Innlent

Snarpur skjálfti við Reykjanestá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjálftinn er merktur með stjörnu inn á þetta kort.
Skjálftinn er merktur með stjörnu inn á þetta kort. Veðurstofa Íslands

Skömmu eftir miðnætti í nótt eða klukkan 00:08 varð jarðskjálfti að stærð 3,5 sex kílómetra austnorðaustur af Reykjanestá.

Að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands varð skjálftans vart á svæðinu og mældust nokkrir minni skjálftar í kjölfarið.

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar fylgdu um 20 minni skjálftar á næsta eina og hálfa klukkutímanum en ekki er neinn skjálfti mældur við Reykjanestá í töflu Veðurstofunnar síðan klukkan 01:40 í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×