„Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmust saman í eitt tíst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2020 16:26 Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur fannst illa vegið að leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins. Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum hjá þeim sem hafa tekið til varna fyrir Jón Þór Hauksson, fráfarandi þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Jón Þór lét af störfum sem landsliðsþjálfari í gær. Í yfirlýsingu frá honum sagðist hann hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn er hann var undir áhrifum áfengis í Ungverjalandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Íslenska liðið fagnaði því þá að vera komið á EM 2022 í Englandi. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar,“ segir Jón Þór og bætir við að eftir samtöl við leikmenn liðsins hafi honum orðið ljóst að erfitt yrði að endurheimta nauðsynlegt traust milli sín og þeirra. Andri Júlíusson, leikmaður Kára, kom sveitunga sínum og hálfbróður til varnar í færslu á Twitter í gær. Þar óskar Andri KSÍ og Fótbolta.net, sem flutti fyrstur fréttir af máli Jóns Þórs, til hamingju með að hafa hrakið hann úr starfi. Hann kallar svo leikmenn landsliðsins litlar mýs sem þoli ekki að láta tala við sig eins og karla. Og það passi ekki við að þær berjist á sama tíma fyrir sömu launum og árangurstengdum greiðslum frá KSÍ. Til hamingju .net og KSÍ að hrekja árangursríkasta þjálfara Íslands frá störfum útaf því að einhverjar litlar mýs þoldu ekki að láta tala við sig eins og karlana, en berjast samt fyrir sömu launum og bónusum innan KSÍ. Glórulaust! https://t.co/xsdyiqCVOA— Andri Júlíusson (@andrijull) December 8, 2020 Viðbrögðin við færslu Andra eru mikil og virðast langflestir sem tjá sig um hana á því að hann hafi skotið langt yfir markið með ummælum sínum. Tæplega áttatíu einstaklingar hafa þó „líkað“ við færsluna. Meðal þeirra sem svara færslu Andra eru Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður KR, og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, sem báðar hafa leikið með landsliðinu. „Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmist saman í eitt tíst,“ segir Þórdís og útnefnir Andra svo amlóða ársins. Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmist saman í eitt tíst.. Til hamingju þú að vera amlóði ársins! #fotboltinet https://t.co/rZRKdQGphK— Þórdís Hrönn (@sosi93) December 9, 2020 Arna Sif bendir á að nú sé árið 2020 og spyr hvort við séum í alvörunni ekki komin lengra en þetta. Árið er 2020 dömur mínar og herrar.. Erum við í alvörunni ekki komin lengra en þetta? https://t.co/asjmJWltXb— Arna Sif (@SifArna) December 8, 2020 Ragnheiður Júlíusdóttir, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Fram, notar svokallaða emoji til að tjá skoðun sína á færslu Andra. Einum kallinum er flökurt, annar kastar upp og höfuðið á þeim þriðja er að springa. https://t.co/MOVCR74kbL— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) December 8, 2020 Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, tekur einnig til máls. „Þetta er allra versta take sem ég hef séð. Á svo marga vegu - alvöru kall,“ skrifar Eva og lætur mynd af trúði fylgja með. Þetta er allra versta take sem ég hef séð. Á svo marga vegu - alvöru kall https://t.co/RpZsTu9fHt— Eva Ben (@evaben91) December 8, 2020 Meðal annara sem tjá sig um færslu Andra eru borgarfulltrúinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Hörður Ágústsson, oftast kenndur við Macland, og Þóra Tómasdóttir sem gerði heimildamynd um kvennalandsliðið á sínum tíma. Sú síðastnefnda biður fyrir Andra og óskar þess að hann jafni sig fljótt og örugglega. Landslið Íslands er samansett af einhverjum litlum músum.Dreptu mig. https://t.co/F3aGmYqOif— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) December 8, 2020 Konur þurfa bara að vera duglegri að láta drulla yfir sig af fullum þjálfara https://t.co/HKxMBQVnsd— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) December 8, 2020 Pray for Andri Júlíusson Vona að hann jafni sig https://t.co/bBYEKhixN0— Þóra Tómasdóttir (@thoratomas) December 9, 2020 Reynslubolti reiðir til höggs Sigmundur Ó. Steinarsson, sem var íþróttafréttamaður í nokkra áratugi og skrifaði meðal annars bók um sögu kvennalandsliðsins, skrifaði færslu um máls Jóns Þórs á Facebook í dag undir yfirskriftinni: STOPP - leikmenn ráða ekki ferðinni! Hann ber mál Jóns Þórs saman við það þegar Þórður Lárusson hætti sem þjálfari kvennalandsliðsins um aldamótin. „Jón Þór er ekki fyrsti þjálfarinn sem landsliðskonur hafa komið frá. Þórður Lárusson fékk að kynnast því 2000. Margar landsliðskonur vildu koma Sigurði Ragnari Eyjólfssyni frá, en hann náði frábærum árangri með landsliðið; kom því á EM í Finnlandi 2009 og Svíþjóð 2013. Sigurður Ragnar hafði ákveðnar skoðanir, sem sumar landsliðskonur voru ekki sáttar við. Hann ákvað að hafna boði KSÍ um áframhaldandi samstarf í árslok 2015. Þegar Þórður ákvað að láta af störfum eftir að hópur landsliðskvenna hafði tilkynnt að þær myndu ekki leika með landsliðinu undir stjórn hans, tók Logi Ólafsson við landsliðinu og sagði hann við mig í bókinni; Stelpurnar okkar: „Það var nokkuð einkennilegt að taka við landsliðinu eftir að stúlkurnar höfðu svælt Þórð út.“ Sigmundur segir ljóst að vandi KSÍ sé mikill og nauðsynlegt sé að hreinsa algjörlega í teymi kvennalandsliðsins. „Það er ljóst að vandi KSÍ er mikill. Það er skoðun margra að KSÍ verði að hreinsa algjörlega út, til að ná eðlilegu andrúmslofti í umhverfi kvennalandsliðsins. Allir þeir sem hafa komið nálægt landsliðinu undanfarin ár og þekkja persónulega til leikmanna, verða að víkja. Nýr þjálfari verður að koma að hreinu borði, með sýnar hugmyndir. Hann verður að láta leikmenn vita strax, eins og Logi gerði, hver það er sem ræður ferðinni í sambandi við leikskipulag og val á leikmönnum. Skilaboðin eiga að vera skýr: STOPP – leikmenn ráða ekki ferðinni! Það er ég sem geri það.“ STOPP leikmenn ráða ekki ferðinni! Þær landsliðskonur í knattspyrnu sem vildu að KSÍ segði Jóni Þór Haukssyni,...Posted by Sigmundur Steinarsson on Tuesday, December 8, 2020 Nokkur fjöldi tekur undir með Sigmundi í athugasemdakerfinu og hrósar honum fyrir pistilinn. Þeirra á meðal íþróttafréttamaðurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Hörður Magnússon. „Heyr heyr,“ segir Hörður. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, tekur í sama streng. Sigurður Helgason, sá reynslumikli þjálfari, segir að nánast allir þjálfarar kvennalandsliðsins hafi lent í því sama og það sé nauðsynlegt að koma leikmönnum í skilning um að þjálfarinn ráði. Ingibjörg Hinriksdóttir, sem lengi vel var eina konan í stjórn KSÍ, bendir á að sama hvað fólki finnist standi eftir sú staðreynd að þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hafi orðið drukkinn í ferð með landsliðinu og látið svo ósæmileg orð falla að hann þurfti að biðjast afsökunar á orðum sínum. „Þá er komið að stjórn KSÍ að ákveða - er það ásættanleg hegðun eða ekki. Niðurstaðan er sú að Jón Þór segir upp. Þá held ég að það sé gott að setja punkt svo ekki verði fleiri tjargaðir, fiðraðir og hengdir upp í tré - leikmenn, ungir eða eldri. Málið allt er til þess fallið að varpa skugga á árangur liðsins og þar hlýtur þjálfarinn að bera ábyrgð. Hana hefur hann axlað og fyrir það er hann maður að meiri,“ skrifar Ingibjörg. Hvað næst? Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, bíður nú það verkefni að finna þjálfara fyrir bæði karla- og kvennalandslið Íslands í fótbolta. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir eftirmenn Jóns Þórs með kvennalandsliðið eru Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Ekki liggur fyrir hvenær kvennalandsliðið leikur næst. Það hefur venjulega farið á mót í mars, oftast á Algarve-mótið en á þessu ári lék Ísland á Pinatar Cup á Spáni. Undankeppni HM 2023, sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, hefst væntanlega á næsta ári og svo er Evrópumótið í Englandi sumarið 2022. KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Hver á að taka við kvennalandsliðinu? Hver á að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem er án þjálfara? Vísir fer yfir líklega kosti í stöðunni. 9. desember 2020 11:30 Mál Jóns Þórs voru ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Varaformaður KSÍ sagði félögum sínum í stjórn Knattspyrnusambands Íslands ekki frá því sem gerðist eftir leik Íslands og Ungverjalands þegar hún sat með þeim fund tveimur dögum síðar. 9. desember 2020 08:02 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 8. desember 2020 08:01 Helena Ólafs um mál Jóns Þórs: Fyrst og fremst sorglegt Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport, sem og fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins í dag fyrst og fremst sorglega. 7. desember 2020 19:46 Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. 7. desember 2020 12:42 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Jón Þór lét af störfum sem landsliðsþjálfari í gær. Í yfirlýsingu frá honum sagðist hann hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn er hann var undir áhrifum áfengis í Ungverjalandi á þriðjudaginn í síðustu viku. Íslenska liðið fagnaði því þá að vera komið á EM 2022 í Englandi. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leikmenn afsökunar,“ segir Jón Þór og bætir við að eftir samtöl við leikmenn liðsins hafi honum orðið ljóst að erfitt yrði að endurheimta nauðsynlegt traust milli sín og þeirra. Andri Júlíusson, leikmaður Kára, kom sveitunga sínum og hálfbróður til varnar í færslu á Twitter í gær. Þar óskar Andri KSÍ og Fótbolta.net, sem flutti fyrstur fréttir af máli Jóns Þórs, til hamingju með að hafa hrakið hann úr starfi. Hann kallar svo leikmenn landsliðsins litlar mýs sem þoli ekki að láta tala við sig eins og karla. Og það passi ekki við að þær berjist á sama tíma fyrir sömu launum og árangurstengdum greiðslum frá KSÍ. Til hamingju .net og KSÍ að hrekja árangursríkasta þjálfara Íslands frá störfum útaf því að einhverjar litlar mýs þoldu ekki að láta tala við sig eins og karlana, en berjast samt fyrir sömu launum og bónusum innan KSÍ. Glórulaust! https://t.co/xsdyiqCVOA— Andri Júlíusson (@andrijull) December 8, 2020 Viðbrögðin við færslu Andra eru mikil og virðast langflestir sem tjá sig um hana á því að hann hafi skotið langt yfir markið með ummælum sínum. Tæplega áttatíu einstaklingar hafa þó „líkað“ við færsluna. Meðal þeirra sem svara færslu Andra eru Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður KR, og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, sem báðar hafa leikið með landsliðinu. „Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmist saman í eitt tíst,“ segir Þórdís og útnefnir Andra svo amlóða ársins. Vissi ekki að kvenfyrirlitning, karlremba og vanvirðing kæmist saman í eitt tíst.. Til hamingju þú að vera amlóði ársins! #fotboltinet https://t.co/rZRKdQGphK— Þórdís Hrönn (@sosi93) December 9, 2020 Arna Sif bendir á að nú sé árið 2020 og spyr hvort við séum í alvörunni ekki komin lengra en þetta. Árið er 2020 dömur mínar og herrar.. Erum við í alvörunni ekki komin lengra en þetta? https://t.co/asjmJWltXb— Arna Sif (@SifArna) December 8, 2020 Ragnheiður Júlíusdóttir, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Fram, notar svokallaða emoji til að tjá skoðun sína á færslu Andra. Einum kallinum er flökurt, annar kastar upp og höfuðið á þeim þriðja er að springa. https://t.co/MOVCR74kbL— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) December 8, 2020 Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, tekur einnig til máls. „Þetta er allra versta take sem ég hef séð. Á svo marga vegu - alvöru kall,“ skrifar Eva og lætur mynd af trúði fylgja með. Þetta er allra versta take sem ég hef séð. Á svo marga vegu - alvöru kall https://t.co/RpZsTu9fHt— Eva Ben (@evaben91) December 8, 2020 Meðal annara sem tjá sig um færslu Andra eru borgarfulltrúinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Hörður Ágústsson, oftast kenndur við Macland, og Þóra Tómasdóttir sem gerði heimildamynd um kvennalandsliðið á sínum tíma. Sú síðastnefnda biður fyrir Andra og óskar þess að hann jafni sig fljótt og örugglega. Landslið Íslands er samansett af einhverjum litlum músum.Dreptu mig. https://t.co/F3aGmYqOif— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) December 8, 2020 Konur þurfa bara að vera duglegri að láta drulla yfir sig af fullum þjálfara https://t.co/HKxMBQVnsd— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) December 8, 2020 Pray for Andri Júlíusson Vona að hann jafni sig https://t.co/bBYEKhixN0— Þóra Tómasdóttir (@thoratomas) December 9, 2020 Reynslubolti reiðir til höggs Sigmundur Ó. Steinarsson, sem var íþróttafréttamaður í nokkra áratugi og skrifaði meðal annars bók um sögu kvennalandsliðsins, skrifaði færslu um máls Jóns Þórs á Facebook í dag undir yfirskriftinni: STOPP - leikmenn ráða ekki ferðinni! Hann ber mál Jóns Þórs saman við það þegar Þórður Lárusson hætti sem þjálfari kvennalandsliðsins um aldamótin. „Jón Þór er ekki fyrsti þjálfarinn sem landsliðskonur hafa komið frá. Þórður Lárusson fékk að kynnast því 2000. Margar landsliðskonur vildu koma Sigurði Ragnari Eyjólfssyni frá, en hann náði frábærum árangri með landsliðið; kom því á EM í Finnlandi 2009 og Svíþjóð 2013. Sigurður Ragnar hafði ákveðnar skoðanir, sem sumar landsliðskonur voru ekki sáttar við. Hann ákvað að hafna boði KSÍ um áframhaldandi samstarf í árslok 2015. Þegar Þórður ákvað að láta af störfum eftir að hópur landsliðskvenna hafði tilkynnt að þær myndu ekki leika með landsliðinu undir stjórn hans, tók Logi Ólafsson við landsliðinu og sagði hann við mig í bókinni; Stelpurnar okkar: „Það var nokkuð einkennilegt að taka við landsliðinu eftir að stúlkurnar höfðu svælt Þórð út.“ Sigmundur segir ljóst að vandi KSÍ sé mikill og nauðsynlegt sé að hreinsa algjörlega í teymi kvennalandsliðsins. „Það er ljóst að vandi KSÍ er mikill. Það er skoðun margra að KSÍ verði að hreinsa algjörlega út, til að ná eðlilegu andrúmslofti í umhverfi kvennalandsliðsins. Allir þeir sem hafa komið nálægt landsliðinu undanfarin ár og þekkja persónulega til leikmanna, verða að víkja. Nýr þjálfari verður að koma að hreinu borði, með sýnar hugmyndir. Hann verður að láta leikmenn vita strax, eins og Logi gerði, hver það er sem ræður ferðinni í sambandi við leikskipulag og val á leikmönnum. Skilaboðin eiga að vera skýr: STOPP – leikmenn ráða ekki ferðinni! Það er ég sem geri það.“ STOPP leikmenn ráða ekki ferðinni! Þær landsliðskonur í knattspyrnu sem vildu að KSÍ segði Jóni Þór Haukssyni,...Posted by Sigmundur Steinarsson on Tuesday, December 8, 2020 Nokkur fjöldi tekur undir með Sigmundi í athugasemdakerfinu og hrósar honum fyrir pistilinn. Þeirra á meðal íþróttafréttamaðurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Hörður Magnússon. „Heyr heyr,“ segir Hörður. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, tekur í sama streng. Sigurður Helgason, sá reynslumikli þjálfari, segir að nánast allir þjálfarar kvennalandsliðsins hafi lent í því sama og það sé nauðsynlegt að koma leikmönnum í skilning um að þjálfarinn ráði. Ingibjörg Hinriksdóttir, sem lengi vel var eina konan í stjórn KSÍ, bendir á að sama hvað fólki finnist standi eftir sú staðreynd að þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hafi orðið drukkinn í ferð með landsliðinu og látið svo ósæmileg orð falla að hann þurfti að biðjast afsökunar á orðum sínum. „Þá er komið að stjórn KSÍ að ákveða - er það ásættanleg hegðun eða ekki. Niðurstaðan er sú að Jón Þór segir upp. Þá held ég að það sé gott að setja punkt svo ekki verði fleiri tjargaðir, fiðraðir og hengdir upp í tré - leikmenn, ungir eða eldri. Málið allt er til þess fallið að varpa skugga á árangur liðsins og þar hlýtur þjálfarinn að bera ábyrgð. Hana hefur hann axlað og fyrir það er hann maður að meiri,“ skrifar Ingibjörg. Hvað næst? Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, bíður nú það verkefni að finna þjálfara fyrir bæði karla- og kvennalandslið Íslands í fótbolta. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir eftirmenn Jóns Þórs með kvennalandsliðið eru Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Ekki liggur fyrir hvenær kvennalandsliðið leikur næst. Það hefur venjulega farið á mót í mars, oftast á Algarve-mótið en á þessu ári lék Ísland á Pinatar Cup á Spáni. Undankeppni HM 2023, sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, hefst væntanlega á næsta ári og svo er Evrópumótið í Englandi sumarið 2022.
KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Hver á að taka við kvennalandsliðinu? Hver á að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem er án þjálfara? Vísir fer yfir líklega kosti í stöðunni. 9. desember 2020 11:30 Mál Jóns Þórs voru ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Varaformaður KSÍ sagði félögum sínum í stjórn Knattspyrnusambands Íslands ekki frá því sem gerðist eftir leik Íslands og Ungverjalands þegar hún sat með þeim fund tveimur dögum síðar. 9. desember 2020 08:02 Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59 Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 8. desember 2020 08:01 Helena Ólafs um mál Jóns Þórs: Fyrst og fremst sorglegt Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport, sem og fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins í dag fyrst og fremst sorglega. 7. desember 2020 19:46 Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. 7. desember 2020 12:42 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Hver á að taka við kvennalandsliðinu? Hver á að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem er án þjálfara? Vísir fer yfir líklega kosti í stöðunni. 9. desember 2020 11:30
Mál Jóns Þórs voru ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Varaformaður KSÍ sagði félögum sínum í stjórn Knattspyrnusambands Íslands ekki frá því sem gerðist eftir leik Íslands og Ungverjalands þegar hún sat með þeim fund tveimur dögum síðar. 9. desember 2020 08:02
Segir að starfslokin hafi alfarið verið milli KSÍ og Jóns Þórs og engin pressa hafi verið frá leikmönnum Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um starfslok Jóns Þórs Haukssonar sem er hættur með kvennalandsliðið í fótbolta. Hann neitaði því að leikmenn liðsins hefðu sett pressu á KSÍ að skipta um landsliðsþjálfara. 8. desember 2020 16:59
Vill sjá Lars Lagerbäck sem yfirþjálfara beggja landsliðanna Það stefnir allt í það að bæði íslensku landsliðin verði án þjálfara eftir daginn í dag og tvöföld þjálfaraleit því í gangi í jólamánuðinum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 8. desember 2020 08:01
Helena Ólafs um mál Jóns Þórs: Fyrst og fremst sorglegt Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport, sem og fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins í dag fyrst og fremst sorglega. 7. desember 2020 19:46
Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46
Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. 7. desember 2020 12:42
Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30
Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51