Conte reiður út í Capello: „Hugsaðu áður en þú spyrð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2020 15:31 Antonio Conte gat ekki leynt óánægju sinni eftir leikinn gegn Shakhtar Donetsk í gær. getty/Jonathan Moscrop Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var langt frá því að vera sáttur eftir að hans menn duttu út úr Meistaradeild Evrópu og reifst meðal annars við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali. Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Fyrir vikið endaði Inter í neðsta sæti B-riðils og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Eftir leikinn gegn Shakhtar mætti Conte í viðtal hjá Sky Sports þar sem Capello spurði hann nokkurra spurninga. Meðal þeirra var hvort Conte hefði ekki verið með neitt plan B í leiknum. Conte tók ekki vel í þá spurningu. „Hugsaðu áður en þú spyrð,“ svaraði Conte. „Jú, við vorum með plan B en ég mun ekki tala opinberlega um það því þá vita andstæðingar okkar af því og það verður gagnlaust.“ Eftir þetta stutta en vandræðalega viðtal sakaði Capello Conte um virðingarleysi. „Við fengum engar skýringar á leiknum. Það er auðvelt að koma hingað brosandi eftir sigur. En þú þarft að sýna öllum sem vinna í kringum fótboltann, fjölmiðlafólki og samherjum, meiri virðingu.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn á San Siro í gær sagði Conte að Inter hefði verið óheppið með dómgæslu í Meistaradeildinni í haust. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur þegar kemur að dómurum og VAR. Nú þegar við erum úr leik finnst mér ég þurfa að segja þetta: svo virðist sem Inter hafi ekki fengið nógu mikla virðingu, ef þú lítur til baka og horfir á atvikin sem voru ekki skoðuð eða metin,“ sagði Conte sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni á ferlinum. Capello stýrði AC Milan til sigurs í Meistaradeildinni 1994 og kom liðinu í úrslit keppninnar 1993 og 1995. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Fyrir vikið endaði Inter í neðsta sæti B-riðils og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Eftir leikinn gegn Shakhtar mætti Conte í viðtal hjá Sky Sports þar sem Capello spurði hann nokkurra spurninga. Meðal þeirra var hvort Conte hefði ekki verið með neitt plan B í leiknum. Conte tók ekki vel í þá spurningu. „Hugsaðu áður en þú spyrð,“ svaraði Conte. „Jú, við vorum með plan B en ég mun ekki tala opinberlega um það því þá vita andstæðingar okkar af því og það verður gagnlaust.“ Eftir þetta stutta en vandræðalega viðtal sakaði Capello Conte um virðingarleysi. „Við fengum engar skýringar á leiknum. Það er auðvelt að koma hingað brosandi eftir sigur. En þú þarft að sýna öllum sem vinna í kringum fótboltann, fjölmiðlafólki og samherjum, meiri virðingu.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn á San Siro í gær sagði Conte að Inter hefði verið óheppið með dómgæslu í Meistaradeildinni í haust. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur þegar kemur að dómurum og VAR. Nú þegar við erum úr leik finnst mér ég þurfa að segja þetta: svo virðist sem Inter hafi ekki fengið nógu mikla virðingu, ef þú lítur til baka og horfir á atvikin sem voru ekki skoðuð eða metin,“ sagði Conte sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni á ferlinum. Capello stýrði AC Milan til sigurs í Meistaradeildinni 1994 og kom liðinu í úrslit keppninnar 1993 og 1995. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira