Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður Karl Gauti Hjaltason skrifar 10. desember 2020 14:00 Af hverju gengur mörgum drengjum svona illa að læra og miklu verr en stúlkunum? Er það vegna þess að þeir eru svona óþekkir og latir? Af hverju geta þeir ekki setið og hagað sér vel. Þá myndi allt ganga svo miklu betur? Fyrirmyndarnemandinn Viðmið um rétta hegðun er að fyrirmyndarbarnið eigi að vera stillt og þægt, læra og hlýða kennaranum. Afskaplega fáir drengir ná að uppfylla þessar væntingar hvað þá í langri kennslustund. Stúlkur eiga margar auðvelt með að haga sér svo vel líki. Strákapör ekki liðin Skólarnir eru almennt óþolinmóðir gagnvart því sem nefnt var strákapör fyrir nokkrum áratugum. Nú er slík hegðun oftar talin óviðunandi, jafnvel óeðlileg. Fyrirferðarmiklir drengirnir fá á sig stimpilinn „óþekkir“ jafnvel „ofvirkir“. Þörfum þeirra er ekki mætt og þeir finna sig ekki í náminu. Afleiðingin er sú að stórum hluta drengja líður illa í skóla. Einungis sú staðreynd ætti að hringja bjöllum um að lagfæringa sé þörf. Vanlíðan og brottfall Árangurinn er eins og við má búast, strákar standa sig almennt miklu ver en stúlkur. Og afleiðingarnar halda áfram að koma fram eftir því sem fram vindur. Þriðjungur drengja geta ekki lesið sér til gagns í lok grunnskólagöngu, meðan það hlutfall er mun lægra meðal stúlkna. Afleiðingar þessa fylgja strákunum fram eftir öllum ungdómsárunum. Unglingspiltar hverfa úr framhaldsskólunum. Miklu færri karlar stunda háskólanám og einungis 30% af þeim sem útskrifast með meistaragráðu úr háskólum eru karlar. Djúpstæðar afleiðingar Ungir karlar lenda í alls kyns klandri og sést það glögglega í öllum tölum, sem fjalla um tíðni afbrota, ofbeldis, fíkniefnaneyslu, fangelsisrefsinga og sjálfsvíga. Margir ungir karlmenn ná ekki tökum á lífi sínu lengi framan af ævi, öfugt við jafnaldra þeirra meðal kvenna. Kveikja áhuga Grunnurinn virðist vera læsi á fyrstu skólaárunum. Vandinn við að bæta lestur drengja er ekki óleysanlegur. Einungis þarf viðhorfsbreytingu og vilja. Gagnreyndar aðferðir þarf að nota. Kennslufræði nútímans virðist vera búin að afskrifa þær. Þrátt fyrir ábendingar fjölmargra lærimeistara virðist illa ganga að snúa kennsluaðferðum að þessu leyti. Til þess að ná leikni á hvaða sviði sem er þarf að ná undirstöðuatriðunum. Það er lykillinn að árangri. Hrós, ærsl og keppni Drengir þurfa öðruvísi örvun en stúlkur. Kennsluaðferðum sem snúa að drengjum þarf að breyta og sníða þær að þörfum þeirra. Þeim þarf að hrósa fyrir frammistöðu á annan mælikvarða en nú er ástundað. Leggja þarf meiri áherslu á uppbrot og keppni í námi drengja. Hættum að gera þá óörugga með sjálfa sig af því að þeir eru ekki nákvæmlega eins og kerfið krefst. Eflum líka strákana okkar! Fyrirsögnin Upphafsorð þessarar greinar er sótt í kveðskap eftir Kristján Níels Jónsson, sem nefndi sjálfan sig Káinn og eiga vel við efni greinarinnar um viðhorf til drengja í skólakerfinu. En vísan hljóðar svo í heild: Ný vögguvísa Farðu að sofa, blessað barnið smáa,brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður!Heiðra skaltu föður þinn og móður. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Karl Gauti Hjaltason Tengdar fréttir Ólæsir ærslabelgir „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“. Svona sungu Stuðmenn hér um árið. 30. nóvember 2020 17:01 Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Af hverju gengur mörgum drengjum svona illa að læra og miklu verr en stúlkunum? Er það vegna þess að þeir eru svona óþekkir og latir? Af hverju geta þeir ekki setið og hagað sér vel. Þá myndi allt ganga svo miklu betur? Fyrirmyndarnemandinn Viðmið um rétta hegðun er að fyrirmyndarbarnið eigi að vera stillt og þægt, læra og hlýða kennaranum. Afskaplega fáir drengir ná að uppfylla þessar væntingar hvað þá í langri kennslustund. Stúlkur eiga margar auðvelt með að haga sér svo vel líki. Strákapör ekki liðin Skólarnir eru almennt óþolinmóðir gagnvart því sem nefnt var strákapör fyrir nokkrum áratugum. Nú er slík hegðun oftar talin óviðunandi, jafnvel óeðlileg. Fyrirferðarmiklir drengirnir fá á sig stimpilinn „óþekkir“ jafnvel „ofvirkir“. Þörfum þeirra er ekki mætt og þeir finna sig ekki í náminu. Afleiðingin er sú að stórum hluta drengja líður illa í skóla. Einungis sú staðreynd ætti að hringja bjöllum um að lagfæringa sé þörf. Vanlíðan og brottfall Árangurinn er eins og við má búast, strákar standa sig almennt miklu ver en stúlkur. Og afleiðingarnar halda áfram að koma fram eftir því sem fram vindur. Þriðjungur drengja geta ekki lesið sér til gagns í lok grunnskólagöngu, meðan það hlutfall er mun lægra meðal stúlkna. Afleiðingar þessa fylgja strákunum fram eftir öllum ungdómsárunum. Unglingspiltar hverfa úr framhaldsskólunum. Miklu færri karlar stunda háskólanám og einungis 30% af þeim sem útskrifast með meistaragráðu úr háskólum eru karlar. Djúpstæðar afleiðingar Ungir karlar lenda í alls kyns klandri og sést það glögglega í öllum tölum, sem fjalla um tíðni afbrota, ofbeldis, fíkniefnaneyslu, fangelsisrefsinga og sjálfsvíga. Margir ungir karlmenn ná ekki tökum á lífi sínu lengi framan af ævi, öfugt við jafnaldra þeirra meðal kvenna. Kveikja áhuga Grunnurinn virðist vera læsi á fyrstu skólaárunum. Vandinn við að bæta lestur drengja er ekki óleysanlegur. Einungis þarf viðhorfsbreytingu og vilja. Gagnreyndar aðferðir þarf að nota. Kennslufræði nútímans virðist vera búin að afskrifa þær. Þrátt fyrir ábendingar fjölmargra lærimeistara virðist illa ganga að snúa kennsluaðferðum að þessu leyti. Til þess að ná leikni á hvaða sviði sem er þarf að ná undirstöðuatriðunum. Það er lykillinn að árangri. Hrós, ærsl og keppni Drengir þurfa öðruvísi örvun en stúlkur. Kennsluaðferðum sem snúa að drengjum þarf að breyta og sníða þær að þörfum þeirra. Þeim þarf að hrósa fyrir frammistöðu á annan mælikvarða en nú er ástundað. Leggja þarf meiri áherslu á uppbrot og keppni í námi drengja. Hættum að gera þá óörugga með sjálfa sig af því að þeir eru ekki nákvæmlega eins og kerfið krefst. Eflum líka strákana okkar! Fyrirsögnin Upphafsorð þessarar greinar er sótt í kveðskap eftir Kristján Níels Jónsson, sem nefndi sjálfan sig Káinn og eiga vel við efni greinarinnar um viðhorf til drengja í skólakerfinu. En vísan hljóðar svo í heild: Ný vögguvísa Farðu að sofa, blessað barnið smáa,brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður!Heiðra skaltu föður þinn og móður. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Ólæsir ærslabelgir „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“. Svona sungu Stuðmenn hér um árið. 30. nóvember 2020 17:01
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun