Gestirnir frá Lundúnum byrjuðu frábærlega og hafði Francesca Kirby komið þeim yfir eftir aðeins tvær mínútur. Millie Bright bætti við öðru marki á 29. mínútu og Kirby kom Chelsea í 3-0 þegar rétt rúmur hálftími var liðinn.
Pernille Harder gulltryggði svo sigur Chelsea með fjórða marki liðsins undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og Bethany England skoraði fimmta markið þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.
Staðan orðin 5-0 og reyndust það lokatölur.
María Þórisdóttir kom inn af varamannabekk Chelsea þegar klukkutími var liðinn.
Noregsmeistarinn Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga mæta danska félaginu Brøndby IF annað kvöld.
Síðari leikir 32-liða úrslitanna fara fram í næstu viku.
Önnur úrslit
FC Minsk 0-2 Lillestrøm SK Kvinner
Zhilstroy-2 Kvarkiv 2-1 BIIK Kazygurt
Sparta Praha 2-1 Glasgow City
ZFK Spartak 0-5 Wolfsburg
Kopparbergs/Göteborg 1-2 Manchester City
ŽNK Pomurje 0-3 Fortuna Hjørring
PSV Eindhoven 1-4 Barcelona
St. Pölten 2-0 FC Zürich
Servette FC Chênois Féminin 2-1 Atlético Madrid [Ólokið]