Zidane: Kæmi mér ekki á óvart ef ég yrði rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 12:30 Zinedine Zidane hefur þurft að horfa upp á mjög misjafna frammistöðu Real Madrid liðsins í Meistaradeildinni í vetur. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, þarf svo sannarlega á sigri að halda í Meistaradeildinni í kvöld enda bæði sæti í sextán liða úrslitum og mögulega starfið hans undir. Zinedine Zidane ræddi framtíð sína á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram í kvöld. Zidane er í hættu á að vera rekinn úr starfi eftir mjög dapurt gengi Real Madrid á leiktíðinni því auk þess að vera í stressi yfir framtíð liðsins í Meistaradeildinni þá er Real Madrid liðið einnig búið að tapa þremur leikjum í spænsku deildinni á leiktíðinni. Real Madrid coach Zinedine Zidane insisted he is not contemplating losing his job if his side fail to progress from the Champions League group stage. https://t.co/oWqUnIAsfv— Reuters Sports (@ReutersSports) December 8, 2020 Zidane var spurður á blaðamannafundinum í gær hvort að það kæmi á óvart ef hann þyrfti að taka pokanna sinn falli úrslitin ekki með Real Marid í kvöld. „Nei. Félagið mun gera það sem það þarf að gera eins og alltaf,“ sagði Zinedine Zidane. „Ég er ekki að hugsa um það. Ég er að hugsa um leikinn á morgun (í kvöld). Félagið mun taka sínar ákvarðanir eins og alltaf en ég er ekki að hugsa um það ef ég svara hreinskilnislega,“ sagði Zidane. Zinedine Zidane hefur stýrt Real Madrid þrisvar til sigurs í Meistaradeildinni (2016, 2017 og 2018) en liðið datt út fyrir Manchester City í sextán liða úrslitnum í haust. Zinedine Zidane has said it wouldn't surprise him if he was sacked should @realmadrid crash out of the #ChampionsLeague. They need to beat @borussia on Wednesday to qualify for the round of 16, or draw if Inter Milan beat Shakhtar Donetsk. https://t.co/YV3gr7v4xi #ESPNCaribbean pic.twitter.com/3vzUXLbUrK— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) December 8, 2020 Real Madrid vann spænska meistaratitilinn undir stjórn hans á síðustu leiktíð en í ár hefur liðið tapað fyrir liðum Cadiz, Valencia og Alaves í spænsku deildinni. Blaðamenn héldu áfram að spyrja Zinedine Zidane út í mögulegan brottrekstur og hvort að það yrði mjög sárt fyrir hann að vera rekinn í fyrsta sinn á ferlinum. „Nei. Fortíðin er að baki. Það mikilvæga er nútíðin og framtíðin. Það sem gerist mun bara gerast,“ sagði Zidane. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Zinedine Zidane ræddi framtíð sína á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram í kvöld. Zidane er í hættu á að vera rekinn úr starfi eftir mjög dapurt gengi Real Madrid á leiktíðinni því auk þess að vera í stressi yfir framtíð liðsins í Meistaradeildinni þá er Real Madrid liðið einnig búið að tapa þremur leikjum í spænsku deildinni á leiktíðinni. Real Madrid coach Zinedine Zidane insisted he is not contemplating losing his job if his side fail to progress from the Champions League group stage. https://t.co/oWqUnIAsfv— Reuters Sports (@ReutersSports) December 8, 2020 Zidane var spurður á blaðamannafundinum í gær hvort að það kæmi á óvart ef hann þyrfti að taka pokanna sinn falli úrslitin ekki með Real Marid í kvöld. „Nei. Félagið mun gera það sem það þarf að gera eins og alltaf,“ sagði Zinedine Zidane. „Ég er ekki að hugsa um það. Ég er að hugsa um leikinn á morgun (í kvöld). Félagið mun taka sínar ákvarðanir eins og alltaf en ég er ekki að hugsa um það ef ég svara hreinskilnislega,“ sagði Zidane. Zinedine Zidane hefur stýrt Real Madrid þrisvar til sigurs í Meistaradeildinni (2016, 2017 og 2018) en liðið datt út fyrir Manchester City í sextán liða úrslitnum í haust. Zinedine Zidane has said it wouldn't surprise him if he was sacked should @realmadrid crash out of the #ChampionsLeague. They need to beat @borussia on Wednesday to qualify for the round of 16, or draw if Inter Milan beat Shakhtar Donetsk. https://t.co/YV3gr7v4xi #ESPNCaribbean pic.twitter.com/3vzUXLbUrK— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) December 8, 2020 Real Madrid vann spænska meistaratitilinn undir stjórn hans á síðustu leiktíð en í ár hefur liðið tapað fyrir liðum Cadiz, Valencia og Alaves í spænsku deildinni. Blaðamenn héldu áfram að spyrja Zinedine Zidane út í mögulegan brottrekstur og hvort að það yrði mjög sárt fyrir hann að vera rekinn í fyrsta sinn á ferlinum. „Nei. Fortíðin er að baki. Það mikilvæga er nútíðin og framtíðin. Það sem gerist mun bara gerast,“ sagði Zidane. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira