Afríka slapp ekki Ragnar Schram og Hans Steinar Bjarnason skrifa 10. desember 2020 18:00 Fjölmiðlar á Íslandi og víðar á vesturlöndum hafa undanfarið fjallað um hversu vel Afríka hafi sloppið frá Covid-19 heimsfaraldrinum. Nýleg úttekt SOS Barnaþorpanna í austan- og sunnanverðri Afríku sýnir þó að ástandið er í raun grafalvarlegt og brothætt. Smit- og dánartölur í Afríku eru vissulega lægri en víðast hvar annarsstaðar en þær eru nú aftur á uppleið og segja aðeins hálfa söguna um ástandið. Erfitt er fyrir Evrópubúa að setja sig í spor Afríkubúa. Tækni, samgöngur, menntun, rafmagn, heilsugæsla, aldurssamsetning og svo margt annað er afar ólíkt því sem þekkist á vesturlöndum. Efnahagur Afríku er heilt yfir brothættur og má ekki við miklum áföllum. Sóttvarnaraðgerðir yfirvalda hafa víðast hvar komið verulega illa niður á verslun, iðnaði og félagsþjónustu og fátækt er þegar farin að aukast á ný. Skólahald liggur víða niðri og börn eru farin að vinna til að hjálpa við tekjuöflun heimilanna. Óttast er að stór hluti þessara barna snúi ekki aftur í skóla. 12 ára stúlkur þungaðar Eitt það átakanlegasta við niðurstöður úttektarinnar er aukið ofbeldi gegn konum og börnum á tímum faraldursins. Þunganir unglingsstúlkna frá 18 ára og allt niður í 12 ára aldur eru orðnar að öðrum faraldri. Í einni sýslu í Kenía var tilkynnt um fjögur þúsund þunganir stúlkubarna, eingöngu á tímabilinu mars til júní, og voru um 200 þessara stúlkna undir 14 ára aldri. Þetta á aðeins við um tilkynnt tilfelli en þau eru í raun mun fleiri. Gerendurnir eru langflestir tengdir stúlkunum fjölskylduböndum og stúlkurnar eru ólíklegar til að snúa aftur til náms. Þetta vandamál á einnig við um flest önnur Afríkuríki. 73% aukning á heimilisofbeldi Einnig er sláandi að sjá tölur yfir annað kynferðisofbeldi gegn konum á svæðinu sem úttektin náði til. 73% þeirra kvenna sem rætt var við búa við aukið ofbeldi af hálfu maka. 51% eru þolendur kynferðisofbeldis á heimilinu. 21% verða fyrir áreiti við vatnsstöðvar og 32% aukning er á þvinguðum barnagiftingum stúlkna. Nú þegar nálgast árslok er önnur bylgja í kortunum á sama tíma og fátækt er að aukast á ný og ofbeldi gegn konum og börnum er í veldisvexti. Í fjarlægð hafa margir andað léttar fyrir hönd Afríku en við höfum ekki efni á því. Afríka er ekki sloppin. Þetta er ekki búið. Nánar má lesa um þessa úttekt á heimasíðu SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar á Íslandi og víðar á vesturlöndum hafa undanfarið fjallað um hversu vel Afríka hafi sloppið frá Covid-19 heimsfaraldrinum. Nýleg úttekt SOS Barnaþorpanna í austan- og sunnanverðri Afríku sýnir þó að ástandið er í raun grafalvarlegt og brothætt. Smit- og dánartölur í Afríku eru vissulega lægri en víðast hvar annarsstaðar en þær eru nú aftur á uppleið og segja aðeins hálfa söguna um ástandið. Erfitt er fyrir Evrópubúa að setja sig í spor Afríkubúa. Tækni, samgöngur, menntun, rafmagn, heilsugæsla, aldurssamsetning og svo margt annað er afar ólíkt því sem þekkist á vesturlöndum. Efnahagur Afríku er heilt yfir brothættur og má ekki við miklum áföllum. Sóttvarnaraðgerðir yfirvalda hafa víðast hvar komið verulega illa niður á verslun, iðnaði og félagsþjónustu og fátækt er þegar farin að aukast á ný. Skólahald liggur víða niðri og börn eru farin að vinna til að hjálpa við tekjuöflun heimilanna. Óttast er að stór hluti þessara barna snúi ekki aftur í skóla. 12 ára stúlkur þungaðar Eitt það átakanlegasta við niðurstöður úttektarinnar er aukið ofbeldi gegn konum og börnum á tímum faraldursins. Þunganir unglingsstúlkna frá 18 ára og allt niður í 12 ára aldur eru orðnar að öðrum faraldri. Í einni sýslu í Kenía var tilkynnt um fjögur þúsund þunganir stúlkubarna, eingöngu á tímabilinu mars til júní, og voru um 200 þessara stúlkna undir 14 ára aldri. Þetta á aðeins við um tilkynnt tilfelli en þau eru í raun mun fleiri. Gerendurnir eru langflestir tengdir stúlkunum fjölskylduböndum og stúlkurnar eru ólíklegar til að snúa aftur til náms. Þetta vandamál á einnig við um flest önnur Afríkuríki. 73% aukning á heimilisofbeldi Einnig er sláandi að sjá tölur yfir annað kynferðisofbeldi gegn konum á svæðinu sem úttektin náði til. 73% þeirra kvenna sem rætt var við búa við aukið ofbeldi af hálfu maka. 51% eru þolendur kynferðisofbeldis á heimilinu. 21% verða fyrir áreiti við vatnsstöðvar og 32% aukning er á þvinguðum barnagiftingum stúlkna. Nú þegar nálgast árslok er önnur bylgja í kortunum á sama tíma og fátækt er að aukast á ný og ofbeldi gegn konum og börnum er í veldisvexti. Í fjarlægð hafa margir andað léttar fyrir hönd Afríku en við höfum ekki efni á því. Afríka er ekki sloppin. Þetta er ekki búið. Nánar má lesa um þessa úttekt á heimasíðu SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun