Mun fólk flýja höfuðborgina? Jón Páll Hreinsson skrifar 10. desember 2020 17:00 Það er engin vafi á að Covid faraldurinn mun breyta heiminum og við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd. Við sem manneskjur og þjóð munum breyta því hvernig við lifum, hvernig við eigum samskipti og hvernig við vinnum. Strax þegar takmarkanir tóku gildi hér á landi varð mikil aukning á fjarvinnu. Strax í apríl höfðu yfir 40% unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima og hlutfallið er enn svipað þegar þetta er skrifað (1). Erlendis hafa hliðstæðar mælingar sýnt frammá svipaðar tölur og eru m.a. yfir 40% Bandríkjamanna sem vinna alfarið heima og engin merki eru um að það muni breytast í bráð(2). En hvað mun gerast þegar heimsfaraldrinum lýkur, vonandi strax á næsta ári? Munum við halda áfram að vinna í fjarvinnu í sama mæli? Í mælingum Gallup (1) kemur fram að núna í nóvember hafa langflestir þeirra sem vinna í fjarvinnu í dag áhuga á að halda því áfram að hluta eða öllu leyti. Reyndar vilja yfir 90% þeirra vinna meirihluta af sinni vinnu heima hjá sér. Það er því öruggt að heimurinn verður aldrei eins. Við munum haga okkur öðruvísi og við munum líta öðrum augum á það hvernig við stundum vinnu, a.m.k. sum okkar. Erlendis þar sem Covid faraldurinn hefur haft meiri áhrif en hér á landi eru áhrifin á samfélagið þegar farin að koma fram. Stórar borgir eins og New York eru í basli þegar fólk yfirgefur borgina til að flytja á minni þéttbýlli svæði. Húsnæðisverð hefur lækkað, skrifstofur standa auðar og þegar fólkið er ekki til staðan lenda veitingahús og þjónustufyrirtæki í vandræðum. Borgirnar í heiminum hafa ekki séð slíka niðursveiflu í mörg ár, allt frá því að spænska veikin árið 1918 hafði svipaðar afleiðingar og nú. Fólk flykktist úr borgunum til sveitanna og minni bæja. En hvað þýðir þetta fyrir stefnumörkun stjórnvalda? Eftir Covid mun fólk hafa meiri þörf fyrir fjarlægð og hefur uppært þekkingu sína og hæfni til að vinna fjarvinnu. Þar með eru gæði landsbyggðarinnar orðin raunhæfari kostur en áður. Það er ekki þannig að höfuðborgarsvæðið verði rjúkandi rúst og miðborgin verði eins og eyðmerkurbær í góðri vestramynd, en það eru sterk rök fyrir því að fólk muni flytja frá borginni í meira mæli en áður í kjölfar heimsfaraldurs. Góðu fréttirnar fyrir landsbyggðina eru þær að þar mun mannlíf styrkjast og eflast þegar fólk sækir í að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Efling mannlífs mun kalla á uppbyggingu innviða, samgöngur, skóla, heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja og efla, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa þá er núna rétti tíminn fyrir stjórnvöld að breyta áherslum í uppbyggingu innviða á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er skynsamlegt að fresta framkvæmdum við borgarlínu og sundabraut og byggja upp á landsbyggðinni í staðinn? Kannski er það forgangsmál næstu ára að tryggja góða þjónustu á landsbyggðinni og leggja áherslu á samgöngur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, en minni áherslu á samgöngur innan borgarmarkanna? Það þarf allaveganna að ræða það! Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. (1)Frétt á visir.is: Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga (2)https://siepr.stanford.edu/research/publications/how-working-home-works-out Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Byggðamál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er engin vafi á að Covid faraldurinn mun breyta heiminum og við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd. Við sem manneskjur og þjóð munum breyta því hvernig við lifum, hvernig við eigum samskipti og hvernig við vinnum. Strax þegar takmarkanir tóku gildi hér á landi varð mikil aukning á fjarvinnu. Strax í apríl höfðu yfir 40% unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima og hlutfallið er enn svipað þegar þetta er skrifað (1). Erlendis hafa hliðstæðar mælingar sýnt frammá svipaðar tölur og eru m.a. yfir 40% Bandríkjamanna sem vinna alfarið heima og engin merki eru um að það muni breytast í bráð(2). En hvað mun gerast þegar heimsfaraldrinum lýkur, vonandi strax á næsta ári? Munum við halda áfram að vinna í fjarvinnu í sama mæli? Í mælingum Gallup (1) kemur fram að núna í nóvember hafa langflestir þeirra sem vinna í fjarvinnu í dag áhuga á að halda því áfram að hluta eða öllu leyti. Reyndar vilja yfir 90% þeirra vinna meirihluta af sinni vinnu heima hjá sér. Það er því öruggt að heimurinn verður aldrei eins. Við munum haga okkur öðruvísi og við munum líta öðrum augum á það hvernig við stundum vinnu, a.m.k. sum okkar. Erlendis þar sem Covid faraldurinn hefur haft meiri áhrif en hér á landi eru áhrifin á samfélagið þegar farin að koma fram. Stórar borgir eins og New York eru í basli þegar fólk yfirgefur borgina til að flytja á minni þéttbýlli svæði. Húsnæðisverð hefur lækkað, skrifstofur standa auðar og þegar fólkið er ekki til staðan lenda veitingahús og þjónustufyrirtæki í vandræðum. Borgirnar í heiminum hafa ekki séð slíka niðursveiflu í mörg ár, allt frá því að spænska veikin árið 1918 hafði svipaðar afleiðingar og nú. Fólk flykktist úr borgunum til sveitanna og minni bæja. En hvað þýðir þetta fyrir stefnumörkun stjórnvalda? Eftir Covid mun fólk hafa meiri þörf fyrir fjarlægð og hefur uppært þekkingu sína og hæfni til að vinna fjarvinnu. Þar með eru gæði landsbyggðarinnar orðin raunhæfari kostur en áður. Það er ekki þannig að höfuðborgarsvæðið verði rjúkandi rúst og miðborgin verði eins og eyðmerkurbær í góðri vestramynd, en það eru sterk rök fyrir því að fólk muni flytja frá borginni í meira mæli en áður í kjölfar heimsfaraldurs. Góðu fréttirnar fyrir landsbyggðina eru þær að þar mun mannlíf styrkjast og eflast þegar fólk sækir í að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Efling mannlífs mun kalla á uppbyggingu innviða, samgöngur, skóla, heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja og efla, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa þá er núna rétti tíminn fyrir stjórnvöld að breyta áherslum í uppbyggingu innviða á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er skynsamlegt að fresta framkvæmdum við borgarlínu og sundabraut og byggja upp á landsbyggðinni í staðinn? Kannski er það forgangsmál næstu ára að tryggja góða þjónustu á landsbyggðinni og leggja áherslu á samgöngur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, en minni áherslu á samgöngur innan borgarmarkanna? Það þarf allaveganna að ræða það! Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. (1)Frétt á visir.is: Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga (2)https://siepr.stanford.edu/research/publications/how-working-home-works-out
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun