„Við byrjuðum leikinn of hægt, þetta var engan veginn nægilega gott. Við vorum ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar. Þeir setja tvær fyrirgjafir inn í vítateig og við ráðum ekki við það,“ sagði Maguire eftir leik.
„Við verðum að horfa í eigin barm. Við grófum of djúpa holu. Við komumst nálægt því að koma til baka undir lokin en við byrjuðum leikinn of hægt. Við getum ekki haldið áfram að lenda undir leik eftir leik,“ sagði fyrirliðinn einnig.
„Þriðja markið var það sem skipti sköpum en meira að segja 3-0 undir vorum við nálægt því að koma til baka. Ég vill ekki búa til afsakanir. Ef þú getur ekki varist fyrirgjöfum þá taparðu leikjum. Ég vil ekki horfa á skipulagið, það er ekki afsökun.“
„Þetta var erfiður riðill en við töldum að við gætum komist upp úr honum. Það er standardinn hjá þessu félagi. Mér líður ömurlega fyrir hönd allra, við lögðum hart að okkur til að komast í þessa keppni. Sama hvaða riðil við hefðum fengið þá hefði það verið erfitt. Við verðum að gera betur,“ sagði sá enski að lokum.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.