Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 18:31 Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. Stjórnvöld tilkynntu í síðustu viku að bólusetningar muni hefjast á fyrstu vikum nýs árs og að markmiðið sé að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni fyrir lok fyrsta ársfjórðungs. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir marga Íslendinga hafa brugðist þessum fréttum með því að bóka ferð út í lönd. „Við erum farin að sjá töluverða aukningu bókana. Bæði inn í byrjun í byrjun ársins og ekki síst frá apríl og inn í lok ársins,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Hvert ætlar fólk að fara? „Annars vegar sólarborgirnar, Madrid og Tenerife, og suðlægar slóðir í sumar. Og hins vegar stórborgir á borð við London, Frankfurt, Berlín og í Skandinavíu.“ Fjöldi Íslendinga smitaðist af veirunni í skíðaferðum í Evrópu í fyrra. Er fólk að treysta sér í skíðaferðir? „Við erum aðeins að sjá það. Það er merkjanleg aukning bókana í febrúar til Þýskalands. Þannig að það má gera ráð fyrir því.“ Erlendir ferðamenn eru farnir að horfa til Íslands. „En ekkert í sama magni og undanfarin ár. En viðbrögðin síðustu vikur, sérstaklega Evrópumegin, töluvert góð. Svo erum við farin að sjá Bandaríkjamenn gera plön inn í haustið til að heimsækja okkur.“ Max-þoturnar verða teknar inn í sumaráætlunina. „Við notum þá byrjun ársins og vorið til að undirbúa okkar. Það verður líklega síðan á vormánuðum sem við tökum þær inn.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Stjórnvöld tilkynntu í síðustu viku að bólusetningar muni hefjast á fyrstu vikum nýs árs og að markmiðið sé að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni fyrir lok fyrsta ársfjórðungs. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir marga Íslendinga hafa brugðist þessum fréttum með því að bóka ferð út í lönd. „Við erum farin að sjá töluverða aukningu bókana. Bæði inn í byrjun í byrjun ársins og ekki síst frá apríl og inn í lok ársins,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Hvert ætlar fólk að fara? „Annars vegar sólarborgirnar, Madrid og Tenerife, og suðlægar slóðir í sumar. Og hins vegar stórborgir á borð við London, Frankfurt, Berlín og í Skandinavíu.“ Fjöldi Íslendinga smitaðist af veirunni í skíðaferðum í Evrópu í fyrra. Er fólk að treysta sér í skíðaferðir? „Við erum aðeins að sjá það. Það er merkjanleg aukning bókana í febrúar til Þýskalands. Þannig að það má gera ráð fyrir því.“ Erlendir ferðamenn eru farnir að horfa til Íslands. „En ekkert í sama magni og undanfarin ár. En viðbrögðin síðustu vikur, sérstaklega Evrópumegin, töluvert góð. Svo erum við farin að sjá Bandaríkjamenn gera plön inn í haustið til að heimsækja okkur.“ Max-þoturnar verða teknar inn í sumaráætlunina. „Við notum þá byrjun ársins og vorið til að undirbúa okkar. Það verður líklega síðan á vormánuðum sem við tökum þær inn.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira