Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2020 14:15 Landsréttur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. Í síðustu viku dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í. Gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að stjórnvöld hafi tekið þá ákvörðun að áfrýja dóminum til Landsréttar. „Ljóst er að talsverðir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir ÍL-sjóð og þar með ríkissjóð, en ekki síður fyrir þá 8.500 lántaka sem greitt hafa upp lán með uppgreiðslugjaldi og þá 3.300 sem eiga útistandandi lán. Þegar hafa verið innheimtir um 5,2 ma.kr. í sambærilegum uppgreiðsluþóknunum og ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána eru um 3 ma.kr., en gjöldunum var ætlað að mæta kostnaði sjóðsins af uppgreiðslu lána,“ segir í tilkynningunni. Því telji ríkið rétt að fá úr málinu skorið fyrir Landsrétti enda telji ríkið að ósamræmi sé í dómafordæmi sem leysa þyrfi úr. Þá telur ríkið einnig að ekki hafi verið tekið tillit til ávinnings sem hjónin sem sóttu málið hafi notið vegna lægri vaxta á láni þeirra frá Íbúðarlánasjóði. „Þar til niðurstaða Landsréttar liggur fyrir verður innheimta uppgreiðsluþóknana með óbreyttum hætti. Verði niðurstaða dómsins sú að innheimta uppgreiðsluþóknana verði dæmd ólögmæt munu stjórnvöld miða fyrningarfrest við 4. desember 2020 þegar dómur héraðsdóms féll, auk þess sem ekki verður gerð krafa um að fyrirvari hafi verið settur af hálfu viðskiptavina við uppgreiðslu lána.“ Húsnæðismál Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 „Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Í síðustu viku dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í. Gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að stjórnvöld hafi tekið þá ákvörðun að áfrýja dóminum til Landsréttar. „Ljóst er að talsverðir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir ÍL-sjóð og þar með ríkissjóð, en ekki síður fyrir þá 8.500 lántaka sem greitt hafa upp lán með uppgreiðslugjaldi og þá 3.300 sem eiga útistandandi lán. Þegar hafa verið innheimtir um 5,2 ma.kr. í sambærilegum uppgreiðsluþóknunum og ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána eru um 3 ma.kr., en gjöldunum var ætlað að mæta kostnaði sjóðsins af uppgreiðslu lána,“ segir í tilkynningunni. Því telji ríkið rétt að fá úr málinu skorið fyrir Landsrétti enda telji ríkið að ósamræmi sé í dómafordæmi sem leysa þyrfi úr. Þá telur ríkið einnig að ekki hafi verið tekið tillit til ávinnings sem hjónin sem sóttu málið hafi notið vegna lægri vaxta á láni þeirra frá Íbúðarlánasjóði. „Þar til niðurstaða Landsréttar liggur fyrir verður innheimta uppgreiðsluþóknana með óbreyttum hætti. Verði niðurstaða dómsins sú að innheimta uppgreiðsluþóknana verði dæmd ólögmæt munu stjórnvöld miða fyrningarfrest við 4. desember 2020 þegar dómur héraðsdóms féll, auk þess sem ekki verður gerð krafa um að fyrirvari hafi verið settur af hálfu viðskiptavina við uppgreiðslu lána.“
Húsnæðismál Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 „Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42
„Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur