Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 13:00 Salah umkringdur leikmönnum Midtjylland í gær. EPA-EFE/Henning Bagger Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Danmerkurmeistarar Midtjylland tóku á móti Englandsmeisturum Liverpool í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-1 jafntefli þar sem Íslandsvinurinn Alexander Scholz skoraði mark heimamanna eftir að Egyptinn Mohamed Salah hafði komið Liverpool yfir strax á 55. sekúndu leiksins. Var þetta fljótasta mark í sögu Liverpool í keppninni. Það er Liverpool hefur aldrei skorað fyrr í leik heldur en á 55. sekúndu. 5 5 seconds @MoSalah with our quickest-ever @ChampionsLeague goal pic.twitter.com/8ipgMb49Wc— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Ekki nóg með það heldur var þetta 22. mark Mo Salah í Meistaradeild Evrópu. Þar með er hann orðinn markahæsti leikmaður félagsins í Meistaradeildinni en hann var jafn goðsögninni Steven Gerrard fyrir leikinn. Gerrard skoraði á sínum tíma 21 mark í treyju Liverpool í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er frábær tilfinning og auðvitað er ég stoltur yfir því að vera markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Meistaradeildinni,“ sagði Egyptinn í viðtali við BT Sport eftir leik gærkvöldsins. „Ég þarf að halda áfram og skora fleiri mörk svo bilið milli mín og annarra leikmanna verði meira. Ég reyni að skora mörk til að hjálpa liðinu að vinna leiki, það er mikilvægast af þessu öllu saman,“ bætti hann við að endingu. "It's a great feeling, of course, something I'm proud of." @MoSalah is hoping to build up a healthy lead after claiming the honour of our all-time top goalscorer in the European Cup...— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Danmerkurmeistarar Midtjylland tóku á móti Englandsmeisturum Liverpool í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-1 jafntefli þar sem Íslandsvinurinn Alexander Scholz skoraði mark heimamanna eftir að Egyptinn Mohamed Salah hafði komið Liverpool yfir strax á 55. sekúndu leiksins. Var þetta fljótasta mark í sögu Liverpool í keppninni. Það er Liverpool hefur aldrei skorað fyrr í leik heldur en á 55. sekúndu. 5 5 seconds @MoSalah with our quickest-ever @ChampionsLeague goal pic.twitter.com/8ipgMb49Wc— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Ekki nóg með það heldur var þetta 22. mark Mo Salah í Meistaradeild Evrópu. Þar með er hann orðinn markahæsti leikmaður félagsins í Meistaradeildinni en hann var jafn goðsögninni Steven Gerrard fyrir leikinn. Gerrard skoraði á sínum tíma 21 mark í treyju Liverpool í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er frábær tilfinning og auðvitað er ég stoltur yfir því að vera markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Meistaradeildinni,“ sagði Egyptinn í viðtali við BT Sport eftir leik gærkvöldsins. „Ég þarf að halda áfram og skora fleiri mörk svo bilið milli mín og annarra leikmanna verði meira. Ég reyni að skora mörk til að hjálpa liðinu að vinna leiki, það er mikilvægast af þessu öllu saman,“ bætti hann við að endingu. "It's a great feeling, of course, something I'm proud of." @MoSalah is hoping to build up a healthy lead after claiming the honour of our all-time top goalscorer in the European Cup...— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55