóns Þórs. Davíð Snorri Jónasson þykir lofandi þjálfari.vísir/vilhelm Davíð Snorri Jónasson Er þjálfari U-17 árs landsliðs karla og kom því á lokamót Evrópumótsins. Hefur verið njósnari fyrir karla- og kvennalandsliðið. Fékk tækifæri til að stýra karlalandsliðinu gegn Belgíu ásamt Arnari Þór Viðarssyni þegar þjálfarar liðsins voru í sóttkví. Efnilegur þjálfari sem virðist vera í miklum metum innan KSÍ. Kristján Guðmundsson þykir afar fær í sínu starfi.vísir/vilhelm Kristján Guðmundsson Hefur þjálfað kvennalið Stjörnunnar undanfarin tvö ár og gert fína hluti á umbrotaskeiði hjá liðinu. Gríðarlega reyndur þjálfari sem hefur gert góða hluti á langflestum stöðum sem hann hefur verið á. Freyr Alexandersson hefur starfað lengi hjá KSÍ.vísir/daníel Freyr Alexandersson Stýrði kvennalandsliðinu á árunum 2013-18 og kom því á EM 2017. Í miklum metum hjá leikmönnum landsliðsins. Var aðstoðarþjálfari Eriks Hamrén með karlandsliðsins en sagði á dögunum að tíma hans hjá KSÍ væri líklega lokið í bili. Er núna aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Fáum við óvænta endurkomu Freys í stól þjálfara kvennalandsliðsins? Pétur Pétursson var að ljúka sínu þriðja tímabili hjá Val.vísir/vilhelm Pétur Pétursson Hefur gert flotta hluti með Val og endaði langa bið liðsins eftir Íslandsmeistaratitli í fyrra. Afar reyndur þjálfari. Var aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar með karlalandsliðið á árunum 2007-11.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Mál Jóns Þórs voru ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Varaformaður KSÍ sagði félögum sínum í stjórn Knattspyrnusambands Íslands ekki frá því sem gerðist eftir leik Íslands og Ungverjalands þegar hún sat með þeim fund tveimur dögum síðar. 9. desember 2020 08:02 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Mál Jóns Þórs voru ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Varaformaður KSÍ sagði félögum sínum í stjórn Knattspyrnusambands Íslands ekki frá því sem gerðist eftir leik Íslands og Ungverjalands þegar hún sat með þeim fund tveimur dögum síðar. 9. desember 2020 08:02
Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59
Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti